Braut eigin vinnureglu til að hjálpa Frederik að gleyma mistökunum Tómas Þór Þórðarson í Kabardinka skrifar 10. júní 2018 10:52 Frederik Schram er kominn yfir mistökin segir Guðmundur. vísir/Vilhelm Guðmundur Hreiðarsson, markvarðarþjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta, var að vanda hinn hressasti eftir æfingu strákanna okkar í Kabardinka í dag. Þetta var fyrsta æfingin liðsins eftir komuna til Rússlands en Guðmundur lét markverðina hafa fyrir hlutunum til að koma þeim aftur í gang eftir ferðalagið í gær. „Strákarnir eru bara í topp standi. Það situr smá ferðaþreyta í okkur þrátt fyrir að ég hafi aldrei farið í eins þægilegt ferðalag sem er skrítið í ljósi þess hvar við erum. Þjónustan var frábær,“ segir Guðmundur. Allir í vélinni fengu bestu meðferð hjá Icelandair. Maturinn var frábær en hægt var að velja á milli nautakjöts eða kjúklings. „Ég tók nautið. Það kom seint en það var rosalega vel þegið þegar að það kom,“ segir Guðmundur og hlær við, en hvað var uppleggið á æfingunni í dag? „Við erum bara aðeins að vekja menn. Aðeins að fá fæturnar í gang og láta þá verja nokkur skot. Svo keyrum við hefðbundna rútínu í gang á morgun. Þá mætum við markverðirnir hálftíma fyrr.“Hannes Þór Halldórsson ræðir við markverðina ásamt Guðmundi Hreiðarssyni.vísri/vilhelmTæmdu pokann Guðmundur vill að markverðirnir séu ein heild. Þeir hafa verið í mikilli baráttu um sæti í goggunarröðinni undanfarnar vikur og því þurfti aðeins að funda í dag. Hannes Þór Halldórsson sá um það. „Þegar að menn eru allir að stefna í sömu átt eru menn stundum með fulla poka af grjóti að reyna að sanna sig. Við sturtuðum úr þeim poka áðan. Það var Hannes sem átti frumkvæðið að því,“ segir Guðmundur. „Við erum að peppa hvorn annan upp. Þetta snýst um að við séum allir saman og erum ein stór fjölskylda. Það var það sem að tókst á þessari æfingu. Maður sá bara hvað gerðist. Pokinn tæmdist og allir voru léttari á eftir. Við erum saman í þessu. Annað er ekki hægt,“ segir hann. Frederik Schram gerði skelfileg mistök í vináttuleik á móti Noregi á dögunum sem kostuðu mark. Til þess að láta það ekki sitja of lengi í honum braut Guðmundur eigin vinnureglu. „Ég hef yfirleitt þá vinnureglu að láta menn nánast í friði strax eftir leik og þangað til daginn eftir. Ég leyfi mönnum að melta hlutina. En, þegar að menn upplifa hlutina eins og hann gerði þarna þá vék ég aðeins frá reglunni,“ segir hann. „Við vorum í sambandi tíu mínútur í tólf og ákváðum að afgreiða málið fyrir svefninn. Þá var hann búinn að taka til og fara yfir þetta eins og hann sá hlutina. Það var mjög gott. Við grófum þetta bara og sem betur fer kemur alltaf nýr dagur,“ segir Guðmundur Hreiðarsson.Vísir verður með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Fyrirliðinn, Alfreð og Birkir Bjarna tóku því rólega Boðið var upp á steikjandi hita og sól á æfingasvæði strákanna í dag. 10. júní 2018 10:45 Sjáðu stemninguna á fyrstu æfingu strákanna | Myndband Bara Rússar mættu til að sjá strákana. 10. júní 2018 09:30 HM í dag: Sólin heilsar strákunum í Kabardinka Sjónvarpsþátturinn HM í dag verður á dagskrá Vísis næstu vikurnar og fyrsti þáttur fer í loftið í dag. 10. júní 2018 09:00 Ómar: Tveir helmassaðir og vopnaðir sem sungu og dönsuðu fyrir okkur Íslenski hópurinn fékk höfðinglegar móttökur þegar hann mætti til Gelendzhik í gærkvöldi. 10. júní 2018 10:00 Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Fleiri fréttir Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Sjá meira
