Auk þess að fá skrámur á höfði og hné slasaðist Pétur á fingri.
„Vonir eru bundnar við að Pétur komi aftur til starfa á meðan á þátttöku Íslands stendur,“ segir í færslu frá KSÍ á Twitter. Ekki kemur fram hvort einhver komi í staðinn fyrir Pétur.
Síðasti leikur Íslands í riðlakeppni HM verður á þriðjudaginn í Rostov við Don. Með sigri á Ísland von á að komast upp úr riðlinum en þá verða úrslitin í viðureign Nígeríu og Argentínu að vera hagstæð eins og fjallað hefur verið um.
Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
Breyting á starfsliði landsliðsins á HM. Sjúkraþjálfarinn Pétur Örn Gunnarsson hélt í dag til Íslands, þar sem hann fer í aðgerð vegna meiðsla á hönd sem hann varð fyrir eftir hjólreiðaslys. Vonir eru bundnar við að Pétur komi aftur til starfa á meðan á þátttöku Íslands stendur.
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) June 23, 2018