Heimir: Ekki góð staða en gefum allt í Króatíuleikinn Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 22. júní 2018 17:13 Heimir á hliðarlínunni í dag Vísir/getty Ísland tapaði fyrir Nígeríu í öðrum leik riðlakeppninnar á HM í Rússlandi. Heimir Hallgrímsson var eðlilega grautfúll í leikslok en leikurinn var mjög krefjandi og erfiður í miklum hita. „Mér fannst við í fínum málum í fyrri hálfleik. Vissum að þeir þurftu að koma á okkur og sækja. 0-0 í hálfleik var það sem við vildum,“ sagði Heimir í beinni útsendingu á RÚV eftir leikinn. „Við fáum á okkur mark úr okkar horni sem er ólíkt okkur. Gerum einstaklingsmistök og þeir voru komnir í draumastöðu.“ „Það var erfitt að sprikla í hitanum eins og leikurinn spilaðist fram og til baka, en ég vil hrósa mínu liði fyrir dugnað og vinnusemi.“ Heimir sagði markið hafa breytt leiknum þar sem íslenska liðið þurfti að fara framar og við það opnuðust svæði fyrir Nígeríu. „Jafnteflisstaðan var góð og við vildum virða hana. Okkur leið ágætlega þó við værum ekki að skapa mikið.“ „Nú þurfum við að safna liði og orku. Við þurfum að vinna Króatíu, það er ekkert sérstaklega góð staða en við munum gefa allt í þann leik og sjá hvert það fer með okkur,“ sagði Heimir Hallgrímsson. Nú þarf Ísland að treysta á að Argentína vinni Nígeríu til þess að komast áfram, sama hvort það vinnist sigur á Króatíu eða ekki. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Theodór Elmar hættur hjá KR Íslenski boltinn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Fótbolti Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Í beinni: Manchester City - Leverkusen | Erfiðir dagar að baki fyrir City eða hvað? Í beinni: Chelsea - Barcelona | Guðjohnsen slagurinn í Lundúnum Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Sjá meira
Ísland tapaði fyrir Nígeríu í öðrum leik riðlakeppninnar á HM í Rússlandi. Heimir Hallgrímsson var eðlilega grautfúll í leikslok en leikurinn var mjög krefjandi og erfiður í miklum hita. „Mér fannst við í fínum málum í fyrri hálfleik. Vissum að þeir þurftu að koma á okkur og sækja. 0-0 í hálfleik var það sem við vildum,“ sagði Heimir í beinni útsendingu á RÚV eftir leikinn. „Við fáum á okkur mark úr okkar horni sem er ólíkt okkur. Gerum einstaklingsmistök og þeir voru komnir í draumastöðu.“ „Það var erfitt að sprikla í hitanum eins og leikurinn spilaðist fram og til baka, en ég vil hrósa mínu liði fyrir dugnað og vinnusemi.“ Heimir sagði markið hafa breytt leiknum þar sem íslenska liðið þurfti að fara framar og við það opnuðust svæði fyrir Nígeríu. „Jafnteflisstaðan var góð og við vildum virða hana. Okkur leið ágætlega þó við værum ekki að skapa mikið.“ „Nú þurfum við að safna liði og orku. Við þurfum að vinna Króatíu, það er ekkert sérstaklega góð staða en við munum gefa allt í þann leik og sjá hvert það fer með okkur,“ sagði Heimir Hallgrímsson. Nú þarf Ísland að treysta á að Argentína vinni Nígeríu til þess að komast áfram, sama hvort það vinnist sigur á Króatíu eða ekki.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Theodór Elmar hættur hjá KR Íslenski boltinn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Fótbolti Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Í beinni: Manchester City - Leverkusen | Erfiðir dagar að baki fyrir City eða hvað? Í beinni: Chelsea - Barcelona | Guðjohnsen slagurinn í Lundúnum Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Sjá meira