Messi ýjar að því að HM í Rússlandi verði hans síðasta Arnar Geir Halldórsson skrifar 11. júní 2018 11:30 Messi við komuna til Moskvu vísir/getty Lionel Messi segir að HM í Rússlandi verði mögulega hans síðasta mót með argentínska landsliðinu en hann segir framtíð sína með Argentínu ráðast af því hvernig liðinu muni vegna, án þess að útskýra það nánar. „Ég veit það ekki. Það veltur á því hvernig okkur mun ganga; hvernig mótið endar hjá okkur,“ segir Messi í viðtali við spænska fjölmiðilinn Sport. Messi er af flestum talinn einn besti knattspyrnumaður sögunnar en mörgum finnst hann vanta gullverðlaun með landsliðinu til að geta talist sá besti. Þessi 30 ára gamli sóknarmaður hefur unnið allt sem hægt er að vinna með Barcelona en á aðeins ein gullverðlaun með Argentínu; það vannst á Ólympíuleikunum 2008. Þykir lítið gert úr þremur silfurverðlaunum í röðÞó Messi hafi ekki unnið HM eða Copa America er ekki þar með sagt að frammistaða kappans á stórmótum hafi verið hrein hörmung. Messi var til að mynda valinn besti leikmaður HM 2014 þegar Argentína beið lægri hlut fyrir Þýskalandi í framlengdum úrslitaleik. Þá hefur Argentína þrisvar komist í úrslitaleik Copa America í tíð Messi og þar af í síðustu tveimur keppnum í röð. Umræðan í Argentínu hefur farið fyrir brjóstið á Messi og gaf hann það út eftir Copa America 2016 að hann væri hættur með landsliðinu. Hann hætti fljótlega við að hætta og ætlar að hjálpa Argentínu alla leið á HM í Rússlandi. „Sú staðreynd að við höfum tapað þremur (síðustu) úrslitaleikjum gerir stöðu okkar flókna varðandi argentínska fjölmiðla. Þeir skilja ekki hvað það er erfitt að komast í úrslitaleik.“ „Það er alls ekki létt og að hafa gert það þrisvar er þokkalegt afrek. Það er rétt að það er mikilvægt að vinna úrslitaleikina en það er ekki létt að komast alla leið í úrslit. Við þurfum ekki að óttast neitt lið. Það eru margir góðir leikmenn á HM en við höfum líka leikmenn sem allar þjóðir myndu vilja hafa í sínu liði,“ segir Messi. Fyrsti leikur Argentínu verður gegn Íslandi í Moskvu næstkomandi laugardag. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Fleiri fréttir Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Sjá meira
Lionel Messi segir að HM í Rússlandi verði mögulega hans síðasta mót með argentínska landsliðinu en hann segir framtíð sína með Argentínu ráðast af því hvernig liðinu muni vegna, án þess að útskýra það nánar. „Ég veit það ekki. Það veltur á því hvernig okkur mun ganga; hvernig mótið endar hjá okkur,“ segir Messi í viðtali við spænska fjölmiðilinn Sport. Messi er af flestum talinn einn besti knattspyrnumaður sögunnar en mörgum finnst hann vanta gullverðlaun með landsliðinu til að geta talist sá besti. Þessi 30 ára gamli sóknarmaður hefur unnið allt sem hægt er að vinna með Barcelona en á aðeins ein gullverðlaun með Argentínu; það vannst á Ólympíuleikunum 2008. Þykir lítið gert úr þremur silfurverðlaunum í röðÞó Messi hafi ekki unnið HM eða Copa America er ekki þar með sagt að frammistaða kappans á stórmótum hafi verið hrein hörmung. Messi var til að mynda valinn besti leikmaður HM 2014 þegar Argentína beið lægri hlut fyrir Þýskalandi í framlengdum úrslitaleik. Þá hefur Argentína þrisvar komist í úrslitaleik Copa America í tíð Messi og þar af í síðustu tveimur keppnum í röð. Umræðan í Argentínu hefur farið fyrir brjóstið á Messi og gaf hann það út eftir Copa America 2016 að hann væri hættur með landsliðinu. Hann hætti fljótlega við að hætta og ætlar að hjálpa Argentínu alla leið á HM í Rússlandi. „Sú staðreynd að við höfum tapað þremur (síðustu) úrslitaleikjum gerir stöðu okkar flókna varðandi argentínska fjölmiðla. Þeir skilja ekki hvað það er erfitt að komast í úrslitaleik.“ „Það er alls ekki létt og að hafa gert það þrisvar er þokkalegt afrek. Það er rétt að það er mikilvægt að vinna úrslitaleikina en það er ekki létt að komast alla leið í úrslit. Við þurfum ekki að óttast neitt lið. Það eru margir góðir leikmenn á HM en við höfum líka leikmenn sem allar þjóðir myndu vilja hafa í sínu liði,“ segir Messi. Fyrsti leikur Argentínu verður gegn Íslandi í Moskvu næstkomandi laugardag.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Fleiri fréttir Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Sjá meira