Háttvísistig gætu komið Íslandi áfram í 16 liða úrslit HM Hjörvar Ólafsson skrifar 25. júní 2018 08:00 Heimir þarf að passa upp á gulu spjöldin. vísir/vilhelm Íslenskir knattspyrnuáhugamenn notuðu helgina til þess að sleikja sárin eftir svekkjandi tap íslenska liðsins gegn Nígeríu í annarri umferð í D-riðli heimsmeistaramótsins í knattspyrnu karla á föstudaginn var. Eftir að sárið hefur verið sleikt er leitað til stærðfræðiheila þjóðarinnar til þess að fara yfir það hvaða úrslit í lokaumferðinni duga til þess að koma liðinu áfram í 16 liða úrslitin. Króatía er með fullt hús stiga eftir tvær umferðir og hefur nú þegar tryggt sér farseðilinn í 16 liða úrslitin og þar af leiðandi er aðeins eitt sæti laust úr D-riðlinum í útsláttarkeppnina. Nígería stendur best að vígi fyrir lokaumferðina, en liðið hefur þrjú stig á meðan Ísland og Argentína hafa eitt stig hvort lið. Þar með er ljóst að Íslendingar þurfa að senda leikmönnum Argentínu hugheilar kveðjur á meðan leikur liðsins gegn Nígeríu stendur yfir. Verði lið jöfn að stigum er fyrst litið til þess hvort liðið er með betri markatölu, þar á eftir hvort liðið hefur skorað meira í öllum leikjum sínum í riðlakeppninni og að lokum hvort liðið hefur fleiri háttvísistig í leikjum sínum í riðlakeppninni. Því gæti það farið svo að Ísland fari áfram á kostnað Argentínu vegna færri gulra og rauðra spjalda. Íslenska liðið stendur vel að vígi eins og sakir standa hvað háttvísi varðar, en liðið hefur hvorki verið áminnt né vísað af velli með rauðu spjaldi til þessa á mótinu. Argentína er aftur á móti með þrjú gul spjöld á bakinu. Ísland þarf sigur gegn Króatíu til þess að eygja möguleika á að komast áfram í 16 liða úrslitin. Ef Nígería fer með sigur af hólmi gegn Argentínu eru vonir íslenska liðsins um áframhaldandi þátttöku á mótinu úr sögunni. Lykti leik Nígeríu og Argentínu með jafntefli og Ísland ber sigur úr býtum gegn Króatíu þarf íslenska liðið að hafa betri markatölu en Nígería eða jafna markatölu og hafa skorað meira í riðlakeppninni til þess að komast upp úr riðlinum. Nígería er með jafna markatölu fyrir lokaumferðina, en Ísland með tvö mörk í mínus og Argentína þrjú mörk í mínus. Ísland þarf því að vinna Króatíu með tveggja marka mun eða meira til þess að komast áfram á kostnað Nígeríu með sigri í sínum leik og jafntefli í leik Nígeríu og Argentínu. Þá þarf Ísland þar að auki að vera annaðhvort með betri markatölu en Nígería eða að markatala Íslands og Nígeríu sé jöfn og íslenska liðið hafi skorað fleiri mörk en Nígería í riðlinum. Beri Argentína sigur úr býtum gegn Nígeríu og Ísland nær að leggja Króatíu að velli verða liðin jöfn að stigum og með jafna stöðu í innbyrðisviðureign sinni. Þá mun markatala, fleiri mörk skoruð eða háttvísistig ráða úrslitum um það hvort liðið fer áfram. Ísland á eitt mark á Argentínu og þarf því að treysta á að Argentína vinni ekki meira en einu marki stærri sigur en íslenska liðið til þess að komast áfram. Fari svo að Ísland vinni Króatíu og Argentína beri sigurorð af Nígeríu og markatala íslenska liðsins og þess argentínska verði hnífjöfn, það er að bæði lið hafi skorað jafn mörg mörk og fengið jafn mörg mörk á sig kemur til háttvísistiga til þess að skera úr um það hvort liðið verður ofar í riðlinum. Verði staðan jöfn þegar kemur að háttvísistigum ræður hlutkesti röð liðanna í riðlinum. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Þurfum að spila mjög vel til þess að eiga möguleika á sigri Kári Árnason og félagar í íslenska landsliðinu eru meðvitaðir um styrkleika Króata, næstu andstæðinga Íslendinga á HM. 25. júní 2018 07:30 Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sjá meira
