Samskiptaleysi olli því að vélin reyndist of þung Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 24. júní 2018 12:14 Þyrla Landhelgisgæslunnar á slysstað í Barkárdal árið 2015 Vísir/Völundur Jónsson Í gær fjallaði Vísir um nýútgefna skýrslu um flugslysið í Barkárdal árið 2015. Tveir flugmenn, Arngrímur Jóhannsson og hinn kanadíski Arthur Grant Wagstaff stýrðu vélinni. Ætlunin var að fljúga frá Íslandi til Bandaríkjanna með nokkrum stoppum. Í skýrslunni kemur fram að þegar vélin fór í loftið var hún 250 kílóum yfir leyfilega þyngd hennar. Þá var auka eldsneytistanki komið fyrir í farþegasæti um borð og skráður sem flutningsfarmur. „Niðurstaða nefndarinnar er að flugvélin hafi verið töluvert of hlaðin, það er eitt af meginþáttunum þess að slysið á sér stað. Ofhleðsla vélarinnar veldur talsverðri skerðingu á afkastagetu hennar,“ segir Ragnar Guðmundsson, rannsakandi á flugsviði rannsóknarnefndar samgönguslysa.Hver ber ábyrgð á ofhleðslu vélarinnar? „Það er ávallt þannig að sá flugmaður sem er skráður fyrir fluginu ber lokaábyrgð á því að vélin sé rétt hlaðin,“ segir Ragnar. Veðurskilyrði voru slæm og var tekin sú skyndiákvörðun að fljúga inn í þröngan Barkárdal. Erfitt reyndist að stýra vélinni vegna ofþyngdar og brotlenti hún um þremur korterum eftir flugtak. Eldur kom þá upp í vélinni. Reyndi þá Arthur að opna hægri hurð flugvélarinnar, sem reyndist föst. Ætlaði hann að opna farþegahurðina en í vegi fyrir henni var umræddur eldsneytistankur. Tókst honum því ekki að komast úr vélinni. Arngrímur kom hins vegar auga á sprungu í rúðu á hurðinni. Honum tókst að skalla rúðuna með höfðinu, þar til hún brotnaði vil illan leik. Honum tókst þá að skríða út vélinni. En rétt eftir að hann komst út urðu sprengingar í vélinni. „Samskipti milli flugmanna var ábótavant. Þeir ræða ekki sín á milli um framkvæmd. Þeir ræddu ekki sín á milli hve mikið eldsneyti var sett á vélina. Það er ein af ástæðum þess að vélin var svona ofhlaðin,“ segir Ragnar. Flugslys í Barkárdal Hörgársveit Samgöngur Tengdar fréttir Þurfti að brjóta rúðu með höfðinu til að bjarga sér úr brennandi flaki flugvélar Flugmaður lítillar De Havilland Beaver flugvélar sem brotlenti í Barkárdal fyrir þremur árum, þurfti að brjóta rúðu með höfðinu til að komast lífs af úr flakinu. Rannsóknarnefnd flugslysa hefur úrskurðað að vélin var ofhlaðin þegar slysið átti sér stað. 23. júní 2018 18:15 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Fleiri fréttir Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Sjá meira
Í gær fjallaði Vísir um nýútgefna skýrslu um flugslysið í Barkárdal árið 2015. Tveir flugmenn, Arngrímur Jóhannsson og hinn kanadíski Arthur Grant Wagstaff stýrðu vélinni. Ætlunin var að fljúga frá Íslandi til Bandaríkjanna með nokkrum stoppum. Í skýrslunni kemur fram að þegar vélin fór í loftið var hún 250 kílóum yfir leyfilega þyngd hennar. Þá var auka eldsneytistanki komið fyrir í farþegasæti um borð og skráður sem flutningsfarmur. „Niðurstaða nefndarinnar er að flugvélin hafi verið töluvert of hlaðin, það er eitt af meginþáttunum þess að slysið á sér stað. Ofhleðsla vélarinnar veldur talsverðri skerðingu á afkastagetu hennar,“ segir Ragnar Guðmundsson, rannsakandi á flugsviði rannsóknarnefndar samgönguslysa.Hver ber ábyrgð á ofhleðslu vélarinnar? „Það er ávallt þannig að sá flugmaður sem er skráður fyrir fluginu ber lokaábyrgð á því að vélin sé rétt hlaðin,“ segir Ragnar. Veðurskilyrði voru slæm og var tekin sú skyndiákvörðun að fljúga inn í þröngan Barkárdal. Erfitt reyndist að stýra vélinni vegna ofþyngdar og brotlenti hún um þremur korterum eftir flugtak. Eldur kom þá upp í vélinni. Reyndi þá Arthur að opna hægri hurð flugvélarinnar, sem reyndist föst. Ætlaði hann að opna farþegahurðina en í vegi fyrir henni var umræddur eldsneytistankur. Tókst honum því ekki að komast úr vélinni. Arngrímur kom hins vegar auga á sprungu í rúðu á hurðinni. Honum tókst að skalla rúðuna með höfðinu, þar til hún brotnaði vil illan leik. Honum tókst þá að skríða út vélinni. En rétt eftir að hann komst út urðu sprengingar í vélinni. „Samskipti milli flugmanna var ábótavant. Þeir ræða ekki sín á milli um framkvæmd. Þeir ræddu ekki sín á milli hve mikið eldsneyti var sett á vélina. Það er ein af ástæðum þess að vélin var svona ofhlaðin,“ segir Ragnar.
Flugslys í Barkárdal Hörgársveit Samgöngur Tengdar fréttir Þurfti að brjóta rúðu með höfðinu til að bjarga sér úr brennandi flaki flugvélar Flugmaður lítillar De Havilland Beaver flugvélar sem brotlenti í Barkárdal fyrir þremur árum, þurfti að brjóta rúðu með höfðinu til að komast lífs af úr flakinu. Rannsóknarnefnd flugslysa hefur úrskurðað að vélin var ofhlaðin þegar slysið átti sér stað. 23. júní 2018 18:15 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Fleiri fréttir Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Sjá meira
Þurfti að brjóta rúðu með höfðinu til að bjarga sér úr brennandi flaki flugvélar Flugmaður lítillar De Havilland Beaver flugvélar sem brotlenti í Barkárdal fyrir þremur árum, þurfti að brjóta rúðu með höfðinu til að komast lífs af úr flakinu. Rannsóknarnefnd flugslysa hefur úrskurðað að vélin var ofhlaðin þegar slysið átti sér stað. 23. júní 2018 18:15