Trúði því varla þegar Messi sýndi honum fótinn sinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. júní 2018 23:00 Lionel Messi fagnar marki sínu. Borðinn var væntanlega á sínum stað. Vísir/Getty Argentínskur blaðamaður fékk næstum því hjartaáfall í viðtalsherberginu eftir leik Argentínu og Nígeríu þegar hann var að taka viðtal við stórstjörnuna Lionel Messi. Argentínumenn höfðu tryggt sér sæti í sextán liða úrslitunum með 2-1 sigri á Nígeríu þar sem Lionel Messi skoraði sitt fyrsta mark í heimsmeistarakeppninni. Argentínska þjóðin þykir oft vera mjög hjátrúarfull og gott dæmi um það er gjöf til Lionel Messi sem einn argentínsku blaðamannanna færði Messi frá móður sinni. Viðbrögð Messi hafa síðan vakið enn meiri athygli á gjöfinni og það var einmitt í viðtalsherberginu sem blaðamaðurinn Ramiro Pantorotto komst að hinu sanna. Ramiro Pantorotto spurði Messi eftir leikinn hvort hann myndi eftir rauða borðanum sem hann færði honum frá móður sinni. Rauður borði eins og þessi á að færa mönnum lukku og verja þá gegn óheppilegu áreiti eins og öfundsýki, hatri og öðrum slæmum hlutum. Ramiro Pantorotto fékk síðan algjört sjokk þegar hann heyrði svar Messi en samskipti þeirra má sjá hér fyrir neðan. Þýðingin á samtalinu er síðan fyrir neðan.#ElHiloRojo El momento en el que @ramapantorotto le pregunta a Leo Messi por la cintita que le mandó su mamá... y "La Pulga" lo deja mudo con su respuesta #VamosArgentinapic.twitter.com/aLUTkqEhMB — Telefe Noticias (@telefenoticias) June 27, 2018 Pantorotto: Í fyrsta leiknum þá gaf ég þér svolítið sem móðir mín sendi mér. Geymdir þú það eða hentir þú því? Messi: Sjáðu (sýnir honum ökklann sinn). Pantorotto: Í alvöru? Messi: Í alvöru. Pantorotto: Þú settir hann á fótinn þinn? Þú settir borðann á fótinn þinn? Messi: Já, svo takk fyrir. Pantorotto: Þú ert að láta mig fá hjartaáfall, í alvöru. Þú skoraðir með vinstri? Messi: Nei, með þeim hægri Pantorotto: Já þeim hægri. Það skiptir ekki öllu máli. (Messi yfirgefur viðtalið en Pantorotto horfir í myndavélina). Pantorotto: Kæra mamma mín. Hann setti borðann þinn á fótinn sinn. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Fleiri fréttir Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Sjá meira
Argentínskur blaðamaður fékk næstum því hjartaáfall í viðtalsherberginu eftir leik Argentínu og Nígeríu þegar hann var að taka viðtal við stórstjörnuna Lionel Messi. Argentínumenn höfðu tryggt sér sæti í sextán liða úrslitunum með 2-1 sigri á Nígeríu þar sem Lionel Messi skoraði sitt fyrsta mark í heimsmeistarakeppninni. Argentínska þjóðin þykir oft vera mjög hjátrúarfull og gott dæmi um það er gjöf til Lionel Messi sem einn argentínsku blaðamannanna færði Messi frá móður sinni. Viðbrögð Messi hafa síðan vakið enn meiri athygli á gjöfinni og það var einmitt í viðtalsherberginu sem blaðamaðurinn Ramiro Pantorotto komst að hinu sanna. Ramiro Pantorotto spurði Messi eftir leikinn hvort hann myndi eftir rauða borðanum sem hann færði honum frá móður sinni. Rauður borði eins og þessi á að færa mönnum lukku og verja þá gegn óheppilegu áreiti eins og öfundsýki, hatri og öðrum slæmum hlutum. Ramiro Pantorotto fékk síðan algjört sjokk þegar hann heyrði svar Messi en samskipti þeirra má sjá hér fyrir neðan. Þýðingin á samtalinu er síðan fyrir neðan.#ElHiloRojo El momento en el que @ramapantorotto le pregunta a Leo Messi por la cintita que le mandó su mamá... y "La Pulga" lo deja mudo con su respuesta #VamosArgentinapic.twitter.com/aLUTkqEhMB — Telefe Noticias (@telefenoticias) June 27, 2018 Pantorotto: Í fyrsta leiknum þá gaf ég þér svolítið sem móðir mín sendi mér. Geymdir þú það eða hentir þú því? Messi: Sjáðu (sýnir honum ökklann sinn). Pantorotto: Í alvöru? Messi: Í alvöru. Pantorotto: Þú settir hann á fótinn þinn? Þú settir borðann á fótinn þinn? Messi: Já, svo takk fyrir. Pantorotto: Þú ert að láta mig fá hjartaáfall, í alvöru. Þú skoraðir með vinstri? Messi: Nei, með þeim hægri Pantorotto: Já þeim hægri. Það skiptir ekki öllu máli. (Messi yfirgefur viðtalið en Pantorotto horfir í myndavélina). Pantorotto: Kæra mamma mín. Hann setti borðann þinn á fótinn sinn.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Fleiri fréttir Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Sjá meira