Guðmundur Hreiðarsson, markvarðarþjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta, var að vanda hinn hressasti eftir æfingu strákanna okkar í Kabardinka í dag. Þetta var fyrsta æfingin liðsins eftir komuna til Rússlands en Guðmundur lét markverðina hafa fyrir hlutunum til að koma þeim aftur í gang eftir ferðalagið í gær. „Strákarnir eru bara í topp standi. Það situr smá ferðaþreyta í okkur þrátt fyrir að ég hafi aldrei farið í eins þægilegt ferðalag sem er skrítið í ljósi þess hvar við erum. Þjónustan var frábær,“ segir Guðmundur. Allir í vélinni fengu bestu meðferð hjá Icelandair. Maturinn var frábær en hægt var að velja á milli nautakjöts eða kjúklings. „Ég tók nautið. Það kom seint en það var rosalega vel þegið þegar að það kom,“ segir Guðmundur og hlær við, en hvað var uppleggið á æfingunni í dag? „Við erum bara aðeins að vekja menn. Aðeins að fá fæturnar í gang og láta þá verja nokkur skot. Svo keyrum við hefðbundna rútínu í gang á morgun. Þá mætum við markverðirnir hálftíma fyrr.“Hannes Þór Halldórsson ræðir við markverðina ásamt Guðmundi Hreiðarssyni.vísri/vilhelmTæmdu pokann Guðmundur vill að markverðirnir séu ein heild. Þeir hafa verið í mikilli baráttu um sæti í goggunarröðinni undanfarnar vikur og því þurfti aðeins að funda í dag. Hannes Þór Halldórsson sá um það. „Þegar að menn eru allir að stefna í sömu átt eru menn stundum með fulla poka af grjóti að reyna að sanna sig. Við sturtuðum úr þeim poka áðan. Það var Hannes sem átti frumkvæðið að því,“ segir Guðmundur. „Við erum að peppa hvorn annan upp. Þetta snýst um að við séum allir saman og erum ein stór fjölskylda. Það var það sem að tókst á þessari æfingu. Maður sá bara hvað gerðist. Pokinn tæmdist og allir voru léttari á eftir. Við erum saman í þessu. Annað er ekki hægt,“ segir hann. Frederik Schram gerði skelfileg mistök í vináttuleik á móti Noregi á dögunum sem kostuðu mark. Til þess að láta það ekki sitja of lengi í honum braut Guðmundur eigin vinnureglu. „Ég hef yfirleitt þá vinnureglu að láta menn nánast í friði strax eftir leik og þangað til daginn eftir. Ég leyfi mönnum að melta hlutina. En, þegar að menn upplifa hlutina eins og hann gerði þarna þá vék ég aðeins frá reglunni,“ segir hann. „Við vorum í sambandi tíu mínútur í tólf og ákváðum að afgreiða málið fyrir svefninn. Þá var hann búinn að taka til og fara yfir þetta eins og hann sá hlutina. Það var mjög gott. Við grófum þetta bara og sem betur fer kemur alltaf nýr dagur,“ segir Guðmundur Hreiðarsson.Vísir verður með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Fyrirliðinn, Alfreð og Birkir Bjarna tóku því rólega Boðið var upp á steikjandi hita og sól á æfingasvæði strákanna í dag. 10. júní 2018 10:45 Sjáðu stemninguna á fyrstu æfingu strákanna | Myndband Bara Rússar mættu til að sjá strákana. 10. júní 2018 09:30 HM í dag: Sólin heilsar strákunum í Kabardinka Sjónvarpsþátturinn HM í dag verður á dagskrá Vísis næstu vikurnar og fyrsti þáttur fer í loftið í dag. 10. júní 2018 09:00 Ómar: Tveir helmassaðir og vopnaðir sem sungu og dönsuðu fyrir okkur Íslenski hópurinn fékk höfðinglegar móttökur þegar hann mætti til Gelendzhik í gærkvöldi. 10. júní 2018 10:00 Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Fleiri fréttir Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Sjá meira
Fyrirliðinn, Alfreð og Birkir Bjarna tóku því rólega Boðið var upp á steikjandi hita og sól á æfingasvæði strákanna í dag. 10. júní 2018 10:45
Sjáðu stemninguna á fyrstu æfingu strákanna | Myndband Bara Rússar mættu til að sjá strákana. 10. júní 2018 09:30
HM í dag: Sólin heilsar strákunum í Kabardinka Sjónvarpsþátturinn HM í dag verður á dagskrá Vísis næstu vikurnar og fyrsti þáttur fer í loftið í dag. 10. júní 2018 09:00
Ómar: Tveir helmassaðir og vopnaðir sem sungu og dönsuðu fyrir okkur Íslenski hópurinn fékk höfðinglegar móttökur þegar hann mætti til Gelendzhik í gærkvöldi. 10. júní 2018 10:00