Nýtti tækifærið og þakkaði strákunum okkar fyrir kveðjuna fallegu Tómas Þór Þórðarson í Volgograd skrifar 21. júní 2018 17:45 Öll liðin á HM eru með 23 manna leikmannahópa en Nígería bætti heiðurssæti við fyrir markvörðinn Carl Ikeme sem glímir við krabbamein og getur ekki spilað fótbolta. Ikeme var samherji Jóns Daða Böðvarssonar, framherja íslenska liðsins, hjá Úlfunum tímabilið 2016/2017 en hann greindist með krabbamein í júlí á síðasta ári. Jón Daði fór svo til Reading. Strákarnir okkar létu merkja íslenska treyju númer eitt með nafni Ikeme og sendu honum fallega baráttukveðju sem Jón Daði birti á Twitter-síðu sinni. „Þetta kom frá liðinu. Jón Daði spilaði með honum hjá Úlfunum. Við óskum honum alls hins besta. Við vildum bara sýna að fótbolti er bara ein stór fjölskylda. Við stöndum allir saman,“ segir Aron Einar, landsliðsfyrirliði, um þennan gjörning og Heimir Hallgrímsson tekur undir.All of us in @footballiceland are with you @Carl_Ikeme pic.twitter.com/LMy4fumDj5 — Jon Dadi Bodvarsson (@jondadi) June 17, 2018 „Þetta er stór fjölskylda. Alveg sama þó svo að við séum að fara að spila á móti Nígeríu er þetta miklu stærra en fótbolti. Við óskum honum því alls hins besta,“ segir hann. Heimurinn er ekki stór og þrátt fyrir að 190 milljónir manna búi í Nígeríu var næsti blaðamaður sem fékk að spyrja vinur Ikeme og hann nýtti tækifærið til að þakka fyrir sig og vin sinn fyrst hann sat til móts við Heimi og Aron. „Ég vil þakka ykkur fyrir kveðju til Carl Ikeme. Hann er persónulegur vinur minn. Þetta var fallega gert,“ sagði sá nígeríski.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Hoppað í hitanum við Volgu | Myndasyrpa Vilhelm Gunnarsson myndaði strákanna okkar í steikjandi hita á Volgorad Arena 21. júní 2018 13:15 Landsliðsfyrirliðinn kom ljósmyndara Fréttablaðsins til bjargar Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska fótboltlandsliðsins, er heimsþekktur fyrir það að stjórna Víkingaklappinu og stýra íslenska landsliðinu til afreka á stórmótum. Hann vakir hinsvegar yfir öllum Íslendingum í kringum sig eins og kom í ljós í dag. 21. júní 2018 10:54 Heimir hefur ekkert talað við Lars Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, hefur ekkert talað við Lars Lagerback, fyrrum þjálfara íslenska landsliðsins. 21. júní 2018 10:32 Ætlaði að mæla grasið sem strákarnir spila á en hitti á gervigras Rússneskur blaðamaður spurði svo strákana okkar út í grasið út frá röngum upplýsingum. 21. júní 2018 15:00 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sjá meira
Öll liðin á HM eru með 23 manna leikmannahópa en Nígería bætti heiðurssæti við fyrir markvörðinn Carl Ikeme sem glímir við krabbamein og getur ekki spilað fótbolta. Ikeme var samherji Jóns Daða Böðvarssonar, framherja íslenska liðsins, hjá Úlfunum tímabilið 2016/2017 en hann greindist með krabbamein í júlí á síðasta ári. Jón Daði fór svo til Reading. Strákarnir okkar létu merkja íslenska treyju númer eitt með nafni Ikeme og sendu honum fallega baráttukveðju sem Jón Daði birti á Twitter-síðu sinni. „Þetta kom frá liðinu. Jón Daði spilaði með honum hjá Úlfunum. Við óskum honum alls hins besta. Við vildum bara sýna að fótbolti er bara ein stór fjölskylda. Við stöndum allir saman,“ segir Aron Einar, landsliðsfyrirliði, um þennan gjörning og Heimir Hallgrímsson tekur undir.All of us in @footballiceland are with you @Carl_Ikeme pic.twitter.com/LMy4fumDj5 — Jon Dadi Bodvarsson (@jondadi) June 17, 2018 „Þetta er stór fjölskylda. Alveg sama þó svo að við séum að fara að spila á móti Nígeríu er þetta miklu stærra en fótbolti. Við óskum honum því alls hins besta,“ segir hann. Heimurinn er ekki stór og þrátt fyrir að 190 milljónir manna búi í Nígeríu var næsti blaðamaður sem fékk að spyrja vinur Ikeme og hann nýtti tækifærið til að þakka fyrir sig og vin sinn fyrst hann sat til móts við Heimi og Aron. „Ég vil þakka ykkur fyrir kveðju til Carl Ikeme. Hann er persónulegur vinur minn. Þetta var fallega gert,“ sagði sá nígeríski.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Hoppað í hitanum við Volgu | Myndasyrpa Vilhelm Gunnarsson myndaði strákanna okkar í steikjandi hita á Volgorad Arena 21. júní 2018 13:15 Landsliðsfyrirliðinn kom ljósmyndara Fréttablaðsins til bjargar Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska fótboltlandsliðsins, er heimsþekktur fyrir það að stjórna Víkingaklappinu og stýra íslenska landsliðinu til afreka á stórmótum. Hann vakir hinsvegar yfir öllum Íslendingum í kringum sig eins og kom í ljós í dag. 21. júní 2018 10:54 Heimir hefur ekkert talað við Lars Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, hefur ekkert talað við Lars Lagerback, fyrrum þjálfara íslenska landsliðsins. 21. júní 2018 10:32 Ætlaði að mæla grasið sem strákarnir spila á en hitti á gervigras Rússneskur blaðamaður spurði svo strákana okkar út í grasið út frá röngum upplýsingum. 21. júní 2018 15:00 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sjá meira
Hoppað í hitanum við Volgu | Myndasyrpa Vilhelm Gunnarsson myndaði strákanna okkar í steikjandi hita á Volgorad Arena 21. júní 2018 13:15
Landsliðsfyrirliðinn kom ljósmyndara Fréttablaðsins til bjargar Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska fótboltlandsliðsins, er heimsþekktur fyrir það að stjórna Víkingaklappinu og stýra íslenska landsliðinu til afreka á stórmótum. Hann vakir hinsvegar yfir öllum Íslendingum í kringum sig eins og kom í ljós í dag. 21. júní 2018 10:54
Heimir hefur ekkert talað við Lars Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, hefur ekkert talað við Lars Lagerback, fyrrum þjálfara íslenska landsliðsins. 21. júní 2018 10:32
Ætlaði að mæla grasið sem strákarnir spila á en hitti á gervigras Rússneskur blaðamaður spurði svo strákana okkar út í grasið út frá röngum upplýsingum. 21. júní 2018 15:00