Yrði mesta afrek í íslenskri fótboltasögu að komast áfram Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. júní 2018 12:30 Heimsbyggðin fylgist með Alfreði Finnbogasyni og strákunum okkar í kvöld. Vísir/EPA Í kvöld ræðst það hvort Ísland kemst áfram í 16-liða úrslit á heimsmeistaramótinu í Rússlandi. Íslendingar mæta þá Króötum í Rostov við Don og þurfa að vinna. Ekki nóg með það heldur þarf Ísland að treysta á að Argentínumenn vinni Nígeríu á sama tíma, þó ekki stærra en Ísland vinnur Króatíu. Króatíska liðið er á toppi riðilsins með sex stig og markatöluna 5-0. Nígería kemur þar á eftir með þrjú stig og núll í markatölu, svo Ísland með eitt stig og mínus tvö í markatölu og loks Argentína með eitt stig og mínus þrjú í markatölu. Það þarf því ansi mikið að ganga upp til að Íslendingar fari upp úr riðlinum. En landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson er meðvitaður um hversu mikið afrek það væri. „Fyrir þjóðir eins og Argentínu, Portúgal og Þýskaland væri það áfall að komast ekki í 16-liða úrslit. En ef við kæmumst í 16-liða úrslit væri það væntanlega mesta afrek í stuttri fótboltasögu Íslands. Bara til að setja þetta í samhengi og hvaða þýðingu þetta myndi hafa fyrir okkur,“ sagði Heimir á blaðamannafundi á Rostov Arena í gær.Jóhann Berg Guðmundsson í síðasta leik á móti Króatíu.Vísir/ErnirLiðin þekkjast afar vel Þetta verður fimmti leikur Íslands og Króatíu frá haustinu 2013. Þau mættust í umspili um sæti á HM 2014, þar sem Króatar höfðu betur, samanlagt 2-0, og svo aftur í undankeppni HM 2018 þar sem þau unnu sinn leikinn hvort. Liðin gjörþekkja því hvort annað. Zlatko Dalic tók við króatíska liðinu í erfiðri stöðu síðasta haust og þykir hafa unnið gott starf. Heimir hrósaði honum á blaðamannafundinum í gær. „Það er meira jafnvægi í liðinu, milli varnar og sóknar, eftir að Dalic tók við. Það er meira um langa bolta en áður svo hann hefur líka innleitt það. Fjölbreytnin í sóknarleik Króatíu er frábær,“ sagði Heimir sem benti líka á að Dalic hefði fært Luka Modric framar. „Hann er meira í úrslitasendingum sem hann er mjög góður í.“Heimir Hallgrímsson.Vísir/VilhlemOkkur í óhag að þeir hvíli Íslendingar þurfa þó ekki að hafa áhyggjur af Modric eða helstu stjörnum Króatíu í kvöld. Dalic gaf það út eftir sigurinn á Argentínu að hann myndi hvíla leikmenn gegn Íslandi. Talið er að hann geri 7-10 breytingar á byrjunarliðinu frá leiknum gegn Argentínumönnum. Heimir segir að það sé ekki vatn á myllu Íslendinga. „Ég held að það sé okkur í óhag. Ef leikmennirnir sem léku fyrstu tvo leikina hefðu spilað hefði hvatningin kannski ekki alveg verið til staðar og þeir hugsað um að forðast gul spjöld og meiðsli,“ sagði Heimir. „Inn koma leikmenn sem eru að spila með góðum liðum. Þetta eru engir amlóðar. Þetta eru leikmenn sem eru staðráðnir í að standa sig og vinna sér sæti í liðinu fyrir næstu leiki. Okkar nálgun er þannig að það breytir ekki öllu hvort þeir gera eina breytingu eða tíu. Þetta verður alltaf gott króatískt lið.“ Eins og áður gæti það ekki nægt Íslendingum að vinna Króata ef úrslitin í leik Nígeríumanna og Argentínumanna í Sankti Pétursborg verða óhagstæð. Heimir segir að fylgst verði með hinum leiknum þótt einbeiting íslenska liðsins sé öll á leiknum í Rostov við Don. „Það er nógu erfitt verkefni að reyna að vinna Króatíu. En auðvitað erum við með menn sem fylgjast með hinum leiknum og við erum með samskiptabúnað. Við á bekknum ætlum að einbeita okkur sem mest að okkar leik og ef við þurfum að fá upplýsingar fáum við þær,“ sagði Heimir að lokum. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Brassi tekur við af Billups Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Belgarnir hennar Betu fengu skell Fótbolti Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Fleiri fréttir Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjá meira
