Stjórnendur fyrirtækisins hafa lýst því yfir að þeir ætli að auka erlenda hluta framleiðslunnar, til að sleppa við hina háu refsitolla sem önnur ríki hafa sett á bandarískar vörur, eftir að Trump setti viðlíka tolla á útlendar vörur sem flytja á til Bandaríkjanna.
Sjá einnig: Harley-Davidson flytur framleiðslu frá Bandaríkjunum vegna tolla
Harley Davidson er með verksmiðjur í Ástralíu, Brasilíu, Indlandi og Tælandi, auk Bandaríkjanna. Talið er að verðið á mótorhjólum fyrirtækisins munu hækka um 250 þúsund krónur í ríkjum Evrópusambandsins eftir tollabreytingarnar. Þar að auki mun framleiðslukostnaður fyrirtæksins aukast um næstum 5 milljarða króna á næsta ári vegna hærra íhlutaverðs.
Trump segist á Twitter vera undrandi á því að mótorhjólamerkið skuli vera það fyrsta sem „veifar hvíta fánanum.“ Forsetinn bætir við að hann hafi barist hatramlega fyrir hagsmunum bandarískra fyrirtækja og hvetur þau til að vera róleg.
Surprised that Harley-Davidson, of all companies, would be the first to wave the White Flag. I fought hard for them and ultimately they will not pay tariffs selling into the E.U., which has hurt us badly on trade, down $151 Billion. Taxes just a Harley excuse - be patient! #MAGA
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 25, 2018