Þjálfari Nígeríu býst við 20 þúsund Íslendingum á leikinn Henry Birgir Gunnarsson í Volgograd skrifar 21. júní 2018 14:47 Rohr var hress á fundinum. vísir/getty Gernot Rohr, þjálfari Nígeríu, var algerlega úti að aka á blaðamannafundi Nígeríu áðan því hann sagði að sitt lið væri á útivelli því von væri á 20 þúsund Íslendingum á leikinn. Það er auðvitað víðs fjarri sannleikanum því þeir eru nærri 3.000. Rohr sagði að von væri á 250 Nígeríumönnum en þeir verða reyndar álíka margir og Íslendingarnir. Annars vildi hann ekkert gefa upp um hernaðartaktík sína fyrir leikinn á morgun. „Ég mun ekki gefa neitt upp um það. Við vorum vel skipulagður gegn Króatíu en töpuðum samt. Gáfum heimskuleg mörk. Þetta verður allt öðruvísi leikur,“ sagði Rohr en hann ber virðingu fyrir íslenska liðinu. „Ég ber mikla virðingu fyrir íslenska liðinu sem hefur verið að standa sig frábærlega og gerði góða hluti gegn Argentínu. Það er mjög erfitt að vinna Ísland. Þeir hafa góða leikmenn og spila sem lið. Það verður gaman að sjá okkur gegn þeim.“ Rohr hefur verið gagnrýndur fyrir að gera of miklar breytingar á liðinu og svo var Jose Mourinho, stjóri Man. Utd, á meðal þeirra sem ganrýndu hann fyrir að spila John Obi Mikel í tíunni. „Mér er alveg sama hvað menn segja um þetta. Ég tók eftir því að þekktur þjálfari gagnrýndi mig en þetta hefur gengið vel svona. Ef ég hefði frekar spilað honum í sexunni og við tapað þá hefði ég líka verið gagnrýndur,“ sagði Rohr en hann var mjög duglegur að tala sitt lið niður á fundinum. „Við erum með yngsta lið mótsins og því engar stórar stjörnur. Við eigum Obi Mikel sem er enn mjög góður og svo Victor Moses sem allir þekkja. Svo erum við vonandi með framtíðarstjörnur. Við verðum með frábært lið árið 2022. Við erum að byggja upp til framtíðar.“Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Körfubolti Fleiri fréttir Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Daði Berg frá Víkingi til Vestra Gera grín að Jürgen Klopp Víkingar skipta um gír Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Sjá meira
Gernot Rohr, þjálfari Nígeríu, var algerlega úti að aka á blaðamannafundi Nígeríu áðan því hann sagði að sitt lið væri á útivelli því von væri á 20 þúsund Íslendingum á leikinn. Það er auðvitað víðs fjarri sannleikanum því þeir eru nærri 3.000. Rohr sagði að von væri á 250 Nígeríumönnum en þeir verða reyndar álíka margir og Íslendingarnir. Annars vildi hann ekkert gefa upp um hernaðartaktík sína fyrir leikinn á morgun. „Ég mun ekki gefa neitt upp um það. Við vorum vel skipulagður gegn Króatíu en töpuðum samt. Gáfum heimskuleg mörk. Þetta verður allt öðruvísi leikur,“ sagði Rohr en hann ber virðingu fyrir íslenska liðinu. „Ég ber mikla virðingu fyrir íslenska liðinu sem hefur verið að standa sig frábærlega og gerði góða hluti gegn Argentínu. Það er mjög erfitt að vinna Ísland. Þeir hafa góða leikmenn og spila sem lið. Það verður gaman að sjá okkur gegn þeim.“ Rohr hefur verið gagnrýndur fyrir að gera of miklar breytingar á liðinu og svo var Jose Mourinho, stjóri Man. Utd, á meðal þeirra sem ganrýndu hann fyrir að spila John Obi Mikel í tíunni. „Mér er alveg sama hvað menn segja um þetta. Ég tók eftir því að þekktur þjálfari gagnrýndi mig en þetta hefur gengið vel svona. Ef ég hefði frekar spilað honum í sexunni og við tapað þá hefði ég líka verið gagnrýndur,“ sagði Rohr en hann var mjög duglegur að tala sitt lið niður á fundinum. „Við erum með yngsta lið mótsins og því engar stórar stjörnur. Við eigum Obi Mikel sem er enn mjög góður og svo Victor Moses sem allir þekkja. Svo erum við vonandi með framtíðarstjörnur. Við verðum með frábært lið árið 2022. Við erum að byggja upp til framtíðar.“Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Körfubolti Fleiri fréttir Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Daði Berg frá Víkingi til Vestra Gera grín að Jürgen Klopp Víkingar skipta um gír Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Sjá meira