„Vertu til er vorið kallar á þig“ gæti gert Volgograd að íslenskri gryfju Kolbeinn Tumi Daðason í Volgograd skrifar 22. júní 2018 10:15 Þessi unga stúlka kann alveg örugglega Vertu til og gæti fengið tæplega 40 þúsund Rússa á band Íslands í dag. Vísir/Vilhelm Hvert íslenskt mannsbarn þekkir lagið Vertu til. Stemmningslag sem aldrei er of oft sungið. Lagið er rússneskt en Tryggvi Þorsteinsson samdi íslenskan texta við lagið. Einhverjir snillingar bættu svo við „Hey“ aftan við lagið sem kryddar það og gerir það enn meira spennandi fyrir leikskólabörn að fagna í lokin. Lagið var samið árið 1938 af Rússanum Matvei Isaakovich Blanter en upprunalegi textinn var saminn af Mikhail Isakovsky. Ungar skólastúlkur frumfluttu lagið árið 1941 í Moskvu sem kveðju til rússneskra hermanna sem voru á leið á vígstöðvar seinni heimstyrjaldarinnar. Talið er að um 2000 íslenskir stuðningsmenn verði í flugnabúrinu í Volgograd þegar flautað var til leiks í dag. Þýskur þjálfari Nígeríu, Gernot Rohr, á von á 250 stuðningsmönnum Nígeríu og 20 þúsund stuðningsmönnum Íslands. Um 40 þúsund miðar hafa verið seldir á leikinn í dag en leikvangurinn tekur tæplega 46 þúsund manns í sæti. Langflestir áhorfendur verða væntanlega rússneskir. Ein leið til að vinna Rússann á sitt band í leiknum væri að syngja Vertu til oft og títt. Rússar elska þetta lag, syngja það reglulega á götum úti og það gæti skapað geggjaða stemmningu á leiknum á milli þess sem Víkingaklappið er tekið. Hér að neðan er íslenski textinn.Vertu til Vertu til er vorið kallar á þig, vertu til að leggja hönd á plóg. Komdu út því að sólskinið vill sjá þig sveifla haka og rækta nýjan skóg, sveifla haka og rækta nýjan skóg. (Hey!)Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Körfubolti Fleiri fréttir Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Daði Berg frá Víkingi til Vestra Gera grín að Jürgen Klopp Víkingar skipta um gír Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Sjá meira
Hvert íslenskt mannsbarn þekkir lagið Vertu til. Stemmningslag sem aldrei er of oft sungið. Lagið er rússneskt en Tryggvi Þorsteinsson samdi íslenskan texta við lagið. Einhverjir snillingar bættu svo við „Hey“ aftan við lagið sem kryddar það og gerir það enn meira spennandi fyrir leikskólabörn að fagna í lokin. Lagið var samið árið 1938 af Rússanum Matvei Isaakovich Blanter en upprunalegi textinn var saminn af Mikhail Isakovsky. Ungar skólastúlkur frumfluttu lagið árið 1941 í Moskvu sem kveðju til rússneskra hermanna sem voru á leið á vígstöðvar seinni heimstyrjaldarinnar. Talið er að um 2000 íslenskir stuðningsmenn verði í flugnabúrinu í Volgograd þegar flautað var til leiks í dag. Þýskur þjálfari Nígeríu, Gernot Rohr, á von á 250 stuðningsmönnum Nígeríu og 20 þúsund stuðningsmönnum Íslands. Um 40 þúsund miðar hafa verið seldir á leikinn í dag en leikvangurinn tekur tæplega 46 þúsund manns í sæti. Langflestir áhorfendur verða væntanlega rússneskir. Ein leið til að vinna Rússann á sitt band í leiknum væri að syngja Vertu til oft og títt. Rússar elska þetta lag, syngja það reglulega á götum úti og það gæti skapað geggjaða stemmningu á leiknum á milli þess sem Víkingaklappið er tekið. Hér að neðan er íslenski textinn.Vertu til Vertu til er vorið kallar á þig, vertu til að leggja hönd á plóg. Komdu út því að sólskinið vill sjá þig sveifla haka og rækta nýjan skóg, sveifla haka og rækta nýjan skóg. (Hey!)Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Körfubolti Fleiri fréttir Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Daði Berg frá Víkingi til Vestra Gera grín að Jürgen Klopp Víkingar skipta um gír Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Sjá meira