Hópur blaðamanna fór út að borða í gærkvöldi eftir langan vinnudag og lentu í hremmingum vegna meiriháttar tungumálaörðugleika. Allir komu þeir þó aftur og enginn dó.
Þátt dagsins má sjá í spilaranum hér fyrir neðan en rétt er að taka fram að fyrirsögnin „rangur misskilningur“ er tilvísun í sjónvarpsþættina Heilsubælið með Ladda sem margir þekkja til en ekki allir. Svipað og „stórasta land í heimi“.
Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.