Geggjuð taktísk breyting ef Ísland hefði skorað á undan Tómas Þór Þórðarson í Kabardinka skrifar 23. júní 2018 11:00 Heimir Hallgrímsson er búinn að horfa á leikinn tvisvar sinnum aftur. vísir/vilhelm „Maður er bara þreyttur en ég sofnaði vel. Við borðuðum þegar að við lentum og flestir fóru bara beint í háttinn,“ segir Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari í fótbolta, um gærkvöldið hjá strákunum en þeir flugu beint til Kabardinka eftir 2-0 tapið á móti Nígeríu. Heimir seinkaði æfingunni í dag um eina klukkustund til að gefa mönnum aðeins meiri hvíld. Sjálfur hefur hann haft nóg að gera eins og að horfa á leikinn aftur. „Ég er búinn að horfa á hann nánast tvisvar sinnum og eins og alltaf þegar að maður horfir á tapleik er upplifunin betri þannig en þegar að maður horfir á leikinn á vellinum,“ segir Heimir.Ahmed Musa skorar annað mark Nígeríu.vísir/vilhelmFljótari en við „Þetta var kaflaskiptur leikur. Fyrri hálfleikurinn var góður. Við fórum inn með það plan að þeir myndu opna sig þegar að það liði á leikinn en svo ná þeir þessu marki við upphaf fyrri hálfleiks og það breytir leikmyndinni. Þá þurftum við að koma framar á völlinn og spila leikinn upp í hendurnar á Nígeríu.“ Nígeríumenn máttu eiginlega ekki komast í stöðuna 1-0 því það voru þeir sem voru í leit að marki. Þegar að það kom gat nígeríska liðið spilað eins og það vildi. „Þeirra styrkleiki eru skyndisóknir og þar með gátu þeir spilað upp á sinn styrkleika. Það var vont fyrir okkur. Þegar að við leggjum saman þessi lið hlið við hlið þá eru þeir fljótari en við að hlaupa. Aðstæður hentuðu þeim líka betur,“ segir Heimir.Gylfi Þór Sigurðsson fékk besta tækifæri íslenska liðsins í leiknum þegar hann klúðraði vítaspyrnu.Vísir/GettyStundum og stundum ekki Eyjamaðurinn skipti í 4-4-2 í gær og hefur fengið bágt fyrir sumstaðar eftir að svo vel gekk í 4-4-1-1 eða 4-5-1 á móti Argentínu. Hann bendir á að 4-4-2 hefur oft reynst íslenska liðinu vel og sér ekki eftir breytingunni. „Þegar að þú tapar leik hugsa maður hvað hefði mátt gera öðruvísi. Ef við hefðum skorað fyrsta markið hefði þetta verið geggjuð taktísk breyting. Stundum gengur það upp og stundum ekki. Það er þannig í lífinu að þú verður að taka ákvarðanir og þessi leikaðferð hefur hentað okkur mjög vel oft áður. Þetta gekk ekki í gær og þannig er bara lífið,“ segir Heimir Hallgrímsson.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Nígerískir rapparar gerðu grín að Hannesi og Heimi Rappararnir Natural Born Spitta og Chapter II fóru á kostum í uppgjöri á leiknum í gær. 23. júní 2018 09:28 Króatar hvíla stjörnur sem eru á barmi leikbanns á móti Íslandi Íslenska liðið kemst hjá því að mæta allavega einum ef ekki tveimur af bestu miðjumönnum heims. 23. júní 2018 10:00 Heimir: Sögðum við Ragga að hann héti Pelé Ragnar Sigurðsson svaf vel en man ekki neitt eftir leiknum. 23. júní 2018 09:16 Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Mæssi slær enn annað metið Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira
„Maður er bara þreyttur en ég sofnaði vel. Við borðuðum þegar að við lentum og flestir fóru bara beint í háttinn,“ segir Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari í fótbolta, um gærkvöldið hjá strákunum en þeir flugu beint til Kabardinka eftir 2-0 tapið á móti Nígeríu. Heimir seinkaði æfingunni í dag um eina klukkustund til að gefa mönnum aðeins meiri hvíld. Sjálfur hefur hann haft nóg að gera eins og að horfa á leikinn aftur. „Ég er búinn að horfa á hann nánast tvisvar sinnum og eins og alltaf þegar að maður horfir á tapleik er upplifunin betri þannig en þegar að maður horfir á leikinn á vellinum,“ segir Heimir.Ahmed Musa skorar annað mark Nígeríu.vísir/vilhelmFljótari en við „Þetta var kaflaskiptur leikur. Fyrri hálfleikurinn var góður. Við fórum inn með það plan að þeir myndu opna sig þegar að það liði á leikinn en svo ná þeir þessu marki við upphaf fyrri hálfleiks og það breytir leikmyndinni. Þá þurftum við að koma framar á völlinn og spila leikinn upp í hendurnar á Nígeríu.“ Nígeríumenn máttu eiginlega ekki komast í stöðuna 1-0 því það voru þeir sem voru í leit að marki. Þegar að það kom gat nígeríska liðið spilað eins og það vildi. „Þeirra styrkleiki eru skyndisóknir og þar með gátu þeir spilað upp á sinn styrkleika. Það var vont fyrir okkur. Þegar að við leggjum saman þessi lið hlið við hlið þá eru þeir fljótari en við að hlaupa. Aðstæður hentuðu þeim líka betur,“ segir Heimir.Gylfi Þór Sigurðsson fékk besta tækifæri íslenska liðsins í leiknum þegar hann klúðraði vítaspyrnu.Vísir/GettyStundum og stundum ekki Eyjamaðurinn skipti í 4-4-2 í gær og hefur fengið bágt fyrir sumstaðar eftir að svo vel gekk í 4-4-1-1 eða 4-5-1 á móti Argentínu. Hann bendir á að 4-4-2 hefur oft reynst íslenska liðinu vel og sér ekki eftir breytingunni. „Þegar að þú tapar leik hugsa maður hvað hefði mátt gera öðruvísi. Ef við hefðum skorað fyrsta markið hefði þetta verið geggjuð taktísk breyting. Stundum gengur það upp og stundum ekki. Það er þannig í lífinu að þú verður að taka ákvarðanir og þessi leikaðferð hefur hentað okkur mjög vel oft áður. Þetta gekk ekki í gær og þannig er bara lífið,“ segir Heimir Hallgrímsson.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Nígerískir rapparar gerðu grín að Hannesi og Heimi Rappararnir Natural Born Spitta og Chapter II fóru á kostum í uppgjöri á leiknum í gær. 23. júní 2018 09:28 Króatar hvíla stjörnur sem eru á barmi leikbanns á móti Íslandi Íslenska liðið kemst hjá því að mæta allavega einum ef ekki tveimur af bestu miðjumönnum heims. 23. júní 2018 10:00 Heimir: Sögðum við Ragga að hann héti Pelé Ragnar Sigurðsson svaf vel en man ekki neitt eftir leiknum. 23. júní 2018 09:16 Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Mæssi slær enn annað metið Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira
Nígerískir rapparar gerðu grín að Hannesi og Heimi Rappararnir Natural Born Spitta og Chapter II fóru á kostum í uppgjöri á leiknum í gær. 23. júní 2018 09:28
Króatar hvíla stjörnur sem eru á barmi leikbanns á móti Íslandi Íslenska liðið kemst hjá því að mæta allavega einum ef ekki tveimur af bestu miðjumönnum heims. 23. júní 2018 10:00
Heimir: Sögðum við Ragga að hann héti Pelé Ragnar Sigurðsson svaf vel en man ekki neitt eftir leiknum. 23. júní 2018 09:16