Albert lék lukkudýr og gaf leikmönnum KR jólakort Tómas Þór Þórðarson í Kabardinka skrifar 12. júní 2018 08:00 Albert Guðmundsson á æfingu íslenska landsliðsins. vísir/vilhelm Albert Guðmundsson, framherji íslenska landsliðsins í fótbolta, er svona rétt farinn að átta sig á því að strákarnir okkar eru mættir á heimsmeistaramótið í fótbolta en þetta hefur verið hálf óraunverulegt undanfarna daga og vikur heima á Íslandi. Eftir tvo vináttuleiki gegn Noregi og Gana eru strákarnir komnir í öllu meiri ró, eins skrítið og það nú er. Á milli æfinga eru þeir í rólegheitum á hótelinu og njóta sín vel á þessum fyrstu dögum HM. „Maður er svona að átta sig á því að maður er kominn á HM. Það er líka bara gott að komast í smá rólegheit og vera upp á hóteli og einbeita sér að leikjunum sem eru framundan,“ segir Albert, en hvað eru strákarnir að gera á hótelinu? „Þetta er voða mikið tjill bara. Við erum með borðtennisborð, pool-borð, píluspjald og svo er sundlaug. Maður er mikið á bakkanum að fá smá lit. Það er mjög gott veður hérna, sem betur fer.“ „Maður var búinn að ímynda sér hvernig þetta yrði en nú er þetta orðið eins raunverulegt og það verður. Maður er að átta sig á því hversu stórt þetta er,“ segir Albert.Kjartan Henry Finnbogason var í baráttu um sæti í HM-hópnum en varð eftir.vísir/gettyAlbert er uppalinn hjá KR og leit á yngri árum upp til nokkurra leikmanna meistaraflokks liðsins. Tveir af þeim voru Theodór Elmar Bjarnason og Kjartan Henry Finnbogason. Elmar var á HM 2016 með íslenska liðinu og báðir voru í baráttu um sæti í HM-hópnum. Þeir voru skildir eftir en Albert litli er mættur til Rússlands. Strákurinn sem heimsótti þá um hver jól á yngri árum. „Þetta er mjög fyndið. Ég gaf þeim tveimur alltaf jólakort og studdi þá í einu og öllu. Ég veit líka að þeir styðja mig í þessu verkefni. Þeir eru bestir í KR á þessum tíma. Ég var tíu eða ellefu ára og leit fáránlega mikið upp til þeirra,“ segir Albert sem var einnig Rauða ljónið, lukkudýr KR, nokkrum sinnum þegar að hann var lítill. „Maður tók það verkefni á sig stundum. Ég var eins mikið í bolta og ég gat og þarna sá ég möguleika á því að vera rautt ljón með fótbolta. Maður nýtti þetta tækifæri,“ segir hann og brosir. Það er auðvitað stórt fyrir þennan unga framherja að vera kominn á HM en býst hann við einhverjum mínútum á mótinu? „Ég held mér rólegum en auðvitað ætla ég frekar að búast við einhverju heldur en ekki þannig að ég verði klár þegar að kallið kemur. Ég ætla að vera klár og búast við einhverjum mínútum og vera þá 100 prósent einbeittur þegar að ég kem inn á,“ segir Albert Guðmundsson.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir „Kannski enda ég í vinstri bakverði þegar ég kem heim“ Á meðan Birkir Már Sævarsson er með landsliðinu gengur Valsmönnum allt í haginn á Íslandsmótinu. 11. júní 2018 16:00 Birkir fann kipp í rassinum og óttaðist að hann væri tognaður Fór í myndatöku og vonar það besta. 11. júní 2018 09:52 Sverrir Ingi: Þetta köllum við nú bara hafgolu Sverrir Ingi Ingason, miðvörður íslenska landsliðsins, er klár í slaginn ef kallið kemur fyrir leikinn á móti Argentínu. 11. júní 2018 14:30 Öryggisfulltrúi KSÍ fundar tvisvar á dag með lögregluyfirvöldum Það hvílir mikil ábyrgð á herðum Víðis Reynissonar öryggisfulltrúa að sjá til þess ásamt yfirvöldum í Rússlandi að strákarnir okkar séu öruggir allan tímann hér í landi. 11. júní 2018 13:00 Bros, sól og vindasamt á fyrstu lokuðu æfingu landsliðsins Afar vindasamt var í Kabardinka í Rússlandi í nótt og mátti sjá þess merki þegar íslenska landsliðið mætti til æfinga klukkan 10:30 að staðartíma. 11. júní 2018 09:45 Mest lesið „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn Asensio skaut Villa áfram Enski boltinn „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Körfubolti Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti Albert kom við sögu í naumum sigri Fótbolti „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Körfubolti Embiid frá út leiktíðina Körfubolti Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti Fleiri fréttir Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Asensio skaut Villa áfram Albert kom við sögu í naumum sigri Bayern kom til baka gegn Stuttgart Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Ísak Bergmann skoraði í leik sem mátti ekki tapast en tapaðist samt Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Daði Berg frá Víkingi til Vestra Gera grín að Jürgen Klopp Víkingar skipta um gír Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Sjá meira
Albert Guðmundsson, framherji íslenska landsliðsins í fótbolta, er svona rétt farinn að átta sig á því að strákarnir okkar eru mættir á heimsmeistaramótið í fótbolta en þetta hefur verið hálf óraunverulegt undanfarna daga og vikur heima á Íslandi. Eftir tvo vináttuleiki gegn Noregi og Gana eru strákarnir komnir í öllu meiri ró, eins skrítið og það nú er. Á milli æfinga eru þeir í rólegheitum á hótelinu og njóta sín vel á þessum fyrstu dögum HM. „Maður er svona að átta sig á því að maður er kominn á HM. Það er líka bara gott að komast í smá rólegheit og vera upp á hóteli og einbeita sér að leikjunum sem eru framundan,“ segir Albert, en hvað eru strákarnir að gera á hótelinu? „Þetta er voða mikið tjill bara. Við erum með borðtennisborð, pool-borð, píluspjald og svo er sundlaug. Maður er mikið á bakkanum að fá smá lit. Það er mjög gott veður hérna, sem betur fer.“ „Maður var búinn að ímynda sér hvernig þetta yrði en nú er þetta orðið eins raunverulegt og það verður. Maður er að átta sig á því hversu stórt þetta er,“ segir Albert.Kjartan Henry Finnbogason var í baráttu um sæti í HM-hópnum en varð eftir.vísir/gettyAlbert er uppalinn hjá KR og leit á yngri árum upp til nokkurra leikmanna meistaraflokks liðsins. Tveir af þeim voru Theodór Elmar Bjarnason og Kjartan Henry Finnbogason. Elmar var á HM 2016 með íslenska liðinu og báðir voru í baráttu um sæti í HM-hópnum. Þeir voru skildir eftir en Albert litli er mættur til Rússlands. Strákurinn sem heimsótti þá um hver jól á yngri árum. „Þetta er mjög fyndið. Ég gaf þeim tveimur alltaf jólakort og studdi þá í einu og öllu. Ég veit líka að þeir styðja mig í þessu verkefni. Þeir eru bestir í KR á þessum tíma. Ég var tíu eða ellefu ára og leit fáránlega mikið upp til þeirra,“ segir Albert sem var einnig Rauða ljónið, lukkudýr KR, nokkrum sinnum þegar að hann var lítill. „Maður tók það verkefni á sig stundum. Ég var eins mikið í bolta og ég gat og þarna sá ég möguleika á því að vera rautt ljón með fótbolta. Maður nýtti þetta tækifæri,“ segir hann og brosir. Það er auðvitað stórt fyrir þennan unga framherja að vera kominn á HM en býst hann við einhverjum mínútum á mótinu? „Ég held mér rólegum en auðvitað ætla ég frekar að búast við einhverju heldur en ekki þannig að ég verði klár þegar að kallið kemur. Ég ætla að vera klár og búast við einhverjum mínútum og vera þá 100 prósent einbeittur þegar að ég kem inn á,“ segir Albert Guðmundsson.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir „Kannski enda ég í vinstri bakverði þegar ég kem heim“ Á meðan Birkir Már Sævarsson er með landsliðinu gengur Valsmönnum allt í haginn á Íslandsmótinu. 11. júní 2018 16:00 Birkir fann kipp í rassinum og óttaðist að hann væri tognaður Fór í myndatöku og vonar það besta. 11. júní 2018 09:52 Sverrir Ingi: Þetta köllum við nú bara hafgolu Sverrir Ingi Ingason, miðvörður íslenska landsliðsins, er klár í slaginn ef kallið kemur fyrir leikinn á móti Argentínu. 11. júní 2018 14:30 Öryggisfulltrúi KSÍ fundar tvisvar á dag með lögregluyfirvöldum Það hvílir mikil ábyrgð á herðum Víðis Reynissonar öryggisfulltrúa að sjá til þess ásamt yfirvöldum í Rússlandi að strákarnir okkar séu öruggir allan tímann hér í landi. 11. júní 2018 13:00 Bros, sól og vindasamt á fyrstu lokuðu æfingu landsliðsins Afar vindasamt var í Kabardinka í Rússlandi í nótt og mátti sjá þess merki þegar íslenska landsliðið mætti til æfinga klukkan 10:30 að staðartíma. 11. júní 2018 09:45 Mest lesið „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn Asensio skaut Villa áfram Enski boltinn „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Körfubolti Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti Albert kom við sögu í naumum sigri Fótbolti „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Körfubolti Embiid frá út leiktíðina Körfubolti Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti Fleiri fréttir Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Asensio skaut Villa áfram Albert kom við sögu í naumum sigri Bayern kom til baka gegn Stuttgart Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Ísak Bergmann skoraði í leik sem mátti ekki tapast en tapaðist samt Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Daði Berg frá Víkingi til Vestra Gera grín að Jürgen Klopp Víkingar skipta um gír Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Sjá meira
„Kannski enda ég í vinstri bakverði þegar ég kem heim“ Á meðan Birkir Már Sævarsson er með landsliðinu gengur Valsmönnum allt í haginn á Íslandsmótinu. 11. júní 2018 16:00
Birkir fann kipp í rassinum og óttaðist að hann væri tognaður Fór í myndatöku og vonar það besta. 11. júní 2018 09:52
Sverrir Ingi: Þetta köllum við nú bara hafgolu Sverrir Ingi Ingason, miðvörður íslenska landsliðsins, er klár í slaginn ef kallið kemur fyrir leikinn á móti Argentínu. 11. júní 2018 14:30
Öryggisfulltrúi KSÍ fundar tvisvar á dag með lögregluyfirvöldum Það hvílir mikil ábyrgð á herðum Víðis Reynissonar öryggisfulltrúa að sjá til þess ásamt yfirvöldum í Rússlandi að strákarnir okkar séu öruggir allan tímann hér í landi. 11. júní 2018 13:00
Bros, sól og vindasamt á fyrstu lokuðu æfingu landsliðsins Afar vindasamt var í Kabardinka í Rússlandi í nótt og mátti sjá þess merki þegar íslenska landsliðið mætti til æfinga klukkan 10:30 að staðartíma. 11. júní 2018 09:45
Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti
Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti