Tómas sagður á meðal þeirra sjö sem beri ábyrgð á vísindalegu misferli Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. júní 2018 15:22 Rektor Karólínska háskólasjúkrahússins segir að málið hafi haft alvarlegar afleiðingar fyrir fræðasamfélagið í heild. Vísir Tómas Guðbjartsson, yfirlæknir á Landsspítalanum, er einn af þeim sjö sem rektor Karólínska háskólasjúkrahússins hefur sagt ábyrga fyrir vísindalegu misferli í plastbarkamálinu svokallaða. Úrskurðurinn var birtur á vef Karolínska sjúkrahússins í dag. Peter Andréasson, fjölmiðlafulltrúi stofnunarinnar, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Málið má rekja til barkaígræðslna ítalska skurðlæknisins Paolo Macchiarini sem framkvæmdar voru á Karólínska sjúkrahúsinu í Svíþjóð. Hann framkvæmdi meðal annars plastbarkaígræðslu á Andemariam Beyene, Erítreumanni sem stundaði nám við Háskóla Íslands þegar hann greindist með krabbamein í hálsi. Beyene lést um tveimur og hálfu ári eftir aðgerðina en að meðferð Beyene komu tveir íslenskir læknar, Tómas Guðbjartsson og Óskar Einarsson.Tómas Guðbjartsson og Andamarian Beyene sumarið 2012.Vísir/VilhelmAð mati Ole Petter Ottersen, rektors Karolínska sjúkrahússins, eigi þrjátíu og einn höfundur sök í málinu fyrir framlag sitt til vísindagreinanna en þeir séu aftur á móti ekki ábyrgir fyrir vísindalegu misferli. Niðurstaða rannsóknarinnar bendir til alvarlegra ágalla í þeim upplýsingum sem voru lagðar fram. Þær hafi bæði verði ónákvæmar og villandi. Í vísindagreinum læknanna hefðu verið settar fram afbakaðar og falsaðar lýsingar á ástandi sjúklinganna fyrir og eftir aðgerð. Þá kemur það auk þess fram í rannsókninni að skortur hafi verið á læknisfræðilegum rökstuðningi fyrir því að láta sjúklinga gangast undir aðgerðina. Þessi úrskurður, sem er byggður á nýrri rannsókn á sex vísindagreinum, snýr við ákvörðun rektors frá árinu 2015. Ákveðið var að hefja rannsókn að nýju í febrúar 2016. Stofnunin krefst þess að sex fræðigreinar verði afturkallaðar hið fyrsta. „Þetta er niðurstaða sem byggð er á vandlegri rannsókn á máli sem hefur haft víðtækar afleiðingar fyrir Karolínska sjúkrahúsið, fræðasamfélagið í heild og þá hefur það einnig skert trú almennings á rannsóknir í læknavísindum. Þetta hefur þó sérstaklega haft skelfilegar afleiðingar fyrir sjúklingana sjálfa og aðstandendur þeirra og það harma ég. Karólínska sjúkrahúsið mun áfram gera ráðstafanir, sem eru nauðsynlegar, til að koma í veg fyrir að eitthvað þessu líkt geti komið fyrir aftur,“ segir Ole Petter Ottersen, rektor Karolínska sjúkrahússins. Heilbrigðismál Plastbarkamálið Tengdar fréttir Macchiarini hafnar því að hafa blekkt Tómas Paulo Macchiarini segir að ígræðsla plastbarka hafi ekki verið fyrsti kostur þegar ákveðið var að framkvæma aðgerð á Andemariam Beyene. 5. desember 2017 19:32 Telur meðhöfunda Macchiarini einnig bera ábyrgð Opinber siðanefnd í Svíþjóð hvetur fagtímarit til að draga sex greinar Paolo Macchiarini til baka. 31. október 2017 13:18 Bein útsending: Niðurstöður Plastbarkanefndarinnar kynntar Nefnd sérfræðinga sem skipuð var til þess að rannsaka aðkoma Háskóla Íslands og Landspítala og starfsmanna stofnananna að plastbarkamálinu svokallaða mun kynna niðurstöður sínar í Norræna húsinu klukkan 14 í dag. 6. nóvember 2017 13:30 Blekkingameistarinn Paolo Macchiarini Ferill ítalska skurðlæknisins Paolos Macchiarini innan og utan vinnustaða hans er ævintýrum líkastur. Plastbarkamisferli hans batt enda á það ævintýri. 11. nóvember 2017 13:30 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Blautt víðast hvar Veður Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira
Tómas Guðbjartsson, yfirlæknir á Landsspítalanum, er einn af þeim sjö sem rektor Karólínska háskólasjúkrahússins hefur sagt ábyrga fyrir vísindalegu misferli í plastbarkamálinu svokallaða. Úrskurðurinn var birtur á vef Karolínska sjúkrahússins í dag. Peter Andréasson, fjölmiðlafulltrúi stofnunarinnar, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Málið má rekja til barkaígræðslna ítalska skurðlæknisins Paolo Macchiarini sem framkvæmdar voru á Karólínska sjúkrahúsinu í Svíþjóð. Hann framkvæmdi meðal annars plastbarkaígræðslu á Andemariam Beyene, Erítreumanni sem stundaði nám við Háskóla Íslands þegar hann greindist með krabbamein í hálsi. Beyene lést um tveimur og hálfu ári eftir aðgerðina en að meðferð Beyene komu tveir íslenskir læknar, Tómas Guðbjartsson og Óskar Einarsson.Tómas Guðbjartsson og Andamarian Beyene sumarið 2012.Vísir/VilhelmAð mati Ole Petter Ottersen, rektors Karolínska sjúkrahússins, eigi þrjátíu og einn höfundur sök í málinu fyrir framlag sitt til vísindagreinanna en þeir séu aftur á móti ekki ábyrgir fyrir vísindalegu misferli. Niðurstaða rannsóknarinnar bendir til alvarlegra ágalla í þeim upplýsingum sem voru lagðar fram. Þær hafi bæði verði ónákvæmar og villandi. Í vísindagreinum læknanna hefðu verið settar fram afbakaðar og falsaðar lýsingar á ástandi sjúklinganna fyrir og eftir aðgerð. Þá kemur það auk þess fram í rannsókninni að skortur hafi verið á læknisfræðilegum rökstuðningi fyrir því að láta sjúklinga gangast undir aðgerðina. Þessi úrskurður, sem er byggður á nýrri rannsókn á sex vísindagreinum, snýr við ákvörðun rektors frá árinu 2015. Ákveðið var að hefja rannsókn að nýju í febrúar 2016. Stofnunin krefst þess að sex fræðigreinar verði afturkallaðar hið fyrsta. „Þetta er niðurstaða sem byggð er á vandlegri rannsókn á máli sem hefur haft víðtækar afleiðingar fyrir Karolínska sjúkrahúsið, fræðasamfélagið í heild og þá hefur það einnig skert trú almennings á rannsóknir í læknavísindum. Þetta hefur þó sérstaklega haft skelfilegar afleiðingar fyrir sjúklingana sjálfa og aðstandendur þeirra og það harma ég. Karólínska sjúkrahúsið mun áfram gera ráðstafanir, sem eru nauðsynlegar, til að koma í veg fyrir að eitthvað þessu líkt geti komið fyrir aftur,“ segir Ole Petter Ottersen, rektor Karolínska sjúkrahússins.
Heilbrigðismál Plastbarkamálið Tengdar fréttir Macchiarini hafnar því að hafa blekkt Tómas Paulo Macchiarini segir að ígræðsla plastbarka hafi ekki verið fyrsti kostur þegar ákveðið var að framkvæma aðgerð á Andemariam Beyene. 5. desember 2017 19:32 Telur meðhöfunda Macchiarini einnig bera ábyrgð Opinber siðanefnd í Svíþjóð hvetur fagtímarit til að draga sex greinar Paolo Macchiarini til baka. 31. október 2017 13:18 Bein útsending: Niðurstöður Plastbarkanefndarinnar kynntar Nefnd sérfræðinga sem skipuð var til þess að rannsaka aðkoma Háskóla Íslands og Landspítala og starfsmanna stofnananna að plastbarkamálinu svokallaða mun kynna niðurstöður sínar í Norræna húsinu klukkan 14 í dag. 6. nóvember 2017 13:30 Blekkingameistarinn Paolo Macchiarini Ferill ítalska skurðlæknisins Paolos Macchiarini innan og utan vinnustaða hans er ævintýrum líkastur. Plastbarkamisferli hans batt enda á það ævintýri. 11. nóvember 2017 13:30 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Blautt víðast hvar Veður Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira
Macchiarini hafnar því að hafa blekkt Tómas Paulo Macchiarini segir að ígræðsla plastbarka hafi ekki verið fyrsti kostur þegar ákveðið var að framkvæma aðgerð á Andemariam Beyene. 5. desember 2017 19:32
Telur meðhöfunda Macchiarini einnig bera ábyrgð Opinber siðanefnd í Svíþjóð hvetur fagtímarit til að draga sex greinar Paolo Macchiarini til baka. 31. október 2017 13:18
Bein útsending: Niðurstöður Plastbarkanefndarinnar kynntar Nefnd sérfræðinga sem skipuð var til þess að rannsaka aðkoma Háskóla Íslands og Landspítala og starfsmanna stofnananna að plastbarkamálinu svokallaða mun kynna niðurstöður sínar í Norræna húsinu klukkan 14 í dag. 6. nóvember 2017 13:30
Blekkingameistarinn Paolo Macchiarini Ferill ítalska skurðlæknisins Paolos Macchiarini innan og utan vinnustaða hans er ævintýrum líkastur. Plastbarkamisferli hans batt enda á það ævintýri. 11. nóvember 2017 13:30