Ómar: Tveir helmassaðir og vopnaðir sem sungu og dönsuðu fyrir okkur Henry Birgir Gunnarsson í Rússlandi skrifar 10. júní 2018 10:00 Ómar Smárason, fjölmiðlafulltrúi og markaðsstjóri KSÍ. visir/vilhelm Það er í mörg horn að líta hjá Ómari Smárasyni í Rússlandi enda sér hann um samskipti við fjölmiðla og margir sem vilja heyra í og fylgjast með okkar mönnum. „Það gengur prýðilega enn sem komið er. Það eru margir miðlar komnir hingað og ansi margt fólk," segir Ómar en langar vegalengdir gera það að verkum að hingað koma færri en fleiri fjölmiðlar. „Ég veit ekki hversu margir erlendir miðlar eru komnir en það er gríðarlega mikið um fyrirspurnir. Það er mikið að gera bæði í símanum og að svara tölvupóstum. Við reynum að hafa sem mest af upplýsingum inn á vefnum okkar svo hægt sé að fækka fyrirspurnum." Ómar og félagar þurfa að vera vel skipulagðir enda ýmislegt sem getur komið upp á. „Við undirbúum okkur á kvöldin fyrir komandi dag. Svo þarf að mæta snemma á svæðið til þess að undirbúa fjölmiðlaviðburð dagsins. Svo er kannski smá hvíld áður en við gerum það sama næsta dag," segir Ómar og veit sem er að álagið mun aukast eftir því sem líður á. „Það er smá pressa fyrst og framkvæmdaaðilarnir frá FIFA eru svolítið stressaðir. Samstarfið við heimamenn getur verið strembið því það eru ekki margir sem tala ensku. Það eru kannski 2-3 sem tala ensku sem betur fer og allt hefst þetta á endanum. Svæðið lítur vel út hérna og allt að verða klárt. Við getum ekki kvartað." Landsliðið lenti í Gelendzhik klukkan korter í níu í gærkvöldi á rússneskum tíma, eftir um sex klukkutíma flug. Því næst var ferðinni heitið á hótelið sem landsliðið dvelur í á meðan mótinu stendur, en þar fékk hópurinn höfðinglegar móttökur. „Héraðsstjórinn í Gelendzhik tók á móti okkur og einhver sendinefnd frá honum. Við fengum að smakka á einhverju brauði dýft í salt og olíu. Það voru tveir helmassaðir og vopnaðir sem sungu og dönsuðu fyrir okkur, þetta var bara mjög skemmtilegt,“ segir Ómar Smárason.Vísir verður með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Sport Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Sjá meira
Það er í mörg horn að líta hjá Ómari Smárasyni í Rússlandi enda sér hann um samskipti við fjölmiðla og margir sem vilja heyra í og fylgjast með okkar mönnum. „Það gengur prýðilega enn sem komið er. Það eru margir miðlar komnir hingað og ansi margt fólk," segir Ómar en langar vegalengdir gera það að verkum að hingað koma færri en fleiri fjölmiðlar. „Ég veit ekki hversu margir erlendir miðlar eru komnir en það er gríðarlega mikið um fyrirspurnir. Það er mikið að gera bæði í símanum og að svara tölvupóstum. Við reynum að hafa sem mest af upplýsingum inn á vefnum okkar svo hægt sé að fækka fyrirspurnum." Ómar og félagar þurfa að vera vel skipulagðir enda ýmislegt sem getur komið upp á. „Við undirbúum okkur á kvöldin fyrir komandi dag. Svo þarf að mæta snemma á svæðið til þess að undirbúa fjölmiðlaviðburð dagsins. Svo er kannski smá hvíld áður en við gerum það sama næsta dag," segir Ómar og veit sem er að álagið mun aukast eftir því sem líður á. „Það er smá pressa fyrst og framkvæmdaaðilarnir frá FIFA eru svolítið stressaðir. Samstarfið við heimamenn getur verið strembið því það eru ekki margir sem tala ensku. Það eru kannski 2-3 sem tala ensku sem betur fer og allt hefst þetta á endanum. Svæðið lítur vel út hérna og allt að verða klárt. Við getum ekki kvartað." Landsliðið lenti í Gelendzhik klukkan korter í níu í gærkvöldi á rússneskum tíma, eftir um sex klukkutíma flug. Því næst var ferðinni heitið á hótelið sem landsliðið dvelur í á meðan mótinu stendur, en þar fékk hópurinn höfðinglegar móttökur. „Héraðsstjórinn í Gelendzhik tók á móti okkur og einhver sendinefnd frá honum. Við fengum að smakka á einhverju brauði dýft í salt og olíu. Það voru tveir helmassaðir og vopnaðir sem sungu og dönsuðu fyrir okkur, þetta var bara mjög skemmtilegt,“ segir Ómar Smárason.Vísir verður með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Sport Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Sjá meira