Meiðsli breyta ekki áætlunum sem gerðar voru fyrir leikinn Kristinn Páll Teitsson skrifar 22. júní 2018 08:45 Góður í körfu. Gylfi Þór Sigurðsson á æfingu. Vísir/Vilhelm Íslenska landsliðið getur stigið næsta skref í átt að 16-liða úrslitunum á heimsmeistaramótinu með sigri á Nígeríu í Volgograd í dag en leikurinn verður flautaður á klukkan sex að staðartíma, 15.00, á Íslandi. Takist þeim að sigra Nígeríu er staðan ansi vænleg, landsliðið með örlögin í eigin höndum fyrir lokaumferðina þar sem strákarnir okkar mæta Króatíu. Fari leikur dagsins illa eiga þeir enn möguleika á að komast áfram en þurfa að treysta á úrslit úr öðrum leik. Fyrst þarf hins vegar að leika við sterkt lið Nígeríu sem þekkir þessa stöðu vel, þeir hafa komist á fimm af síðustu sex heimsmeistaramótum og komist upp úr riðlinum þrisvar.Kunnugleg staða Ef litið er til stöðu liðanna á styrkleikalista FIFA mætti áætla að Nígería, sem er í 48. sæti, væri með lakasta liðið og að Ísland, sem er í 22. sæti, ætti að vinna sannfærandi sigur en Nígeríumenn hafa verið á uppleið síðustu þrjú ár. Strákarnir okkar hafa verið í þessari stöðu áður, mætt liðinu sem á að teljast lakast á pappír eftir jafntefli gegn hæst skrifaða liði riðilsins, og slapp Ísland þá með skrekkinn gegn Ungverjalandi á EM 2016. Hannes Þór Halldórsson, markvörður landsliðsins, hafði orð á því í vikunni að þeir hefðu lært margt á þeim leik sem þeir myndu taka inn í þennan. Stigið gegn Argentínu hefði litla þýðingu ef íslenska liðið misstigi sig gegn Nígeríu.Strákarnir að fíflast aðeins á æfingu.Vísir/VílhelmGott lið með frábæra einstaklinga innanborðs Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska landsliðsins, ber mikla virðingu fyrir andstæðingum dagsins og framförunum sem þeir hafa tekið undir stjórn Gernots Rohr. „Styrkur þeirra liggur í líkamsbyggingu þeirra, afar sterkt lið, snöggir leikmenn og allir virkilega góðir íþróttamenn sem geta hlaupið og hlaupið. Þeir eru öflugir í skyndisóknum og það verður að hrósa Rohr, þjálfara þeirra, fyrir starf sitt hjá Nígeríu. Þeir hafa tekið stöðugum framförum undir hans stjórn undanfarið ár,“ sagði Heimir sem benti á að Nígería hefði leikmenn í sterkustu deildum Evrópu. „Það er margt framúrskarandi hjá þeim, með sex leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni ásamt leikmönnum frá Ítalíu, Spáni og fleiri sterkum deildum. Þetta er virkilega gott lið með frábæra einstaklinga innanborðs,“ sagði Heimir sem var spurður út í möguleika Íslands á að nýta sér föst leikatriði. „Við vorum spurðir að því sama fyrir Argentínuleikinn, Nígería er með virkilega góða skallamenn innanborðs. Wilfried Ndidi og Odion Ighalo eru sennilega sterkustu skallamenn mótsins en Króötum tókst samt að skora tvisvar gegn Nígeríu úr föstum leikatriðum. Það dregur kannski úr sjálfstrausti varnarmanna Nígeríu en við munum leggja áherslu á föst leikatriði eins og alltaf.“Jóhann Berg Guðmundsson hefur bara horft á æfingar íslenska liðsins í vikunni.Vísir/VilhelmEnginn feluleikur með Jóhann Það virðist ljóst að Ísland muni leika án eins af lykilmönnum sínum, Jóhanns Bergs Guðmundssonar, sem fór meiddur af velli gegn Argentínu og æfði ekki með liðinu í gær. Sagði Heimir afar hæpið að hann gæti komið við sögu í dag. „Það er mjög ólíklegt að Jóhann nái leiknum ef ég á að vera heiðarlegur. Hann er töluvert betri og honum hefur batnað með hverjum degi enda í góðum höndum en við förum ekkert í feluleik með það að það er afar ólíklegt að hann komi við sögu,“ sagði Heimir sem sagði að Gylfi Þór Sigurðsson og Aron Einar Gunnarsson yrðu klárir í leikinn. „Gylfi er í toppstandi, það var frábært fyrir hann að fá mínútur í æfingaleikjunum og hann gat klárað leikinn gegn Argentínu. Aron entist örlítið styttra en endurhæfing þeirra gekk frábærlega og þeir eiga báðir hrós skilið fyrir hvað þeir lögðu á sig fyrir liðið. Við höfum breytt liðinu talsvert á milli leikja í aðdraganda mótsins, margir sem hafa fengið tækifæri og staðið sig vel svo að við erum ekkert hræddir við að fá annan mann inn né breytir þetta áætlunum okkar fyrir leikinn.“Vísir/Vilhelm HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Sport Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Fleiri fréttir Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Sjá meira
