Sálfræðingur hefur áhyggjur af fjölgun ungra barna með tölvufíkn: Dæmi eru um að börn hóti að svipta sig lífi verði tölvur teknar af þeim Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 23. júní 2018 19:15 Þorsteinn Kristján Jóhannsson er óvirkur tölvufíkill. Hann missti öll tök á tölvunotkun fyrir þrjátíu árum síðan. „Í mínu tilfelli byrjaði þetta á Pacman spilakössum. Fíknin var farin að hafa áhrif á námið mitt og ég rétt náði að útskrifast úr grunnskóla. Ég þurfti að flytja aftur heim til foreldra minna, ólærður, stórskuldugur og líkaminn alveg í hönk,“ segir Þorsteinn. Hann hefur náð tökum á fíkninni. Í dag heldur hann fyrirlestra í skólum um tölvufíkn en hann segir forvarnir mikilvægastar. Eyjólfur Örn Jónsson, sálfræðingur segir einkennin fljótt verða alvarleg. „Jafnvel í einhverjum tilfellum sofna börn fram af lyklaborðinu, fara ekki úr tölvustólnum nema þau séu rifin í burtu. Þau gera þarfir sínar í flöskur eða kassa. Þrífa sig aldrei og eiga ekki samskipti við einn né neinn. Í alvarlegustu tilfellunum erum við með einstaklinga sem eru orðnir öryrkjar og sitja öllum stundum inni í herberginu sínu. Hafa jafnvel ekki talað við einstaklinga fyrir utan þá í kerfinu í einverjum tilfellum í meira en ár,“ segir Eyjólfur. Sjálfur hefur hann þjónustað um 3.000 skjólstæðinga. Hann segir aðsóknina aukast hratt, en um 90% sjúklinga hans koma vegna tölufíknar. „Fyrir rúmlega ári sáum við fyrst aukningu meðal yngri krakka. Þá erum við að fá til okkar börn niður í átta ára gömul sem hafa misst áhuga á öllu nema tölvuleikjum. Þau neita að mæta í skólann og taka þátt í daglegum athöfnum, til að geta verið heima í tölvunni,“ segir Eyjólfur. Hann segir að í flestum tilfellum séu það aðstandendur sem leiti hjálpar, en flestir séu þá orðnir langþreyttir. „Þegar vandamál er orðið mjög stórt eru foreldrar þreyttir. Oft búnir að takast á við mjög erfiðar kringumstæður. Erfiðar heimilisaðstæður þar sem barnið þeirra hótar að taka eigið líf í hvert skipti sem foreldrið reynir að fá það úr tölvunni. Barnið öskrar, gargar og brýtur húsgögn þegar foreldrið reynir að ná til þess,“ segir Eyjólfur að lokum. Börn og uppeldi Tengdar fréttir Viðurkenna tölvuleikjafíkn sem geðsjúkdóm Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur viðurkennt tölvuleikjafíkn sem geðsjúkdóm. 20. júní 2018 06:00 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Fleiri fréttir Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Sjá meira
Þorsteinn Kristján Jóhannsson er óvirkur tölvufíkill. Hann missti öll tök á tölvunotkun fyrir þrjátíu árum síðan. „Í mínu tilfelli byrjaði þetta á Pacman spilakössum. Fíknin var farin að hafa áhrif á námið mitt og ég rétt náði að útskrifast úr grunnskóla. Ég þurfti að flytja aftur heim til foreldra minna, ólærður, stórskuldugur og líkaminn alveg í hönk,“ segir Þorsteinn. Hann hefur náð tökum á fíkninni. Í dag heldur hann fyrirlestra í skólum um tölvufíkn en hann segir forvarnir mikilvægastar. Eyjólfur Örn Jónsson, sálfræðingur segir einkennin fljótt verða alvarleg. „Jafnvel í einhverjum tilfellum sofna börn fram af lyklaborðinu, fara ekki úr tölvustólnum nema þau séu rifin í burtu. Þau gera þarfir sínar í flöskur eða kassa. Þrífa sig aldrei og eiga ekki samskipti við einn né neinn. Í alvarlegustu tilfellunum erum við með einstaklinga sem eru orðnir öryrkjar og sitja öllum stundum inni í herberginu sínu. Hafa jafnvel ekki talað við einstaklinga fyrir utan þá í kerfinu í einverjum tilfellum í meira en ár,“ segir Eyjólfur. Sjálfur hefur hann þjónustað um 3.000 skjólstæðinga. Hann segir aðsóknina aukast hratt, en um 90% sjúklinga hans koma vegna tölufíknar. „Fyrir rúmlega ári sáum við fyrst aukningu meðal yngri krakka. Þá erum við að fá til okkar börn niður í átta ára gömul sem hafa misst áhuga á öllu nema tölvuleikjum. Þau neita að mæta í skólann og taka þátt í daglegum athöfnum, til að geta verið heima í tölvunni,“ segir Eyjólfur. Hann segir að í flestum tilfellum séu það aðstandendur sem leiti hjálpar, en flestir séu þá orðnir langþreyttir. „Þegar vandamál er orðið mjög stórt eru foreldrar þreyttir. Oft búnir að takast á við mjög erfiðar kringumstæður. Erfiðar heimilisaðstæður þar sem barnið þeirra hótar að taka eigið líf í hvert skipti sem foreldrið reynir að fá það úr tölvunni. Barnið öskrar, gargar og brýtur húsgögn þegar foreldrið reynir að ná til þess,“ segir Eyjólfur að lokum.
Börn og uppeldi Tengdar fréttir Viðurkenna tölvuleikjafíkn sem geðsjúkdóm Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur viðurkennt tölvuleikjafíkn sem geðsjúkdóm. 20. júní 2018 06:00 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Fleiri fréttir Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Sjá meira
Viðurkenna tölvuleikjafíkn sem geðsjúkdóm Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur viðurkennt tölvuleikjafíkn sem geðsjúkdóm. 20. júní 2018 06:00