Í kvöld ræðst það hvort Ísland kemst áfram í 16-liða úrslit á heimsmeistaramótinu í Rússlandi. Íslendingar mæta þá Króötum í Rostov við Don og þurfa að vinna. Ekki nóg með það heldur þarf Ísland að treysta á að Argentínumenn vinni Nígeríu á sama tíma, þó ekki stærra en Ísland vinnur Króatíu. Króatíska liðið er á toppi riðilsins með sex stig og markatöluna 5-0. Nígería kemur þar á eftir með þrjú stig og núll í markatölu, svo Ísland með eitt stig og mínus tvö í markatölu og loks Argentína með eitt stig og mínus þrjú í markatölu. Það þarf því ansi mikið að ganga upp til að Íslendingar fari upp úr riðlinum. En landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson er meðvitaður um hversu mikið afrek það væri. „Fyrir þjóðir eins og Argentínu, Portúgal og Þýskaland væri það áfall að komast ekki í 16-liða úrslit. En ef við kæmumst í 16-liða úrslit væri það væntanlega mesta afrek í stuttri fótboltasögu Íslands. Bara til að setja þetta í samhengi og hvaða þýðingu þetta myndi hafa fyrir okkur,“ sagði Heimir á blaðamannafundi á Rostov Arena í gær.Jóhann Berg Guðmundsson í síðasta leik á móti Króatíu.Vísir/ErnirLiðin þekkjast afar vel Þetta verður fimmti leikur Íslands og Króatíu frá haustinu 2013. Þau mættust í umspili um sæti á HM 2014, þar sem Króatar höfðu betur, samanlagt 2-0, og svo aftur í undankeppni HM 2018 þar sem þau unnu sinn leikinn hvort. Liðin gjörþekkja því hvort annað. Zlatko Dalic tók við króatíska liðinu í erfiðri stöðu síðasta haust og þykir hafa unnið gott starf. Heimir hrósaði honum á blaðamannafundinum í gær. „Það er meira jafnvægi í liðinu, milli varnar og sóknar, eftir að Dalic tók við. Það er meira um langa bolta en áður svo hann hefur líka innleitt það. Fjölbreytnin í sóknarleik Króatíu er frábær,“ sagði Heimir sem benti líka á að Dalic hefði fært Luka Modric framar. „Hann er meira í úrslitasendingum sem hann er mjög góður í.“Heimir Hallgrímsson.Vísir/VilhlemOkkur í óhag að þeir hvíli Íslendingar þurfa þó ekki að hafa áhyggjur af Modric eða helstu stjörnum Króatíu í kvöld. Dalic gaf það út eftir sigurinn á Argentínu að hann myndi hvíla leikmenn gegn Íslandi. Talið er að hann geri 7-10 breytingar á byrjunarliðinu frá leiknum gegn Argentínumönnum. Heimir segir að það sé ekki vatn á myllu Íslendinga. „Ég held að það sé okkur í óhag. Ef leikmennirnir sem léku fyrstu tvo leikina hefðu spilað hefði hvatningin kannski ekki alveg verið til staðar og þeir hugsað um að forðast gul spjöld og meiðsli,“ sagði Heimir. „Inn koma leikmenn sem eru að spila með góðum liðum. Þetta eru engir amlóðar. Þetta eru leikmenn sem eru staðráðnir í að standa sig og vinna sér sæti í liðinu fyrir næstu leiki. Okkar nálgun er þannig að það breytir ekki öllu hvort þeir gera eina breytingu eða tíu. Þetta verður alltaf gott króatískt lið.“ Eins og áður gæti það ekki nægt Íslendingum að vinna Króata ef úrslitin í leik Nígeríumanna og Argentínumanna í Sankti Pétursborg verða óhagstæð. Heimir segir að fylgst verði með hinum leiknum þótt einbeiting íslenska liðsins sé öll á leiknum í Rostov við Don. „Það er nógu erfitt verkefni að reyna að vinna Króatíu. En auðvitað erum við með menn sem fylgjast með hinum leiknum og við erum með samskiptabúnað. Við á bekknum ætlum að einbeita okkur sem mest að okkar leik og ef við þurfum að fá upplýsingar fáum við þær,“ sagði Heimir að lokum.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Brassi tekur við af Billups Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Belgarnir hennar Betu fengu skell Fótbolti Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Fleiri fréttir Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjá meira