Yrði mesta afrek í íslenskri fótboltasögu að komast áfram Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. júní 2018 12:30 Heimsbyggðin fylgist með Alfreði Finnbogasyni og strákunum okkar í kvöld. Vísir/EPA Í kvöld ræðst það hvort Ísland kemst áfram í 16-liða úrslit á heimsmeistaramótinu í Rússlandi. Íslendingar mæta þá Króötum í Rostov við Don og þurfa að vinna. Ekki nóg með það heldur þarf Ísland að treysta á að Argentínumenn vinni Nígeríu á sama tíma, þó ekki stærra en Ísland vinnur Króatíu. Króatíska liðið er á toppi riðilsins með sex stig og markatöluna 5-0. Nígería kemur þar á eftir með þrjú stig og núll í markatölu, svo Ísland með eitt stig og mínus tvö í markatölu og loks Argentína með eitt stig og mínus þrjú í markatölu. Það þarf því ansi mikið að ganga upp til að Íslendingar fari upp úr riðlinum. En landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson er meðvitaður um hversu mikið afrek það væri. „Fyrir þjóðir eins og Argentínu, Portúgal og Þýskaland væri það áfall að komast ekki í 16-liða úrslit. En ef við kæmumst í 16-liða úrslit væri það væntanlega mesta afrek í stuttri fótboltasögu Íslands. Bara til að setja þetta í samhengi og hvaða þýðingu þetta myndi hafa fyrir okkur,“ sagði Heimir á blaðamannafundi á Rostov Arena í gær.Jóhann Berg Guðmundsson í síðasta leik á móti Króatíu.Vísir/ErnirLiðin þekkjast afar vel Þetta verður fimmti leikur Íslands og Króatíu frá haustinu 2013. Þau mættust í umspili um sæti á HM 2014, þar sem Króatar höfðu betur, samanlagt 2-0, og svo aftur í undankeppni HM 2018 þar sem þau unnu sinn leikinn hvort. Liðin gjörþekkja því hvort annað. Zlatko Dalic tók við króatíska liðinu í erfiðri stöðu síðasta haust og þykir hafa unnið gott starf. Heimir hrósaði honum á blaðamannafundinum í gær. „Það er meira jafnvægi í liðinu, milli varnar og sóknar, eftir að Dalic tók við. Það er meira um langa bolta en áður svo hann hefur líka innleitt það. Fjölbreytnin í sóknarleik Króatíu er frábær,“ sagði Heimir sem benti líka á að Dalic hefði fært Luka Modric framar. „Hann er meira í úrslitasendingum sem hann er mjög góður í.“Heimir Hallgrímsson.Vísir/VilhlemOkkur í óhag að þeir hvíli Íslendingar þurfa þó ekki að hafa áhyggjur af Modric eða helstu stjörnum Króatíu í kvöld. Dalic gaf það út eftir sigurinn á Argentínu að hann myndi hvíla leikmenn gegn Íslandi. Talið er að hann geri 7-10 breytingar á byrjunarliðinu frá leiknum gegn Argentínumönnum. Heimir segir að það sé ekki vatn á myllu Íslendinga. „Ég held að það sé okkur í óhag. Ef leikmennirnir sem léku fyrstu tvo leikina hefðu spilað hefði hvatningin kannski ekki alveg verið til staðar og þeir hugsað um að forðast gul spjöld og meiðsli,“ sagði Heimir. „Inn koma leikmenn sem eru að spila með góðum liðum. Þetta eru engir amlóðar. Þetta eru leikmenn sem eru staðráðnir í að standa sig og vinna sér sæti í liðinu fyrir næstu leiki. Okkar nálgun er þannig að það breytir ekki öllu hvort þeir gera eina breytingu eða tíu. Þetta verður alltaf gott króatískt lið.“ Eins og áður gæti það ekki nægt Íslendingum að vinna Króata ef úrslitin í leik Nígeríumanna og Argentínumanna í Sankti Pétursborg verða óhagstæð. Heimir segir að fylgst verði með hinum leiknum þótt einbeiting íslenska liðsins sé öll á leiknum í Rostov við Don. „Það er nógu erfitt verkefni að reyna að vinna Króatíu. En auðvitað erum við með menn sem fylgjast með hinum leiknum og við erum með samskiptabúnað. Við á bekknum ætlum að einbeita okkur sem mest að okkar leik og ef við þurfum að fá upplýsingar fáum við þær,“ sagði Heimir að lokum. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Þróttur skoraði sex og flaug áfram Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Sport Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Fleiri fréttir Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Sjá meira
