Sumarmessan: Var Alfreð að uppljóstra framherjafélaganum gegn Nígeríu? Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 22. júní 2018 11:30 Björn Bergmann kom inn á í leiknum gegn Argentínu. Byrjar hann gegn Nígeríu? vísir/vilhelm Mikið hefur verið rætt um það hvernig Heimir Hallgrímsson mun stilla íslenska landsliðinu upp gegn Nígeríu í dag. Ljóst er að Jóhann Berg Guðmundsson verður ekki með vegna meiðsla og þá hafa einhverjir spáð fyrir um breytingu á leikskipulagi.Tómas Þór Þórðarson skrifaði skemmtilega pælingu í gær þar sem hann vill sjá Heimi fara í 4-4-2 og taka „Eskifjarðarvaltarann“ á þetta, sjá liðið stilla upp eins og gegn Tyrkjum ytra í undankeppninni. Færi svo að Heimir færi þá leið þyrfti Heimir að setja annan framherja upp með Alfreð Finnbogasyni. Jón Daði Böðvarsson var fremstur með Alfreð gegn Tyrkjum og hann hefur verið fastamaður í byrjunarliði Íslands svo flestir veðja líklega á að sjá Selfyssinginn frammi. Alfreð gaf þó ágæta vísbendingu um það að Skagamaðurinn Björn Bergmann Sigurðarson yrði félagi hans frammi en ekki Jón Daði. Alfreð setti myndband á Instastory í gær af æfingu á vellinum í Volgograd. Þar má sjá hann og Björn Bergmann saman fremsta. „Hvað þýðir þetta?“ spurði Benedikt Valsson í Sumarmessunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld. Aron Jóhannsson, leikmaður Werder Bremen og bandaríska landsliðsins, var í setti í gær og þurfti að svara fyrir þetta. „Það er oft þannig að daginn fyrir leik eru menn sem gætu spilað saman paraðir saman á æfingunni. Þeir eru að finna smá tengingu daginn fyrir leik,“ sagði Aron. Hann bætti þó við að „ég gæti alveg trúað því líka að þetta hafi verið eina markið hans á æfingunni og hann sé að sýna okkur það bara.“ Það kemur í ljós um klukkan tvö í dag hvert byrjunarlið Heimis verður, leikur Íslands og Nígeríu hefst svo klukkan 15:00 að íslenskum tíma á Volgograd Arena og verður í beinni textalýsingu hér á Vísi. Sumarmessan er á dagskrá á Stöð 2 Sport klukkan 21:00 að kvöldi hvers leikdags á HM. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira
Mikið hefur verið rætt um það hvernig Heimir Hallgrímsson mun stilla íslenska landsliðinu upp gegn Nígeríu í dag. Ljóst er að Jóhann Berg Guðmundsson verður ekki með vegna meiðsla og þá hafa einhverjir spáð fyrir um breytingu á leikskipulagi.Tómas Þór Þórðarson skrifaði skemmtilega pælingu í gær þar sem hann vill sjá Heimi fara í 4-4-2 og taka „Eskifjarðarvaltarann“ á þetta, sjá liðið stilla upp eins og gegn Tyrkjum ytra í undankeppninni. Færi svo að Heimir færi þá leið þyrfti Heimir að setja annan framherja upp með Alfreð Finnbogasyni. Jón Daði Böðvarsson var fremstur með Alfreð gegn Tyrkjum og hann hefur verið fastamaður í byrjunarliði Íslands svo flestir veðja líklega á að sjá Selfyssinginn frammi. Alfreð gaf þó ágæta vísbendingu um það að Skagamaðurinn Björn Bergmann Sigurðarson yrði félagi hans frammi en ekki Jón Daði. Alfreð setti myndband á Instastory í gær af æfingu á vellinum í Volgograd. Þar má sjá hann og Björn Bergmann saman fremsta. „Hvað þýðir þetta?“ spurði Benedikt Valsson í Sumarmessunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld. Aron Jóhannsson, leikmaður Werder Bremen og bandaríska landsliðsins, var í setti í gær og þurfti að svara fyrir þetta. „Það er oft þannig að daginn fyrir leik eru menn sem gætu spilað saman paraðir saman á æfingunni. Þeir eru að finna smá tengingu daginn fyrir leik,“ sagði Aron. Hann bætti þó við að „ég gæti alveg trúað því líka að þetta hafi verið eina markið hans á æfingunni og hann sé að sýna okkur það bara.“ Það kemur í ljós um klukkan tvö í dag hvert byrjunarlið Heimis verður, leikur Íslands og Nígeríu hefst svo klukkan 15:00 að íslenskum tíma á Volgograd Arena og verður í beinni textalýsingu hér á Vísi. Sumarmessan er á dagskrá á Stöð 2 Sport klukkan 21:00 að kvöldi hvers leikdags á HM.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira