Ráðgjafi Trump segir Trudeau hafa stungið forsetann í bakið Samúel Karl Ólason skrifar 10. júní 2018 14:37 Donald Trump og Justin Trudeau. Vísir/AP Larry Kudlow, efnahagsráðgjafi Hvíta hússins, hefur sakað Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, um að svíkja Donald Trump og stinga hann í bakið eftir fund G7 ríkjanna í gær. Þetta sagði Kudlow í viðtali á CNN í dag þar sem hann sagði einnig að Trump hefði ekki viljað sýna veikleika í aðdraganda fundar hans og Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu.Það sé ástæðan fyrir því að Trump hafi kallað Trudeau „óheiðarlegan“ og „auman“ í tístum í nótt, eftir að Trudeau lýsti því yfir að Kanada myndi bregðast við tollum Bandaríkjanna á innflutt stál og ál. Kanada myndi ekki láta ráðskast með sig.Kudlow sagði að ummæli Trudeau hefði í rauninni verið óleikur gagnvart öllum G7 ríkjunum. Að þau hefðu verið „barnalegur leikur“ og þeim hefði verið ætlað að skora pólitísk stig heima fyrir. Þó sagðist Trudeau hafa sagt þetta við Trump á fundinum og sömuleiðis á undanförnum dögum. Allt virðist þetta þó vera hægt að rekja til fundar Trump og Kim en báðir eru nú staddir í Singapúr þar sem þeir munu hittast á þriðjudaginn. Kudlow sagði að Trump ætlaði alls ekki að „láta kanadískan forsætisráðherra ráðskast með sig“ í aðdraganda fundarins. „Hann mun ekki leyfa veikleika að sjást á leiðinni á samningafund við Norður-Kóreu,“ sagði Kudlow.Canadian PM Justin Trudeau "went rogue" at the G7 summit and is "pouring collateral damage on this whole Korean trip," says White House economic adviser Larry Kudlow #CNNSOTUhttps://t.co/YwLz8zsQaRhttps://t.co/2uQV1WIB9I — CNN (@CNN) June 10, 2018 Annar ráðgjafi Trump, Peter Navarro, var á Fox í morgun þar sem hann vandaði Trudeau ekki kveðjurnar. Navarro sagði það rétt af Trump að draga undirskrift sína við sameiginlega yfirlýsingu ríkjanna sjö til baka. Það hefði verið „sósíalista-plagg“. Þá sagði hann „sérstakan stað í helvíti“ fyrir erlenda þjóðarleiðtoga sem reyndu að semja við Trump í „slæmri trú“ og ræki svo rýting í bakið á honum á leiðinni út. Það hefði Trudeau gert um helgina.White House trade adviser Peter Navarro, speaking for Trump, accuses Canada of “an attack on our political system” and declares “a special place in hell” for the PM. https://t.co/L4rRgdgtyW pic.twitter.com/34R7va8tcj— Will Saletan (@saletan) June 10, 2018 Donald Trump Tengdar fréttir Kostuleg mynd Merkel slær í gegn Á myndinni má sjá Donald Trump Bandaríkjaforseta sitja með krosslagðar hendur og Merkel stendur yfir honum. 10. júní 2018 12:26 Hélt reiðilestur yfir öðrum þjóðarleiðtogum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, deildi við aðra þjóðarleiðtoga G7 ríkjanna svokölluðu um milliríkjaviðskipti og tolla á fundi leiðtoganna í Kanada í dag. 9. júní 2018 14:48 Trump stal senunni Allra augu eru á Trump Bandaríkjaforseta á fundi leiðtoga G7-ríkja í Kanada. Kvartaði yfir ósanngjörnum viðskiptaháttum og vildi Rússa aftur að borðinu. 9. júní 2018 09:00 Trudeau segir að Trump muni ekki ráðskast með Kanadamenn Ég mun alltaf vernda kanadíska verkamenn og hagsmuni Kanada, sagði forsætisráðherra Kanada. 9. júní 2018 22:01 Dró Bandaríkin úr sameiginlegri yfirlýsingu G7 Vísaði Trump í „falskra yfirlýsinga“ Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, sem hann kallaði einnig „óheiðarlegan“ og „auman“. 10. júní 2018 07:49 Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Fleiri fréttir Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Sjá meira
