Bílarnir nánast hurfu af götum borgarinnar þegar leikir Íslands fóru fram Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. júní 2018 14:25 Aron Einar Gunnarsson og Luka Modric að loknum leik Íslands og Króatíu á þriðjudag. Vísir/Vilhelm Þátttaka íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu á HM í Rússlandi hafði áberandi áhrif á bílaumferð í Reykjavík. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg kemur fram að venjulega fari um 1.800 bílar á klukkustund á laugardögum austur eftir Hringbraut við Njarðargötu en það gerðu aðeins 200 bílar á meðan á leik Íslands og Argentínu stóð þann 16. júní síðastliðinn. Föstudaginn 22. júní klukkan þrjú hófst svo leikurinn við Nígeríu. Strax dró verulega úr umferð á Hringbraut við Njarðargötu. „Venjulega aka þar um 2.000 bifreiðar á klukkustund en talan féll niður í 400 bíla. Umferðartoppur sem iðulega er í kringum fjögur á föstudögum varð að þessu sinni fyrir leik,“ segir í tilkynningunni. Á þriðjudaginn var síðan komið að leiknum við Króatíu. „[...]og áhrifin leyndu sér ekki því umferðartoppur sem oftast er síðdegis varð ekki fyrr en eftir leik um kvöldið. Fram kemur að margir hafi verið í bænum að horfa á leikinn, í vinnunni, utandyra, í bíóum og á veitingastöðum. Fjöldi bíla datt úr 1.350 á klukkustund í 250 á meðan á leiknum stóð þennan dag.“ Í tilkynningu borgarinnar er svo líka sagt frá mælingum á „góðviðrisdeginum“ í Reykjavík. Lesendur taka kannski eftir að þarna er talað um einn góðviðrisdag í Reykjavík. Það segir ef til vill eitthvað um tíðarfarið í höfuðborginni að undanförnu en hvað um það, þann dag, miðvikudaginn 13. júní var „sérlega gott verður í Reykjavík, heiður himinn og blíða. Þetta hafði áhrif á hegðun borgarbúa og það kom fram á reiðhjólaumferðamælum. Í Nauthólsvík mældust 1.825 reiðhjól á stígnum en daginn eftir þegar veðrið hafði breyst aftur hjóluðu aðeins 514 þennan stíg. Blíðviðrið hafði einnig áhrif á heimsóknir í Grasagarðinn en 13. júní fóru 1.560 inn í hann en aðeins 318 daginn eftir. Veðrið hefur mikil áhrif og það er ekki nema von að það sé algengt umræðuefni meðal fólks,“ segir í tilkynningu Reykjavíkurborgar. Það eru svokallaðir TASS-skynjarar sem telja bílana á Hringbraut við Njarðargötu en það er skrifstofa samgöngustjóra og borgarhönnunar sem hefur umsjón með þeim. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira
Þátttaka íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu á HM í Rússlandi hafði áberandi áhrif á bílaumferð í Reykjavík. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg kemur fram að venjulega fari um 1.800 bílar á klukkustund á laugardögum austur eftir Hringbraut við Njarðargötu en það gerðu aðeins 200 bílar á meðan á leik Íslands og Argentínu stóð þann 16. júní síðastliðinn. Föstudaginn 22. júní klukkan þrjú hófst svo leikurinn við Nígeríu. Strax dró verulega úr umferð á Hringbraut við Njarðargötu. „Venjulega aka þar um 2.000 bifreiðar á klukkustund en talan féll niður í 400 bíla. Umferðartoppur sem iðulega er í kringum fjögur á föstudögum varð að þessu sinni fyrir leik,“ segir í tilkynningunni. Á þriðjudaginn var síðan komið að leiknum við Króatíu. „[...]og áhrifin leyndu sér ekki því umferðartoppur sem oftast er síðdegis varð ekki fyrr en eftir leik um kvöldið. Fram kemur að margir hafi verið í bænum að horfa á leikinn, í vinnunni, utandyra, í bíóum og á veitingastöðum. Fjöldi bíla datt úr 1.350 á klukkustund í 250 á meðan á leiknum stóð þennan dag.“ Í tilkynningu borgarinnar er svo líka sagt frá mælingum á „góðviðrisdeginum“ í Reykjavík. Lesendur taka kannski eftir að þarna er talað um einn góðviðrisdag í Reykjavík. Það segir ef til vill eitthvað um tíðarfarið í höfuðborginni að undanförnu en hvað um það, þann dag, miðvikudaginn 13. júní var „sérlega gott verður í Reykjavík, heiður himinn og blíða. Þetta hafði áhrif á hegðun borgarbúa og það kom fram á reiðhjólaumferðamælum. Í Nauthólsvík mældust 1.825 reiðhjól á stígnum en daginn eftir þegar veðrið hafði breyst aftur hjóluðu aðeins 514 þennan stíg. Blíðviðrið hafði einnig áhrif á heimsóknir í Grasagarðinn en 13. júní fóru 1.560 inn í hann en aðeins 318 daginn eftir. Veðrið hefur mikil áhrif og það er ekki nema von að það sé algengt umræðuefni meðal fólks,“ segir í tilkynningu Reykjavíkurborgar. Það eru svokallaðir TASS-skynjarar sem telja bílana á Hringbraut við Njarðargötu en það er skrifstofa samgöngustjóra og borgarhönnunar sem hefur umsjón með þeim.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira