„Nei, ég vona ekki. Ég fann svolítið fyrir þessu í Ganaleiknum. En ég er búinn að fara í myndatöku og þetta á að vera allt í lagi,“ sagði Birkir.
Birkir segist hafa fengið kipp í rassvöðvann. Hann viðurkennir að honum hafi ekki staðið á sama í leiknum gegn Gana síðastliðinn fimmtudag þegar hann þurfti að fara af velli seint í leiknum.
„Já, eftir leikinn. Ég var svolítið áhyggjufullur. Ég hélt að þetta hefði verið tognun en svo var víst ekki,“ sagði Birkir. Hann stefndi á að taka fullan þátt í æfingunni.
„Vonandi, við byrjum allavega,“ sagði Birkir.
Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
Birkir fann smá kipp í rassinum en þetta er allt að koma til. pic.twitter.com/JyC1pvjAIM
— Sportið á Vísi (@VisirSport) June 11, 2018