Stóðhesturinn Arion í heimsókn í heilsuleikskólanum Kór Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 24. júní 2018 21:47 Það var mikil spenna á heilsuleikskólanum Kór í Kópavogi í vikunni þegar eitt leikskólabarnið, Dagmar sem er tveggja ára, kom með stóðhestinn Arion frá Eystra-Fróðholti í heimsókn í leikskólann með aðstoð mömmu sinnar. Börnin fengu að klappa Arioni og Dagmar fór á bak fyrir þau. Komið var með Arion á hestakerru í leikskólann en fyrri innan girðinguna biðu spennt leikskólabörn. Daníel Jónsson, hestamaður og Lóa Dagmar Smáradóttir sjá um Arion sem er 11 vetra stóðhestur og einn hæst dæmdi hestur heims.Eftir að Daníel Jónsson hefur þjálfað Arion á daginn tekur Dagmar við honum klukkan 16:00 og nýtur þess að vera með honum fram á kvöld.Vísir/Magnús Hlynur HreiðarssonDóttir þeirra, Dagmar sem er tveggja ára og er í leikskólanum Kór hefur tekið ástfóstri við Arion. Hún fer á bak á honum eins og ekkert sé, teymir hann um og leikur sér í kringum hestinn. „Á morgnanna þjálfar Daníel hann en eftir klukkan fjögur á daginn breytist hann í barnahest og sinnir henni. Hann stendur sig vel í því. Arion er svakalega geðgóður og gaman að sjá hvað hann breytist í kringum Dagmar, hann verður var um sig og það er eins og hann sé að passa upp á hana, það er mjög dýrmætt að sjá það“, segir Lóa Dagmar, móðir Dagmarar. Lóa segir að Arion skynji það örugglega að barn sé á ferðinni þegar Dagmar er í kringum hann því hann breytist í viljugan og kraftmikinn hest undir fullorðnum knapa. Arion mun keppa í A-flokki á landsmóti hestamanna í Reykjavík sem hefst um mánaðamótin en hann er efstur inn af þeim hestum sem keppa í þeim flokki. Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent „Nú er nóg komið“ Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent Fleiri fréttir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjá meira
Það var mikil spenna á heilsuleikskólanum Kór í Kópavogi í vikunni þegar eitt leikskólabarnið, Dagmar sem er tveggja ára, kom með stóðhestinn Arion frá Eystra-Fróðholti í heimsókn í leikskólann með aðstoð mömmu sinnar. Börnin fengu að klappa Arioni og Dagmar fór á bak fyrir þau. Komið var með Arion á hestakerru í leikskólann en fyrri innan girðinguna biðu spennt leikskólabörn. Daníel Jónsson, hestamaður og Lóa Dagmar Smáradóttir sjá um Arion sem er 11 vetra stóðhestur og einn hæst dæmdi hestur heims.Eftir að Daníel Jónsson hefur þjálfað Arion á daginn tekur Dagmar við honum klukkan 16:00 og nýtur þess að vera með honum fram á kvöld.Vísir/Magnús Hlynur HreiðarssonDóttir þeirra, Dagmar sem er tveggja ára og er í leikskólanum Kór hefur tekið ástfóstri við Arion. Hún fer á bak á honum eins og ekkert sé, teymir hann um og leikur sér í kringum hestinn. „Á morgnanna þjálfar Daníel hann en eftir klukkan fjögur á daginn breytist hann í barnahest og sinnir henni. Hann stendur sig vel í því. Arion er svakalega geðgóður og gaman að sjá hvað hann breytist í kringum Dagmar, hann verður var um sig og það er eins og hann sé að passa upp á hana, það er mjög dýrmætt að sjá það“, segir Lóa Dagmar, móðir Dagmarar. Lóa segir að Arion skynji það örugglega að barn sé á ferðinni þegar Dagmar er í kringum hann því hann breytist í viljugan og kraftmikinn hest undir fullorðnum knapa. Arion mun keppa í A-flokki á landsmóti hestamanna í Reykjavík sem hefst um mánaðamótin en hann er efstur inn af þeim hestum sem keppa í þeim flokki.
Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent „Nú er nóg komið“ Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent Fleiri fréttir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjá meira
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent