Iðnó opnað á ný Gunnþórunn Jónsdóttir skrifar 23. júní 2018 08:30 Iðnó við Tjörnina hefur verið vinsæll staður fyrir ýmis konar viðburði. Vísir/Vilhelm Iðnó hefur fengið rekstrarleyfi og opnað dyrnar á ný. René Boonekamp rekstraraðili er hæstánægður með að loks sé búið að leysa úr málum, en Iðnó neyddist til að skella í lás og hefur ekki getað tekið á móti viðburðum frá því að rekstrarleyfi var synjað í lok maí. „Þetta er búið að vera erfitt tímabil fyrir alla sem að málinu koma og við höfum öll unnið hörðum höndum við að koma þessu í lag. Luktar dyr er það versta sem getur komið fyrir svona perlu eins og Iðnó er,“ segir Boonekamp. „Þetta hefur sérstaklega bitnað á þeim sem voru með bókaða viðburði hér í húsi og hafa þurft að færa sig annað. Okkar frábæru nágrannar í Tjarnarbíói hafa verið þeim haukur í horni. En þetta er mikill léttir.“ Ástæðuna fyrir lokun Iðnó segir René vera þá að innra skipulag í húsinu hafi ekki uppfyllt byggingarreglugerðir. Því var fengið bráðabirgðaleyfi sem rann síðan út í byrjun árs. Á meðan umsóknin fyrir rekstrarleyfi var á flökti í kerfinu skapaðist óvissa sem endaði með synjun sem varð til þess að þurfti að loka. „Nú hafa þessi skilyrði verið uppfyllt og við höfum opnað á ný,“ segir René. „Þessi fallega bygging er listaverk út af fyrir sig. Hún hefur skipt um andlit nokkrum sinnum yfir sitt lífsskeið, en mun alltaf viðhalda ímynd sinni, líkt og hjá okkur. Við sjáum Iðnó sem nokkurs konar fjölmenningarsetur og viljum hafa gott jafnvægi milli einkasamkvæma og annarra samkvæma. Við hlökkum til að taka á móti fólki með frábærar hugmyndir og drauma og hjálpa þeim að vakna til lífsins í Iðnó.“ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Óánægja með nýjan bar í friðlýstu húsi Iðnó Breyting hefur verið gerð á innra skipulagi Iðnó sem fellur ekki í kramið hjá Minjastofnun og arkitekt. „Þetta er á mjög gráu svæði,“ segir arkitektinn. Skellt var í lás í Iðnó eftir að í ljós kom að starfsemi þar hefði ekki rekstrarleyfi. 5. júní 2018 08:00 Þurftu að bregðast skjótt við eftir að löggan skellti í lás í Iðnó Allt á misskilningi byggt segir rekstrarstjórinn sem fengið hefur leyfi til veitingahalds á ný. 25. maí 2018 14:36 Reka Iðnó án rekstrarleyfis Iðnó í Reykjavík er rekið án rekstrarleyfis samkvæmt sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. 31. maí 2018 06:00 Ýmsir uggandi yfir framtíð Iðnó Iðnó er enn lokað eftir upp komst að staðurinn væri rekinn án rekstrarleyfis. Lista- og menningarfólk sem hefur verið viðriðið Iðnó í fleiri ár hefur lýst áhyggjum sínum við Fréttablaðið yfir ástandinu í Iðnó. 14. júní 2018 08:00 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Fleiri fréttir Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram eftir degi Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Sjá meira
