„Kannski enda ég í vinstri bakverði þegar ég kem heim“ Kolbeinn Tumi Daðason í Kabardinka skrifar 11. júní 2018 16:00 Birkir Már á æfingu landsliðsins úti í Kapardinka. Vísir/Vilhelm Valsmenn unnu sinn þriðja leik í röð í Pepsi-deild karla þegar liðið lagði KA 3-1 í gærkvöldi. Íslandsmeistararnir fóru heldur rólega af stað á Íslandsmótinu en eru nú eftir átta umferðir og þrjá sigra í röð komnir á toppinn, á sama tíma og Birkir Már Sævarsson hefur verið frá keppni vegna undirbúnings landsliðsins fyrir HM. „Við unnum samt fyrsta leikinn áður en ég fór líka, ég verð að taka það fram,“ segir Birkir Már léttur. Birkir kom á sínum tíma nokkuð óvænt inn í Valssliðið sumarið 2006 og stimplaði sig inn í hægri bakvörðinn í fjarveru Steinþórs Gíslason sem var meiddur. Þegar Steinþór náði sér af meiðslunum varð hann að gjöra svo vel að læra á stöðu vinstri bakvarðar. Sem hann gerði að sinni.Steinþór Gíslason, fagstjóri hjá EFLU, er mörgum knattspyrnuunnendum að góðu kunnur í bakvarðarstöðunni á árum áður hjá Víkingi og Val.Raunar vill Steinþór meina að hann sé ekki síður miðjumaður en bakvörður þótt örlögin hafi leitt hann í stöðu bakvarðar lungann af ferlinum. Kappinn starfar í dag sem verkfræðingur. En ætli það verði örlög Birkis Más? Að þurfa að breyta til í ljósi þess að Arnar Sveinn Geirsson hefur verið að spila afar vel í stöðu hægri bakvarðar í fjarveru Birkis Más? „Kannski enda ég í vinstri bakverði þegar ég kem heim og slæ Bjarna út úr liðinu í staðinn,“ segir Birkir og hlær. „Nei nei, vonandi vinnum við alla leiki á meðan ég er í burtu og þá er bara að koma sér aftur í liðið þegar ég kem til baka.“Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Fleiri fréttir Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Sjá meira
Valsmenn unnu sinn þriðja leik í röð í Pepsi-deild karla þegar liðið lagði KA 3-1 í gærkvöldi. Íslandsmeistararnir fóru heldur rólega af stað á Íslandsmótinu en eru nú eftir átta umferðir og þrjá sigra í röð komnir á toppinn, á sama tíma og Birkir Már Sævarsson hefur verið frá keppni vegna undirbúnings landsliðsins fyrir HM. „Við unnum samt fyrsta leikinn áður en ég fór líka, ég verð að taka það fram,“ segir Birkir Már léttur. Birkir kom á sínum tíma nokkuð óvænt inn í Valssliðið sumarið 2006 og stimplaði sig inn í hægri bakvörðinn í fjarveru Steinþórs Gíslason sem var meiddur. Þegar Steinþór náði sér af meiðslunum varð hann að gjöra svo vel að læra á stöðu vinstri bakvarðar. Sem hann gerði að sinni.Steinþór Gíslason, fagstjóri hjá EFLU, er mörgum knattspyrnuunnendum að góðu kunnur í bakvarðarstöðunni á árum áður hjá Víkingi og Val.Raunar vill Steinþór meina að hann sé ekki síður miðjumaður en bakvörður þótt örlögin hafi leitt hann í stöðu bakvarðar lungann af ferlinum. Kappinn starfar í dag sem verkfræðingur. En ætli það verði örlög Birkis Más? Að þurfa að breyta til í ljósi þess að Arnar Sveinn Geirsson hefur verið að spila afar vel í stöðu hægri bakvarðar í fjarveru Birkis Más? „Kannski enda ég í vinstri bakverði þegar ég kem heim og slæ Bjarna út úr liðinu í staðinn,“ segir Birkir og hlær. „Nei nei, vonandi vinnum við alla leiki á meðan ég er í burtu og þá er bara að koma sér aftur í liðið þegar ég kem til baka.“Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Fleiri fréttir Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Sjá meira