Íslenskir knattspyrnuáhugamenn notuðu helgina til þess að sleikja sárin eftir svekkjandi tap íslenska liðsins gegn Nígeríu í annarri umferð í D-riðli heimsmeistaramótsins í knattspyrnu karla á föstudaginn var. Eftir að sárið hefur verið sleikt er leitað til stærðfræðiheila þjóðarinnar til þess að fara yfir það hvaða úrslit í lokaumferðinni duga til þess að koma liðinu áfram í 16 liða úrslitin. Króatía er með fullt hús stiga eftir tvær umferðir og hefur nú þegar tryggt sér farseðilinn í 16 liða úrslitin og þar af leiðandi er aðeins eitt sæti laust úr D-riðlinum í útsláttarkeppnina. Nígería stendur best að vígi fyrir lokaumferðina, en liðið hefur þrjú stig á meðan Ísland og Argentína hafa eitt stig hvort lið. Þar með er ljóst að Íslendingar þurfa að senda leikmönnum Argentínu hugheilar kveðjur á meðan leikur liðsins gegn Nígeríu stendur yfir. Verði lið jöfn að stigum er fyrst litið til þess hvort liðið er með betri markatölu, þar á eftir hvort liðið hefur skorað meira í öllum leikjum sínum í riðlakeppninni og að lokum hvort liðið hefur fleiri háttvísistig í leikjum sínum í riðlakeppninni. Því gæti það farið svo að Ísland fari áfram á kostnað Argentínu vegna færri gulra og rauðra spjalda. Íslenska liðið stendur vel að vígi eins og sakir standa hvað háttvísi varðar, en liðið hefur hvorki verið áminnt né vísað af velli með rauðu spjaldi til þessa á mótinu. Argentína er aftur á móti með þrjú gul spjöld á bakinu. Ísland þarf sigur gegn Króatíu til þess að eygja möguleika á að komast áfram í 16 liða úrslitin. Ef Nígería fer með sigur af hólmi gegn Argentínu eru vonir íslenska liðsins um áframhaldandi þátttöku á mótinu úr sögunni. Lykti leik Nígeríu og Argentínu með jafntefli og Ísland ber sigur úr býtum gegn Króatíu þarf íslenska liðið að hafa betri markatölu en Nígería eða jafna markatölu og hafa skorað meira í riðlakeppninni til þess að komast upp úr riðlinum. Nígería er með jafna markatölu fyrir lokaumferðina, en Ísland með tvö mörk í mínus og Argentína þrjú mörk í mínus. Ísland þarf því að vinna Króatíu með tveggja marka mun eða meira til þess að komast áfram á kostnað Nígeríu með sigri í sínum leik og jafntefli í leik Nígeríu og Argentínu. Þá þarf Ísland þar að auki að vera annaðhvort með betri markatölu en Nígería eða að markatala Íslands og Nígeríu sé jöfn og íslenska liðið hafi skorað fleiri mörk en Nígería í riðlinum. Beri Argentína sigur úr býtum gegn Nígeríu og Ísland nær að leggja Króatíu að velli verða liðin jöfn að stigum og með jafna stöðu í innbyrðisviðureign sinni. Þá mun markatala, fleiri mörk skoruð eða háttvísistig ráða úrslitum um það hvort liðið fer áfram. Ísland á eitt mark á Argentínu og þarf því að treysta á að Argentína vinni ekki meira en einu marki stærri sigur en íslenska liðið til þess að komast áfram. Fari svo að Ísland vinni Króatíu og Argentína beri sigurorð af Nígeríu og markatala íslenska liðsins og þess argentínska verði hnífjöfn, það er að bæði lið hafi skorað jafn mörg mörk og fengið jafn mörg mörk á sig kemur til háttvísistiga til þess að skera úr um það hvort liðið verður ofar í riðlinum. Verði staðan jöfn þegar kemur að háttvísistigum ræður hlutkesti röð liðanna í riðlinum.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Þurfum að spila mjög vel til þess að eiga möguleika á sigri Kári Árnason og félagar í íslenska landsliðinu eru meðvitaðir um styrkleika Króata, næstu andstæðinga Íslendinga á HM. 25. júní 2018 07:30 Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sjá meira
Þurfum að spila mjög vel til þess að eiga möguleika á sigri Kári Árnason og félagar í íslenska landsliðinu eru meðvitaðir um styrkleika Króata, næstu andstæðinga Íslendinga á HM. 25. júní 2018 07:30