Larry Kudlow, efnahagsráðgjafi Hvíta hússins, hefur sakað Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, um að svíkja Donald Trump og stinga hann í bakið eftir fund G7 ríkjanna í gær. Þetta sagði Kudlow í viðtali á CNN í dag þar sem hann sagði einnig að Trump hefði ekki viljað sýna veikleika í aðdraganda fundar hans og Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu.Það sé ástæðan fyrir því að Trump hafi kallað Trudeau „óheiðarlegan“ og „auman“ í tístum í nótt, eftir að Trudeau lýsti því yfir að Kanada myndi bregðast við tollum Bandaríkjanna á innflutt stál og ál. Kanada myndi ekki láta ráðskast með sig.Kudlow sagði að ummæli Trudeau hefði í rauninni verið óleikur gagnvart öllum G7 ríkjunum. Að þau hefðu verið „barnalegur leikur“ og þeim hefði verið ætlað að skora pólitísk stig heima fyrir. Þó sagðist Trudeau hafa sagt þetta við Trump á fundinum og sömuleiðis á undanförnum dögum. Allt virðist þetta þó vera hægt að rekja til fundar Trump og Kim en báðir eru nú staddir í Singapúr þar sem þeir munu hittast á þriðjudaginn. Kudlow sagði að Trump ætlaði alls ekki að „láta kanadískan forsætisráðherra ráðskast með sig“ í aðdraganda fundarins. „Hann mun ekki leyfa veikleika að sjást á leiðinni á samningafund við Norður-Kóreu,“ sagði Kudlow.Canadian PM Justin Trudeau "went rogue" at the G7 summit and is "pouring collateral damage on this whole Korean trip," says White House economic adviser Larry Kudlow #CNNSOTUhttps://t.co/YwLz8zsQaRhttps://t.co/2uQV1WIB9I — CNN (@CNN) June 10, 2018 Annar ráðgjafi Trump, Peter Navarro, var á Fox í morgun þar sem hann vandaði Trudeau ekki kveðjurnar. Navarro sagði það rétt af Trump að draga undirskrift sína við sameiginlega yfirlýsingu ríkjanna sjö til baka. Það hefði verið „sósíalista-plagg“. Þá sagði hann „sérstakan stað í helvíti“ fyrir erlenda þjóðarleiðtoga sem reyndu að semja við Trump í „slæmri trú“ og ræki svo rýting í bakið á honum á leiðinni út. Það hefði Trudeau gert um helgina.White House trade adviser Peter Navarro, speaking for Trump, accuses Canada of “an attack on our political system” and declares “a special place in hell” for the PM. https://t.co/L4rRgdgtyW pic.twitter.com/34R7va8tcj— Will Saletan (@saletan) June 10, 2018
Donald Trump Tengdar fréttir Kostuleg mynd Merkel slær í gegn Á myndinni má sjá Donald Trump Bandaríkjaforseta sitja með krosslagðar hendur og Merkel stendur yfir honum. 10. júní 2018 12:26 Hélt reiðilestur yfir öðrum þjóðarleiðtogum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, deildi við aðra þjóðarleiðtoga G7 ríkjanna svokölluðu um milliríkjaviðskipti og tolla á fundi leiðtoganna í Kanada í dag. 9. júní 2018 14:48 Trump stal senunni Allra augu eru á Trump Bandaríkjaforseta á fundi leiðtoga G7-ríkja í Kanada. Kvartaði yfir ósanngjörnum viðskiptaháttum og vildi Rússa aftur að borðinu. 9. júní 2018 09:00 Trudeau segir að Trump muni ekki ráðskast með Kanadamenn Ég mun alltaf vernda kanadíska verkamenn og hagsmuni Kanada, sagði forsætisráðherra Kanada. 9. júní 2018 22:01 Dró Bandaríkin úr sameiginlegri yfirlýsingu G7 Vísaði Trump í „falskra yfirlýsinga“ Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, sem hann kallaði einnig „óheiðarlegan“ og „auman“. 10. júní 2018 07:49 Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Fleiri fréttir Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Sjá meira
Kostuleg mynd Merkel slær í gegn Á myndinni má sjá Donald Trump Bandaríkjaforseta sitja með krosslagðar hendur og Merkel stendur yfir honum. 10. júní 2018 12:26
Hélt reiðilestur yfir öðrum þjóðarleiðtogum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, deildi við aðra þjóðarleiðtoga G7 ríkjanna svokölluðu um milliríkjaviðskipti og tolla á fundi leiðtoganna í Kanada í dag. 9. júní 2018 14:48
Trump stal senunni Allra augu eru á Trump Bandaríkjaforseta á fundi leiðtoga G7-ríkja í Kanada. Kvartaði yfir ósanngjörnum viðskiptaháttum og vildi Rússa aftur að borðinu. 9. júní 2018 09:00
Trudeau segir að Trump muni ekki ráðskast með Kanadamenn Ég mun alltaf vernda kanadíska verkamenn og hagsmuni Kanada, sagði forsætisráðherra Kanada. 9. júní 2018 22:01
Dró Bandaríkin úr sameiginlegri yfirlýsingu G7 Vísaði Trump í „falskra yfirlýsinga“ Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, sem hann kallaði einnig „óheiðarlegan“ og „auman“. 10. júní 2018 07:49