Sænski framherjinn Berg ákvað að setja upp keppni á samfélagsmiðlum þar sem verðlaunin voru að passa upp á íbúðina hans á meðan riðlakeppni HM stæði yfir þar sem Svíar eru í F riðli ásamt Suður-Kóreu, Þýskalandi og Mexíkó.
Íbúð Berg er þó ekki risavaxið glæsihús eins og mætti halda heldur tæpir 90 fermetrar í Gautaborg.

Vökva blómin, skoða borgina og styðja Svíþjóð.
Jesper og félagar vökvuðu blóm Berg með glöðu geði og kláruðu restina af verkefnunum með sæmd.
„Þetta er nokkuð svalt. Það er töfrum líkast að búa hér og erfitt að lýsa því,“ sagði Jesper við Expressen.
Jesper var þó ekkert of ánægður með frammistöðu gestgjafans í leiknum gegn Kóreu, þar vildi hann að Berg hefði sett að minnsta kosti eitt mark.