Tilkynning Ragnars kom öllum í opna skjöldu Kolbeinn Tumi Daðason á Keflavíkurflugvelli skrifar 27. júní 2018 21:09 Ragnar Sigurðsson fagnar með stuðningsmönnum eftir jafnteflið gegn Argentínu í Moskvu. Vísir/Getty Ragnar Sigurðsson tilkynnti á Instagram í dag að hann væri hættur að spila fyrir íslenska landsliðið. Ragnar setti færsluna í loftið um það leyti sem landsliðið flaug til Íslands frá Kaliningrad í Rússlandi síðdegis í dag og virðist hafa komið öllum að óvörum. Reyndustu leikmenn landsliðsins sátu fremst í vélinni og svo þeir reynsluminni aftar. Þar fyrir aftan starfsfólk KSÍ og aftast íslenskir fjölmiðlamenn. Töluverður erill var um vélina þar sem salerni eru fremst og aftast. Allir þeir starfsmenn og þjálfarar sem blaðamenn Vísis ræddu við í vélinni höfðu ekki heyrt af tilkynningu Ragnars og hún kom þeim á óvart. Aron Einar Gunnarsson tilkynnti á Instagram í gær að Kári Árnason og Ólafur Ingi Skúlason væru hættir með landsliðinu. Kári segist ekki munu gefa út neina yfirlýsingu þess efnis en telur ekki ólíklegt að hann hafi spilað sinn síðasta leik. Þeir eru fæddir árið 1982 og því 36 ára á árinu, aldursforsetar liðsins. Emil Hallfreðsson er fæddur árið 1984, 34 ára, en segist svo sannarlega ekki vera hættur að spila fyrir íslenska landsliðið. Það kom því mjög á óvart þegar Ragnar, fæddur árið 1986, tilkynnti þetta á Instagram í dag. Hann spilaði í hjarta varnarinnar með Sverri Inga Ingasyni, framtíðarmiðverði landsliðsins, í gær í 2-1 tapinu gegn Króötum.Samherjar hjá FC Rostov Ragnar og Sverrir Ingi spila í vörninni hjá FC Rostov og var talið að þeir myndu standa vaktina saman í vörninni næstu árin. Ekki amalegt að geta teflt fram miðvarðarpari sem spilar saman vikulega. Nú er það í uppnámi en yngri menn banka sömuleiðis á dyrnar, svo sem Hólmar Örn Eyjólfsson sem var í leikmannahópi Íslands í Rússlandi. Landsliðið lenti á Keflavíkurflugvelli klukkan 20:40 í kvöld eftir að hafa farið í lágflugi yfir Reykjavík. Leikmenn snæddu nautalund um borð og fóru beint í gegnum flugstöðina og upp í rútu en efnt verður til hófs þeim til heiðurs í Reykjavík í kvöld. Ekki náðist í Ragnar við komuna til Keflavíkur í dag þar sem landsliðsmenn fóru frá borði á undan fjölmiðlamönnum. Þá er samkomulag milli fjölmiðla og KSÍ um að fjölmiðlar ónáði ekki landsliðsmenn þegar þeir fljúga saman í landsliðsverkefnum. Félagar Ragnars í landsliðinu setja „like“ við færsluna, leikmenn eins og Aron Einar Gunnarsson, Gylfi Sigurðsson og Alfreð Finnbogason svo einhverjir séu nefndir. Albert Guðmundsson segist hissa með þar til gerðum emoji-kalli og Eiður Smári Guðjohnsen segir „respect“. What a ride we’ve had for a long time now.. We wanted more out of this World Cup but fortune was not on our side. It’s been an honor to play for my country with my friends, with all the success we’ve had. Now it’s time for some young guns to take over the defence. Big thanks to everyone involved on this amazing journey #fyririsland A post shared by Ragnar Sigurðsson (@sykurson) on Jun 27, 2018 at 9:26am PDT HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Sjá meira
Ragnar Sigurðsson tilkynnti á Instagram í dag að hann væri hættur að spila fyrir íslenska landsliðið. Ragnar setti færsluna í loftið um það leyti sem landsliðið flaug til Íslands frá Kaliningrad í Rússlandi síðdegis í dag og virðist hafa komið öllum að óvörum. Reyndustu leikmenn landsliðsins sátu fremst í vélinni og svo þeir reynsluminni aftar. Þar fyrir aftan starfsfólk KSÍ og aftast íslenskir fjölmiðlamenn. Töluverður erill var um vélina þar sem salerni eru fremst og aftast. Allir þeir starfsmenn og þjálfarar sem blaðamenn Vísis ræddu við í vélinni höfðu ekki heyrt af tilkynningu Ragnars og hún kom þeim á óvart. Aron Einar Gunnarsson tilkynnti á Instagram í gær að Kári Árnason og Ólafur Ingi Skúlason væru hættir með landsliðinu. Kári segist ekki munu gefa út neina yfirlýsingu þess efnis en telur ekki ólíklegt að hann hafi spilað sinn síðasta leik. Þeir eru fæddir árið 1982 og því 36 ára á árinu, aldursforsetar liðsins. Emil Hallfreðsson er fæddur árið 1984, 34 ára, en segist svo sannarlega ekki vera hættur að spila fyrir íslenska landsliðið. Það kom því mjög á óvart þegar Ragnar, fæddur árið 1986, tilkynnti þetta á Instagram í dag. Hann spilaði í hjarta varnarinnar með Sverri Inga Ingasyni, framtíðarmiðverði landsliðsins, í gær í 2-1 tapinu gegn Króötum.Samherjar hjá FC Rostov Ragnar og Sverrir Ingi spila í vörninni hjá FC Rostov og var talið að þeir myndu standa vaktina saman í vörninni næstu árin. Ekki amalegt að geta teflt fram miðvarðarpari sem spilar saman vikulega. Nú er það í uppnámi en yngri menn banka sömuleiðis á dyrnar, svo sem Hólmar Örn Eyjólfsson sem var í leikmannahópi Íslands í Rússlandi. Landsliðið lenti á Keflavíkurflugvelli klukkan 20:40 í kvöld eftir að hafa farið í lágflugi yfir Reykjavík. Leikmenn snæddu nautalund um borð og fóru beint í gegnum flugstöðina og upp í rútu en efnt verður til hófs þeim til heiðurs í Reykjavík í kvöld. Ekki náðist í Ragnar við komuna til Keflavíkur í dag þar sem landsliðsmenn fóru frá borði á undan fjölmiðlamönnum. Þá er samkomulag milli fjölmiðla og KSÍ um að fjölmiðlar ónáði ekki landsliðsmenn þegar þeir fljúga saman í landsliðsverkefnum. Félagar Ragnars í landsliðinu setja „like“ við færsluna, leikmenn eins og Aron Einar Gunnarsson, Gylfi Sigurðsson og Alfreð Finnbogason svo einhverjir séu nefndir. Albert Guðmundsson segist hissa með þar til gerðum emoji-kalli og Eiður Smári Guðjohnsen segir „respect“. What a ride we’ve had for a long time now.. We wanted more out of this World Cup but fortune was not on our side. It’s been an honor to play for my country with my friends, with all the success we’ve had. Now it’s time for some young guns to take over the defence. Big thanks to everyone involved on this amazing journey #fyririsland A post shared by Ragnar Sigurðsson (@sykurson) on Jun 27, 2018 at 9:26am PDT
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Sjá meira