Það er áhugavert að rýna í tölfræðina eftir leik Íslands og Nígeríu í gær en hún sýnir meðal annars að ekkert vantaði upp á vinnuframlag íslenska liðsins frekar en venjulega.
Þrátt fyrir mikinn hita, og á stundum hægan leik, þá hlupu strákarnir okkar mikið eða 106 kílómetra. Nígería endaði leikinn með slétta 100. Strákarnir hlupu kílómetra meira en í leiknum gegn Argentínu. Argentínumenn hlupu þá 101 kílómetra.
Okkar menn eru alla jafna ekki mikið með boltann en í gær var liðið með boltann 42 prósent af leiktímanum. Bæting um 14 prósent frá leiknum gegn Argentínu.
Nígería vann skotkeppnina 16-10 þó svo liðið hafi ekki átt eina marktilraun allan fyrri hálfleikinn. Í skotum sem hittu markið fóru leikar 4-3 fyrir Nígeríu. Það vantaði nefnilega ekki að okkar menn fengu færin í leiknum en því miður var það stöngin út að þessu sinni.
Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
Strákarnir okkar hlupu sex kílómetrum meira en Nígería

Tengdar fréttir

Rússneska mínútan: Leikurinn greindur á flugvellinum
Henry Birgir og Tómas Þór fóru yfir tapið gegn Nígeríu á flugvellinum í Volgograd í kvöld.

HM í dag: Himnarnir gráta með strákunum okkar í Kabardinka
Gærdagurinn var erfiður fyrir strákana okkar sem og íslensku þjóðina. Sárt tap gegn Nígeríu sem þýðir að örlög íslenska liðsins á HM eru ekki lengur í þeirra höndum.

Twitter eftir leik: „Vörusvik að vera í 48 stiga hita, af hverju vorum við ekki í Síberíu?“
Ísland tapaði 2-0 fyrir Nígeríu í öðrum leik liðsins á HM í fótbolta í dag. Eftir að íslenska liðið var ívið sterkara í fyrri hálfleik gerði hitinn út um strákana og þeir voru á afturfætinum það sem eftir var.