Aukin áhersla á forvarnastarf og samskipti við ferðamenn á hálendisvaktinni Gissur Sigurðsson skrifar 29. júní 2018 15:30 Aukin áhersla verður lögð á samskipti og forvarnastarf við ferðamenn á hálendinu, af hálfu hálendisvaktar Landsbjargar, sem hefst í dag, 13. árið í röð. Um tvö þúsund tilvik koma að jafnaði til kasta vaktarinnar á hverju sumri. Þessi störf eru unnin í sjálfboðavinnu eins og verið hefur en vaktin verður á þremur stöðum á hálendinu. „Við verðum staðsett á þremur stöðum á hálendinu, að Fjallabaki í Landmannalaugum, á Sprengisandi í Nýjadal og norðan Vatnajökuls við Drekagil. Svo verðum við með svona viðbót í sumar, það er að segja við verðum í Skaftafelli í fjórar vikur sem við köllum svona viðbragðsvakt sem er angi af hálendisvaktinni,“ segir Jónas Guðmundsson, hjá Landsbjörg, en hálendisvaktin er nú annað röð í Skaftafelli.Hversu mörg mál koma til kasta vaktarinnar á hverju sumri? „Síðustu ár hafa þetta verið um 2000 atvik og af þeim eru kannski svona 15 til 20 prósent, 200 til 300 atvik, sem eru það sem við köllum F1, 2 eða 3 sem eru alvarlegri atvik. Hitt er minniháttar og svona atvik sem við leysum af því að við erum á staðnum.“Eru þið að breyta eitthvað áherslum, vera meira fyrirbyggjandi en áður? „Já, við erum aðeins að því. Hálendisvaktin er auðvitað fyrst og fremst viðvera á hálendinu og vera til staðar ef það koma upp óhöpp en við höfum verið að leggja meiri áherslu á slysavarnirnar og erum að fræða ferðamenn um veður, færð og aðstæður. Í samvinnu við breska sendiráðið erum við að prófa að spjaldtölvuvæða hópana þannig að við verðum með spjaldtölvur til að geta sýnt mönnum veðurspár, færðarkort og láta þá fylla inn ferðaáætlanir og þannig.“ Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Leitað að örmagna göngumanni á Fimmvörðuhálsi Búist er við að maðurinn finnist fljótt en hann heldur kyrru fyrir við tiltekna stiku á leiðinni. 25. júní 2018 22:24 Björgunarsveitir enn á ný kallaðar út á Fimmvörðuháls Um er að ræða fjórða útkall björgunarsveita á Suðurlandi á rúmum sólarhring og það þriðja á Fimmvörðuháls. 26. júní 2018 08:56 Ferðamennirnir á Fimmvörðuhálsi örmagna þegar björgunarsveitarmenn fundu þá Tveir þýskir ferðamenn voru orðnir örmagna þegar björgunarsveitarmenn fundu þá í vonskuveðri á Fimmvörðuhálsi snemma í morgun. 25. júní 2018 13:02 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Fimm karlmenn handteknir eftir byssuskot Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu Sjá meira
Aukin áhersla verður lögð á samskipti og forvarnastarf við ferðamenn á hálendinu, af hálfu hálendisvaktar Landsbjargar, sem hefst í dag, 13. árið í röð. Um tvö þúsund tilvik koma að jafnaði til kasta vaktarinnar á hverju sumri. Þessi störf eru unnin í sjálfboðavinnu eins og verið hefur en vaktin verður á þremur stöðum á hálendinu. „Við verðum staðsett á þremur stöðum á hálendinu, að Fjallabaki í Landmannalaugum, á Sprengisandi í Nýjadal og norðan Vatnajökuls við Drekagil. Svo verðum við með svona viðbót í sumar, það er að segja við verðum í Skaftafelli í fjórar vikur sem við köllum svona viðbragðsvakt sem er angi af hálendisvaktinni,“ segir Jónas Guðmundsson, hjá Landsbjörg, en hálendisvaktin er nú annað röð í Skaftafelli.Hversu mörg mál koma til kasta vaktarinnar á hverju sumri? „Síðustu ár hafa þetta verið um 2000 atvik og af þeim eru kannski svona 15 til 20 prósent, 200 til 300 atvik, sem eru það sem við köllum F1, 2 eða 3 sem eru alvarlegri atvik. Hitt er minniháttar og svona atvik sem við leysum af því að við erum á staðnum.“Eru þið að breyta eitthvað áherslum, vera meira fyrirbyggjandi en áður? „Já, við erum aðeins að því. Hálendisvaktin er auðvitað fyrst og fremst viðvera á hálendinu og vera til staðar ef það koma upp óhöpp en við höfum verið að leggja meiri áherslu á slysavarnirnar og erum að fræða ferðamenn um veður, færð og aðstæður. Í samvinnu við breska sendiráðið erum við að prófa að spjaldtölvuvæða hópana þannig að við verðum með spjaldtölvur til að geta sýnt mönnum veðurspár, færðarkort og láta þá fylla inn ferðaáætlanir og þannig.“
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Leitað að örmagna göngumanni á Fimmvörðuhálsi Búist er við að maðurinn finnist fljótt en hann heldur kyrru fyrir við tiltekna stiku á leiðinni. 25. júní 2018 22:24 Björgunarsveitir enn á ný kallaðar út á Fimmvörðuháls Um er að ræða fjórða útkall björgunarsveita á Suðurlandi á rúmum sólarhring og það þriðja á Fimmvörðuháls. 26. júní 2018 08:56 Ferðamennirnir á Fimmvörðuhálsi örmagna þegar björgunarsveitarmenn fundu þá Tveir þýskir ferðamenn voru orðnir örmagna þegar björgunarsveitarmenn fundu þá í vonskuveðri á Fimmvörðuhálsi snemma í morgun. 25. júní 2018 13:02 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Fimm karlmenn handteknir eftir byssuskot Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu Sjá meira
Leitað að örmagna göngumanni á Fimmvörðuhálsi Búist er við að maðurinn finnist fljótt en hann heldur kyrru fyrir við tiltekna stiku á leiðinni. 25. júní 2018 22:24
Björgunarsveitir enn á ný kallaðar út á Fimmvörðuháls Um er að ræða fjórða útkall björgunarsveita á Suðurlandi á rúmum sólarhring og það þriðja á Fimmvörðuháls. 26. júní 2018 08:56
Ferðamennirnir á Fimmvörðuhálsi örmagna þegar björgunarsveitarmenn fundu þá Tveir þýskir ferðamenn voru orðnir örmagna þegar björgunarsveitarmenn fundu þá í vonskuveðri á Fimmvörðuhálsi snemma í morgun. 25. júní 2018 13:02