Fótbolti

Sumarmessan: „Stórkostlegt fyrir Gylfa að Rooney sé farinn“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sumarmessan fór yfir stöðu Gylfa Sigurðssonar hjá Everton í þætti sínum í gærkvöldi. Wayne Rooney er farinn frá félaginu og það gæti opnað enn frekar á framgöngu Gylfa hjá félaginu.

Gylfi gekk í raðir Everton fyrir síðustu leiktíð en var oft á tíðum á vinstri kanti á meðan Rooney spilaði í stöðunni bakvið framherjann. Einnig tók Rooney öll víti og var númer tíu.

Nú er röðin komin að okkar manni, segja og vona strákarnir í Messunni.

„Stórkostlegt,” sagði Reynir. „Hann fær bara að vera maðurinn í liðinu. Hann fer í tíuna og stuðningsmenn Everton voru byrjaðir að grátbiðja Silva um að byggja liðið í kringum okkar mann.”

„Marco Silva og Finnbogason (innsk. blm. Alfreð) unnu ekki nógu vel saman hjá Olympiakos og ég vona að hann hafi meiri trú á Gylfa.”

Innslagið má sjá hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×