Strákarnir okkar eru á heimleið en Ísland féll úr leik á HM í Rússlandi í gærkvöldi eftir 2-1 tap fyrir Króatíu í Rostov. Leikmenn íslenska liðsins gáfu allt sitt í leikinn og héldu HM-drauminum á lífi fram á síðustu stundu.
Eftir leik var flogið með landsliðshópinn til Gelendzhik, þar sem hann hefur haldið sig á milli leikjanna á HM.
Nú klukkan 10 var áætlað að taka á loft frá Gelendzhik til Kaliningrad þar sem skipt verður í flugvél Icelandair og haldið heim á leið. Áætluð lending á Keflavíkurflugvelli er klukkan 18.00 í kvöld.
Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd Vilhelms Gunnarssonar þá er gríðarlega mikið af farangri sem fylgir strákunum, alls 2,5 tonn.
Þess má svo geta að í flugvélinni er sá háttur hafður að landsleikjahæstu leikmenn Íslands sitja fremst í vélinni og hinir aftar.
Strákarnir koma heim í dag með 2,5 tonn af farangri

Tengdar fréttir

Heilu sætaraðirnar og eitt salerni í flugi íslenska liðsins notaðar undir töskur
Ævintýralegur farangur fylgir strákunum okkar til Rússlands.