Íslenska landsliðið getur stigið næsta skref í átt að 16-liða úrslitunum á heimsmeistaramótinu með sigri á Nígeríu í Volgograd í dag en leikurinn verður flautaður á klukkan sex að staðartíma, 15.00, á Íslandi. Takist þeim að sigra Nígeríu er staðan ansi vænleg, landsliðið með örlögin í eigin höndum fyrir lokaumferðina þar sem strákarnir okkar mæta Króatíu. Fari leikur dagsins illa eiga þeir enn möguleika á að komast áfram en þurfa að treysta á úrslit úr öðrum leik. Fyrst þarf hins vegar að leika við sterkt lið Nígeríu sem þekkir þessa stöðu vel, þeir hafa komist á fimm af síðustu sex heimsmeistaramótum og komist upp úr riðlinum þrisvar.Kunnugleg staða Ef litið er til stöðu liðanna á styrkleikalista FIFA mætti áætla að Nígería, sem er í 48. sæti, væri með lakasta liðið og að Ísland, sem er í 22. sæti, ætti að vinna sannfærandi sigur en Nígeríumenn hafa verið á uppleið síðustu þrjú ár. Strákarnir okkar hafa verið í þessari stöðu áður, mætt liðinu sem á að teljast lakast á pappír eftir jafntefli gegn hæst skrifaða liði riðilsins, og slapp Ísland þá með skrekkinn gegn Ungverjalandi á EM 2016. Hannes Þór Halldórsson, markvörður landsliðsins, hafði orð á því í vikunni að þeir hefðu lært margt á þeim leik sem þeir myndu taka inn í þennan. Stigið gegn Argentínu hefði litla þýðingu ef íslenska liðið misstigi sig gegn Nígeríu.Strákarnir að fíflast aðeins á æfingu.Vísir/VílhelmGott lið með frábæra einstaklinga innanborðs Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska landsliðsins, ber mikla virðingu fyrir andstæðingum dagsins og framförunum sem þeir hafa tekið undir stjórn Gernots Rohr. „Styrkur þeirra liggur í líkamsbyggingu þeirra, afar sterkt lið, snöggir leikmenn og allir virkilega góðir íþróttamenn sem geta hlaupið og hlaupið. Þeir eru öflugir í skyndisóknum og það verður að hrósa Rohr, þjálfara þeirra, fyrir starf sitt hjá Nígeríu. Þeir hafa tekið stöðugum framförum undir hans stjórn undanfarið ár,“ sagði Heimir sem benti á að Nígería hefði leikmenn í sterkustu deildum Evrópu. „Það er margt framúrskarandi hjá þeim, með sex leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni ásamt leikmönnum frá Ítalíu, Spáni og fleiri sterkum deildum. Þetta er virkilega gott lið með frábæra einstaklinga innanborðs,“ sagði Heimir sem var spurður út í möguleika Íslands á að nýta sér föst leikatriði. „Við vorum spurðir að því sama fyrir Argentínuleikinn, Nígería er með virkilega góða skallamenn innanborðs. Wilfried Ndidi og Odion Ighalo eru sennilega sterkustu skallamenn mótsins en Króötum tókst samt að skora tvisvar gegn Nígeríu úr föstum leikatriðum. Það dregur kannski úr sjálfstrausti varnarmanna Nígeríu en við munum leggja áherslu á föst leikatriði eins og alltaf.“Jóhann Berg Guðmundsson hefur bara horft á æfingar íslenska liðsins í vikunni.Vísir/VilhelmEnginn feluleikur með Jóhann Það virðist ljóst að Ísland muni leika án eins af lykilmönnum sínum, Jóhanns Bergs Guðmundssonar, sem fór meiddur af velli gegn Argentínu og æfði ekki með liðinu í gær. Sagði Heimir afar hæpið að hann gæti komið við sögu í dag. „Það er mjög ólíklegt að Jóhann nái leiknum ef ég á að vera heiðarlegur. Hann er töluvert betri og honum hefur batnað með hverjum degi enda í góðum höndum en við förum ekkert í feluleik með það að það er afar ólíklegt að hann komi við sögu,“ sagði Heimir sem sagði að Gylfi Þór Sigurðsson og Aron Einar Gunnarsson yrðu klárir í leikinn. „Gylfi er í toppstandi, það var frábært fyrir hann að fá mínútur í æfingaleikjunum og hann gat klárað leikinn gegn Argentínu. Aron entist örlítið styttra en endurhæfing þeirra gekk frábærlega og þeir eiga báðir hrós skilið fyrir hvað þeir lögðu á sig fyrir liðið. Við höfum breytt liðinu talsvert á milli leikja í aðdraganda mótsins, margir sem hafa fengið tækifæri og staðið sig vel svo að við erum ekkert hræddir við að fá annan mann inn né breytir þetta áætlunum okkar fyrir leikinn.“Vísir/Vilhelm
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Sport Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Fleiri fréttir Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn