Heimir setti nýtt íslenskt landsliðsþjálfaramet í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. júní 2018 12:30 Heimir Hallgrímsson. Vísir/EPA Heimir Hallgrímsson er nú sá Íslendingur sem hefur stýrt landsliði í flestum leikjum en hann tók metið af Teiti Þórðarsyni í gær. Heimir Hallgrímsson stýrði íslenska landsliðinu í 58. sinn í Rostov-on-Don í gærkvöldi þegar strákanir léku sinn síðasta leik á HM í fótbolta í Rússlandi. Teitur Þórðarson var búinn að eiga metið í tuttugu ár eða frá því að hann tók það af Ásgeiri Elíassyni árið 1998. Teitur stýrði eistneska landsliðinu á árunum 1996 til 1999 og léku Eistar alls 57 landsleiki á þessum fjórum árum. Einn af þessum leikjum var einmitt á móti íslenska landsliðinu. Sá leikur var sögulegur því feðgarnir Arnór Guðjohnsen og Eiður Smári Guðjohsen tóku báðir þátt í leiknum. Eiður Smári kom inná fyrir Arnór á 62. mínútu. Ísland vann leikinn 3-0 og skoraði Bjarki Gunnlaugsson öll mörkin. Heimir Hallgrímsson stýrði íslenska landsliðinu með Lars Lagerbäck í fyrstu 32 leikjunum en hefur verið einn með liðið í síðustu 26 leikjum. Heimir var einnig aðstoðarþjálfari Lars Lagerbäck í tutttugu leikjum frá 2012 til 2014 og hefur því verið á bekknum í alls 78 landsleikjum Íslands á síðustu sex árum. Flestir á topplistanum hafa stýrt íslenska landsliðinu en þar er einnig Páll Guðlaugsson sem stýrði færeyska landsliðinu í 25 leikjum frá 1988 til 1993.Flestir leikir hjá íslenskum landsliðsþjálfurum:(A-landslið karla í fótbolta) 58 - Heimir Hallgrímsson (Ísland 2014-2018) 57 - Teitur Þórðarson (Eistland 1996-1999) 39 - Ólafur Jóhannesson (Ísland 2007-2011) 38 - Logi Ólafsson (Ísland 1996-1997, 2003-2005) 34 - Ásgeir Elíasson (Ísland 1991-1995) 31 - Atli Eðvaldsson (Ísland 2000-2003) 25 - Páll Guðlaugsson (Færeyjar 1988-1993) 25 - Guðjón Þórðarson (Ísland 1997-1999)Teitur Þórðarson.Vísir/Getty HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Fótbolti Fleiri fréttir Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Inter á toppinn eftir sigur á Sardiníu „Vonandi færir nýja árið okkur titla“ Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Sjá meira
Heimir Hallgrímsson er nú sá Íslendingur sem hefur stýrt landsliði í flestum leikjum en hann tók metið af Teiti Þórðarsyni í gær. Heimir Hallgrímsson stýrði íslenska landsliðinu í 58. sinn í Rostov-on-Don í gærkvöldi þegar strákanir léku sinn síðasta leik á HM í fótbolta í Rússlandi. Teitur Þórðarson var búinn að eiga metið í tuttugu ár eða frá því að hann tók það af Ásgeiri Elíassyni árið 1998. Teitur stýrði eistneska landsliðinu á árunum 1996 til 1999 og léku Eistar alls 57 landsleiki á þessum fjórum árum. Einn af þessum leikjum var einmitt á móti íslenska landsliðinu. Sá leikur var sögulegur því feðgarnir Arnór Guðjohnsen og Eiður Smári Guðjohsen tóku báðir þátt í leiknum. Eiður Smári kom inná fyrir Arnór á 62. mínútu. Ísland vann leikinn 3-0 og skoraði Bjarki Gunnlaugsson öll mörkin. Heimir Hallgrímsson stýrði íslenska landsliðinu með Lars Lagerbäck í fyrstu 32 leikjunum en hefur verið einn með liðið í síðustu 26 leikjum. Heimir var einnig aðstoðarþjálfari Lars Lagerbäck í tutttugu leikjum frá 2012 til 2014 og hefur því verið á bekknum í alls 78 landsleikjum Íslands á síðustu sex árum. Flestir á topplistanum hafa stýrt íslenska landsliðinu en þar er einnig Páll Guðlaugsson sem stýrði færeyska landsliðinu í 25 leikjum frá 1988 til 1993.Flestir leikir hjá íslenskum landsliðsþjálfurum:(A-landslið karla í fótbolta) 58 - Heimir Hallgrímsson (Ísland 2014-2018) 57 - Teitur Þórðarson (Eistland 1996-1999) 39 - Ólafur Jóhannesson (Ísland 2007-2011) 38 - Logi Ólafsson (Ísland 1996-1997, 2003-2005) 34 - Ásgeir Elíasson (Ísland 1991-1995) 31 - Atli Eðvaldsson (Ísland 2000-2003) 25 - Páll Guðlaugsson (Færeyjar 1988-1993) 25 - Guðjón Þórðarson (Ísland 1997-1999)Teitur Þórðarson.Vísir/Getty
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Fótbolti Fleiri fréttir Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Inter á toppinn eftir sigur á Sardiníu „Vonandi færir nýja árið okkur titla“ Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Sjá meira