Iðnó hefur fengið rekstrarleyfi og opnað dyrnar á ný. René Boonekamp rekstraraðili er hæstánægður með að loks sé búið að leysa úr málum, en Iðnó neyddist til að skella í lás og hefur ekki getað tekið á móti viðburðum frá því að rekstrarleyfi var synjað í lok maí. „Þetta er búið að vera erfitt tímabil fyrir alla sem að málinu koma og við höfum öll unnið hörðum höndum við að koma þessu í lag. Luktar dyr er það versta sem getur komið fyrir svona perlu eins og Iðnó er,“ segir Boonekamp. „Þetta hefur sérstaklega bitnað á þeim sem voru með bókaða viðburði hér í húsi og hafa þurft að færa sig annað. Okkar frábæru nágrannar í Tjarnarbíói hafa verið þeim haukur í horni. En þetta er mikill léttir.“ Ástæðuna fyrir lokun Iðnó segir René vera þá að innra skipulag í húsinu hafi ekki uppfyllt byggingarreglugerðir. Því var fengið bráðabirgðaleyfi sem rann síðan út í byrjun árs. Á meðan umsóknin fyrir rekstrarleyfi var á flökti í kerfinu skapaðist óvissa sem endaði með synjun sem varð til þess að þurfti að loka. „Nú hafa þessi skilyrði verið uppfyllt og við höfum opnað á ný,“ segir René. „Þessi fallega bygging er listaverk út af fyrir sig. Hún hefur skipt um andlit nokkrum sinnum yfir sitt lífsskeið, en mun alltaf viðhalda ímynd sinni, líkt og hjá okkur. Við sjáum Iðnó sem nokkurs konar fjölmenningarsetur og viljum hafa gott jafnvægi milli einkasamkvæma og annarra samkvæma. Við hlökkum til að taka á móti fólki með frábærar hugmyndir og drauma og hjálpa þeim að vakna til lífsins í Iðnó.“
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Óánægja með nýjan bar í friðlýstu húsi Iðnó Breyting hefur verið gerð á innra skipulagi Iðnó sem fellur ekki í kramið hjá Minjastofnun og arkitekt. „Þetta er á mjög gráu svæði,“ segir arkitektinn. Skellt var í lás í Iðnó eftir að í ljós kom að starfsemi þar hefði ekki rekstrarleyfi. 5. júní 2018 08:00 Þurftu að bregðast skjótt við eftir að löggan skellti í lás í Iðnó Allt á misskilningi byggt segir rekstrarstjórinn sem fengið hefur leyfi til veitingahalds á ný. 25. maí 2018 14:36 Reka Iðnó án rekstrarleyfis Iðnó í Reykjavík er rekið án rekstrarleyfis samkvæmt sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. 31. maí 2018 06:00 Ýmsir uggandi yfir framtíð Iðnó Iðnó er enn lokað eftir upp komst að staðurinn væri rekinn án rekstrarleyfis. Lista- og menningarfólk sem hefur verið viðriðið Iðnó í fleiri ár hefur lýst áhyggjum sínum við Fréttablaðið yfir ástandinu í Iðnó. 14. júní 2018 08:00 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Fleiri fréttir Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram eftir degi Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Sjá meira
Óánægja með nýjan bar í friðlýstu húsi Iðnó Breyting hefur verið gerð á innra skipulagi Iðnó sem fellur ekki í kramið hjá Minjastofnun og arkitekt. „Þetta er á mjög gráu svæði,“ segir arkitektinn. Skellt var í lás í Iðnó eftir að í ljós kom að starfsemi þar hefði ekki rekstrarleyfi. 5. júní 2018 08:00
Þurftu að bregðast skjótt við eftir að löggan skellti í lás í Iðnó Allt á misskilningi byggt segir rekstrarstjórinn sem fengið hefur leyfi til veitingahalds á ný. 25. maí 2018 14:36
Reka Iðnó án rekstrarleyfis Iðnó í Reykjavík er rekið án rekstrarleyfis samkvæmt sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. 31. maí 2018 06:00
Ýmsir uggandi yfir framtíð Iðnó Iðnó er enn lokað eftir upp komst að staðurinn væri rekinn án rekstrarleyfis. Lista- og menningarfólk sem hefur verið viðriðið Iðnó í fleiri ár hefur lýst áhyggjum sínum við Fréttablaðið yfir ástandinu í Iðnó. 14. júní 2018 08:00