Í kvöld ræðst það hvort Ísland kemst áfram í 16-liða úrslit á heimsmeistaramótinu í Rússlandi. Íslendingar mæta þá Króötum í Rostov við Don og þurfa að vinna. Ekki nóg með það heldur þarf Ísland að treysta á að Argentínumenn vinni Nígeríu á sama tíma, þó ekki stærra en Ísland vinnur Króatíu. Króatíska liðið er á toppi riðilsins með sex stig og markatöluna 5-0. Nígería kemur þar á eftir með þrjú stig og núll í markatölu, svo Ísland með eitt stig og mínus tvö í markatölu og loks Argentína með eitt stig og mínus þrjú í markatölu. Það þarf því ansi mikið að ganga upp til að Íslendingar fari upp úr riðlinum. En landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson er meðvitaður um hversu mikið afrek það væri. „Fyrir þjóðir eins og Argentínu, Portúgal og Þýskaland væri það áfall að komast ekki í 16-liða úrslit. En ef við kæmumst í 16-liða úrslit væri það væntanlega mesta afrek í stuttri fótboltasögu Íslands. Bara til að setja þetta í samhengi og hvaða þýðingu þetta myndi hafa fyrir okkur,“ sagði Heimir á blaðamannafundi á Rostov Arena í gær.Jóhann Berg Guðmundsson í síðasta leik á móti Króatíu.Vísir/ErnirLiðin þekkjast afar vel Þetta verður fimmti leikur Íslands og Króatíu frá haustinu 2013. Þau mættust í umspili um sæti á HM 2014, þar sem Króatar höfðu betur, samanlagt 2-0, og svo aftur í undankeppni HM 2018 þar sem þau unnu sinn leikinn hvort. Liðin gjörþekkja því hvort annað. Zlatko Dalic tók við króatíska liðinu í erfiðri stöðu síðasta haust og þykir hafa unnið gott starf. Heimir hrósaði honum á blaðamannafundinum í gær. „Það er meira jafnvægi í liðinu, milli varnar og sóknar, eftir að Dalic tók við. Það er meira um langa bolta en áður svo hann hefur líka innleitt það. Fjölbreytnin í sóknarleik Króatíu er frábær,“ sagði Heimir sem benti líka á að Dalic hefði fært Luka Modric framar. „Hann er meira í úrslitasendingum sem hann er mjög góður í.“Heimir Hallgrímsson.Vísir/VilhlemOkkur í óhag að þeir hvíli Íslendingar þurfa þó ekki að hafa áhyggjur af Modric eða helstu stjörnum Króatíu í kvöld. Dalic gaf það út eftir sigurinn á Argentínu að hann myndi hvíla leikmenn gegn Íslandi. Talið er að hann geri 7-10 breytingar á byrjunarliðinu frá leiknum gegn Argentínumönnum. Heimir segir að það sé ekki vatn á myllu Íslendinga. „Ég held að það sé okkur í óhag. Ef leikmennirnir sem léku fyrstu tvo leikina hefðu spilað hefði hvatningin kannski ekki alveg verið til staðar og þeir hugsað um að forðast gul spjöld og meiðsli,“ sagði Heimir. „Inn koma leikmenn sem eru að spila með góðum liðum. Þetta eru engir amlóðar. Þetta eru leikmenn sem eru staðráðnir í að standa sig og vinna sér sæti í liðinu fyrir næstu leiki. Okkar nálgun er þannig að það breytir ekki öllu hvort þeir gera eina breytingu eða tíu. Þetta verður alltaf gott króatískt lið.“ Eins og áður gæti það ekki nægt Íslendingum að vinna Króata ef úrslitin í leik Nígeríumanna og Argentínumanna í Sankti Pétursborg verða óhagstæð. Heimir segir að fylgst verði með hinum leiknum þótt einbeiting íslenska liðsins sé öll á leiknum í Rostov við Don. „Það er nógu erfitt verkefni að reyna að vinna Króatíu. En auðvitað erum við með menn sem fylgjast með hinum leiknum og við erum með samskiptabúnað. Við á bekknum ætlum að einbeita okkur sem mest að okkar leik og ef við þurfum að fá upplýsingar fáum við þær,“ sagði Heimir að lokum.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Þróttur skoraði sex og flaug áfram Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Sport Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Fleiri fréttir Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Sjá meira
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð