Hannes fundaði með markvörðunum: „Mér fannst ég verða að segja nokkur orð“ Tómas Þór Þórðarson í Kabardinka skrifar 11. júní 2018 08:30 Hannes þór Halldórsson fer yfir málin með strákunum á æfingunni í gær. vísir/vilhelm Eins og kom fram í máli Guðmundar Hreiðarssonar, markvarðaþjálfara íslenska landsliðsins í fótbolta, fundaði markvarðaherinn á æfingu liðsins í gær að frumkvæði Hannesar Þórs Halldórssonar. Honum fannst hafa verið þungt yfir mönnum upp á síðkastið og æfingarnar því ekki á pari við það sem þær geta verið. „Þetta hafði ekkert með ferðalagið að gera eða neitt svoleiðis. Mér fannst bara þyngsli í mönnum þegar að æfingin rúllaði af stað og enginn léttleiki yfir mönnum,“ segir Hannes við Vísi en hann var til viðtals fyrir æfingu liðsins í morgun. „Upp á síðkastið hafa menn verið svolítið alvarlegir og þrúgaðir á þessum markmannsæfingum. Ég veit ekki hvort það er eitthvað stress í mönnum með HM framundan.“Hannes Þór Halldórsson á æfingunni í dag.vísir/vilhelmHannes er ellefu árum eldri en þeir Rúnar Alex og Frederik Schram og því ábyrgðin hjá aðalmarkverðinum að tæma pokann eins og Guðmundur komst að orði í gær. „Mér fannst ég bara þurfa að segja nokkur orð. Ég gerði það og við töluðum saman. Það létti yfir mannskapnum og nú erum við brosandi og í góðum gír,“ segir Hannes. „Ég hef verið í þessum aðstæðum áður og farið í mörg landsliðsverkefni. Ég veit hvað þessi þáttur skiptir miklu máli. Við æfum saman á hverjum degi og vinnum mikið saman.“ „Það skemmtilegasta sem maður getur gert er að fara á markmannsæfingu og sérstaklega í svona aðstæðum. Maður á að hafa þetta sem skemmtilegast til að fá sem mest út úr æfingunni. Maður á að brosa og mynda stemningu. Það voru skilaboðin mín og ég held að þau hafi alveg náð í gegn,“ segir Hannes Þór Halldórsson.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Íslenskt rok í Kabardinka Íslensku strákarnir verða á heimavelli á æfingu sinni í Rússlandi á eftir því það blæs ansi kröftuglega í sjávarbænum Kabardinka í dag. 11. júní 2018 07:00 Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Fleiri fréttir Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Sjá meira
Eins og kom fram í máli Guðmundar Hreiðarssonar, markvarðaþjálfara íslenska landsliðsins í fótbolta, fundaði markvarðaherinn á æfingu liðsins í gær að frumkvæði Hannesar Þórs Halldórssonar. Honum fannst hafa verið þungt yfir mönnum upp á síðkastið og æfingarnar því ekki á pari við það sem þær geta verið. „Þetta hafði ekkert með ferðalagið að gera eða neitt svoleiðis. Mér fannst bara þyngsli í mönnum þegar að æfingin rúllaði af stað og enginn léttleiki yfir mönnum,“ segir Hannes við Vísi en hann var til viðtals fyrir æfingu liðsins í morgun. „Upp á síðkastið hafa menn verið svolítið alvarlegir og þrúgaðir á þessum markmannsæfingum. Ég veit ekki hvort það er eitthvað stress í mönnum með HM framundan.“Hannes Þór Halldórsson á æfingunni í dag.vísir/vilhelmHannes er ellefu árum eldri en þeir Rúnar Alex og Frederik Schram og því ábyrgðin hjá aðalmarkverðinum að tæma pokann eins og Guðmundur komst að orði í gær. „Mér fannst ég bara þurfa að segja nokkur orð. Ég gerði það og við töluðum saman. Það létti yfir mannskapnum og nú erum við brosandi og í góðum gír,“ segir Hannes. „Ég hef verið í þessum aðstæðum áður og farið í mörg landsliðsverkefni. Ég veit hvað þessi þáttur skiptir miklu máli. Við æfum saman á hverjum degi og vinnum mikið saman.“ „Það skemmtilegasta sem maður getur gert er að fara á markmannsæfingu og sérstaklega í svona aðstæðum. Maður á að hafa þetta sem skemmtilegast til að fá sem mest út úr æfingunni. Maður á að brosa og mynda stemningu. Það voru skilaboðin mín og ég held að þau hafi alveg náð í gegn,“ segir Hannes Þór Halldórsson.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Íslenskt rok í Kabardinka Íslensku strákarnir verða á heimavelli á æfingu sinni í Rússlandi á eftir því það blæs ansi kröftuglega í sjávarbænum Kabardinka í dag. 11. júní 2018 07:00 Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Fleiri fréttir Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Sjá meira
Íslenskt rok í Kabardinka Íslensku strákarnir verða á heimavelli á æfingu sinni í Rússlandi á eftir því það blæs ansi kröftuglega í sjávarbænum Kabardinka í dag. 11. júní 2018 07:00