Birgir tók gullið í Mosfellsbæ eftir stórkostlegt golf Anton Ingi Leifsson skrifar 10. júní 2018 18:55 Birgir Björn annar frá vinstri. vísir/golf Birgir Björn Magnússon, kylfingur úr GK, stóð uppi sem sigurvegari á Símamótinu sem leikið var á Hlíðavelli í Mosfellsbæ um helgina. Mótið var fjórði mótið í Eimskipsmótaröðinni 2017/2018. Birgir leiddi fyrir lokahringinn en honum fast á eftir fylgdi Kristján Þór Einarsson, heimamaður úr GM, og ljóst að það væri spennandi lokahringur framundan. Birgir lagði grunninn að sigrinum með stórkostlegu golfi á holum tólf til sextán. Hann lék þessar fimm holur á sjö höggum undir pari þar sem hann fékk tvo erni í röð og þar á efitr þrjá fugla. Hann endaði á þrettán höggum undir pari en næstur kom Kristján Þór á níu höggum undir pari. Þriðji var svo Sigurður Bjarki Blumenstein, úr GR, sem lék á sex höggum undir pari. „Ég veit ekki hvernig best er að útskýra hvað gerðist á þeim fimm holum þar sem ég lék á -7 samtals. Ég sá bara höggin fyrir mér og framkvæmdi þau - og það gekk upp. Stundum gerist það og stundum ekki,“ sagði Birgir Björn í samtali við Golf.is en hann náði í dag sex ára gömlu markmiði sínu. „Ég hef aldrei leikið undir pari af hvítum teigum í móti og það tókst svo sannarlega í dag. Mér líður alltaf þannig að ég geti sigrað á þeim mótum sem ég tek þátt í - og það var gríðarlega góð tilfinning að landa fyrsta sigrinum á Eimskipsmótaröðinni í dag,“ bætti Birgir Björn við.Lokastaða efstu kylfinga í karlaflokki: 1. Birgir Björn Magnússon, GK (69-68-66) 203 högg (-13) 2. Kristján Þór Einarsson, GM (67-71-69) 207 högg (-9) 3. Sigurður Bjarki Blumenstein, GR (72-71-68) 211 högg (-5) 4. Ingvar Andri Magnússon, GKG (69-74-70) 213 högg (-3) 5.-6. Tómas Eiríksson Hjaltested, GR (76-71-68) 215 högg (-1) 5.-6. Dagbjartur Sigurbrandsson , GR (69-77-69) 215 högg (-1) 7.-9. Kristófer Orri Þórðarson, GKG (75-72-69) 216 högg (par) 7.-9. Fannar Ingi Steingrímsson, GHG (75-71-70) 216 högg (par) 7.-9. Andri Már Óskarsson, GHR (76-70-70) 216 högg (par) 10.-12 Björn Óskar Guðjónsson, GM (74-73-70) 217 högg (+1) 10.-12. Tumi Hrafn Kúld, GA (74-72-71) 217 högg (+1) 10.-12. Lárus Garðar Long, GV (73-72-72) 217 högg (+1) Golf Mest lesið Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Annað enskt barn heimsmeistari Sport Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Golf Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Birgir Björn Magnússon, kylfingur úr GK, stóð uppi sem sigurvegari á Símamótinu sem leikið var á Hlíðavelli í Mosfellsbæ um helgina. Mótið var fjórði mótið í Eimskipsmótaröðinni 2017/2018. Birgir leiddi fyrir lokahringinn en honum fast á eftir fylgdi Kristján Þór Einarsson, heimamaður úr GM, og ljóst að það væri spennandi lokahringur framundan. Birgir lagði grunninn að sigrinum með stórkostlegu golfi á holum tólf til sextán. Hann lék þessar fimm holur á sjö höggum undir pari þar sem hann fékk tvo erni í röð og þar á efitr þrjá fugla. Hann endaði á þrettán höggum undir pari en næstur kom Kristján Þór á níu höggum undir pari. Þriðji var svo Sigurður Bjarki Blumenstein, úr GR, sem lék á sex höggum undir pari. „Ég veit ekki hvernig best er að útskýra hvað gerðist á þeim fimm holum þar sem ég lék á -7 samtals. Ég sá bara höggin fyrir mér og framkvæmdi þau - og það gekk upp. Stundum gerist það og stundum ekki,“ sagði Birgir Björn í samtali við Golf.is en hann náði í dag sex ára gömlu markmiði sínu. „Ég hef aldrei leikið undir pari af hvítum teigum í móti og það tókst svo sannarlega í dag. Mér líður alltaf þannig að ég geti sigrað á þeim mótum sem ég tek þátt í - og það var gríðarlega góð tilfinning að landa fyrsta sigrinum á Eimskipsmótaröðinni í dag,“ bætti Birgir Björn við.Lokastaða efstu kylfinga í karlaflokki: 1. Birgir Björn Magnússon, GK (69-68-66) 203 högg (-13) 2. Kristján Þór Einarsson, GM (67-71-69) 207 högg (-9) 3. Sigurður Bjarki Blumenstein, GR (72-71-68) 211 högg (-5) 4. Ingvar Andri Magnússon, GKG (69-74-70) 213 högg (-3) 5.-6. Tómas Eiríksson Hjaltested, GR (76-71-68) 215 högg (-1) 5.-6. Dagbjartur Sigurbrandsson , GR (69-77-69) 215 högg (-1) 7.-9. Kristófer Orri Þórðarson, GKG (75-72-69) 216 högg (par) 7.-9. Fannar Ingi Steingrímsson, GHG (75-71-70) 216 högg (par) 7.-9. Andri Már Óskarsson, GHR (76-70-70) 216 högg (par) 10.-12 Björn Óskar Guðjónsson, GM (74-73-70) 217 högg (+1) 10.-12. Tumi Hrafn Kúld, GA (74-72-71) 217 högg (+1) 10.-12. Lárus Garðar Long, GV (73-72-72) 217 högg (+1)
Golf Mest lesið Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Annað enskt barn heimsmeistari Sport Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Golf Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira