Segir ekki hægt að setja erindi kjararáðs í ruslið og yppta öxlum Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 11. júní 2018 12:15 Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar Vísir/Vilhelm Formaður félags forstöðumanna ríkisstofnana segir að þingmenn séu að reyna að skapa sér pólitíska stöðu með því að leggja niður kjararáð og að tugir erinda sitji enn eftir hjá ráðinu. Frumvarp um að kjararáð verði lagt niður fer til annarrar umræðu á Alþingi í dag og ef það verður samþykkt fyrir þinglok verður kjararáð óvirkt frá næstu mánaðamótum. Ljóst er þó að einhver fjöldi erinda liggur fyrir ráðinu til afgreiðslu og er greint frá því í Morgunblaðinu í dag að á meðal þeirra séu erindi frá forstöðumönnum ríkisstofnana. Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar og formaður félags forstöðumannaríkisstofnana, telur að erindin skipti tugum. „Þessi sjónarmið sem ég er að setja fram núna koma til af því að það er verið að leggja fyrir þingið núna frumvarp um að kjararáð verði lagt niður eftir sína dæmalausu tilvist og frammistöðu. Við erum raunverulega að vara við því að hjá ráðinu liggja fjöldi erinda frá forstöðumönnum ríkisstofnana sem hafa átt undir kjararáð að sækja sem eru óafgreidd og það hljóta að þurfa að taka afstöðu til þess hvað verður um þau eða afgreiða þau áður en ráðið verður lagt niður,“ segir Gissur í samtali við Vísi.Ekkert stjórnvald geti hent erindum í ruslið Störf kjararáðs hafa verið afar umdeild undanfarin misseri og telur Gissur líklegt að þingmenn vilji kaupa sér velvild almennings með því að leggja ráðið niður. „Alþingismenn fengu náttúrulega mjög ríflega hækkun nú á síðasta vetri. Þar sem var bæði verið að svara launarýrnum með tilliti til verðlags og hækka laun þeirra. Það er kannski í sjálfu sér enginn vilji til að halda áfram eftir að þessi afgreiðsla liggur fyrir en það eru þarna tugir einstaklingar sem sitja undir með sín óafgreiddu erindi,“ segir hann. „Þeir eru náttúrulega að reyna að skapa sér einhverja pólitíska stöðu með því að leggja þetta ráð niður en eftir situr að það hefur haft einhver verkefni og það verður að ljúka þeim áður en annað tekur við. Ég get ekki séð hvernig það er hægt að setja öll erindi sem hjá Kjararáði liggja í ruslafötuna og yppta öxlum. Þannig getur ekkert stjórnvald hagað sér.“Önnur bið framundan Verði kjararáð lagt af munu kjör þeirra sem falla undir ráðið sett undir kjara- og mannauðssýslu ríkisins, en Gissur segir fyrirhugað verklega ekki vera nógu skýrt. „Nei það er ekki búið að hugsa það til enda og ljóst að það tekur við önnur óþolandi bið við að fá þessi erindi afgreidd ef það er ætlun manna að láta sem ekkert sé og leyfa þessu stjórnvaldi bara að leggja niður lappirnar án þess að klára sín mál.“ Alþingi Kjaramál Kjararáð Tengdar fréttir Vilja að kjararáð verði lagt niður Kjararáð verður lagt niður nái frumvarp meirihluta efnahags- og viðskiptanefndar Alþingi fram að ganga. 31. maí 2018 10:32 Forstjóri Hörpu fékk 20 prósenta launahækkun Stjórnin veitti nýráðnum forstjóra Hörpu launahækkun upp á rúm 20 pró- sent síðasta sumar. Stjórnin var nýkomin með ákvörðunarvald yfir launum forstjórans sem áður heyrði undir kjararáð. Ráðið hafði ákvarðað forstjóranum 1,3 milljónir í mánaðarlaun nokkrum mánuðum fyrr, í febrúar 2017. 2. maí 2018 07:00 Gagnrýna laun bæjarstjóra í jafn litlum bæ og Seltjarnarnesi Bæjarstjóri Seltjarnarnesbæjar fær rúmlega 1,9 milljónir króna í mánaðarlaun. Bæjarfulltrúar minnihlutans gagnrýndu nýverið launin sem væru allt of há fyrir svo lítið bæjarfélag, sem telur rúmlega 4.500 íbúa. 31. maí 2018 06:00 Katrín ætlar að breyta kjörum æðstu embættismanna Katrín sagðist vonast til að þingheimur nái saman um breytingar á kjörum æðstu embættismanna ríkisins. 26. apríl 2018 13:20 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Sjá meira
Formaður félags forstöðumanna ríkisstofnana segir að þingmenn séu að reyna að skapa sér pólitíska stöðu með því að leggja niður kjararáð og að tugir erinda sitji enn eftir hjá ráðinu. Frumvarp um að kjararáð verði lagt niður fer til annarrar umræðu á Alþingi í dag og ef það verður samþykkt fyrir þinglok verður kjararáð óvirkt frá næstu mánaðamótum. Ljóst er þó að einhver fjöldi erinda liggur fyrir ráðinu til afgreiðslu og er greint frá því í Morgunblaðinu í dag að á meðal þeirra séu erindi frá forstöðumönnum ríkisstofnana. Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar og formaður félags forstöðumannaríkisstofnana, telur að erindin skipti tugum. „Þessi sjónarmið sem ég er að setja fram núna koma til af því að það er verið að leggja fyrir þingið núna frumvarp um að kjararáð verði lagt niður eftir sína dæmalausu tilvist og frammistöðu. Við erum raunverulega að vara við því að hjá ráðinu liggja fjöldi erinda frá forstöðumönnum ríkisstofnana sem hafa átt undir kjararáð að sækja sem eru óafgreidd og það hljóta að þurfa að taka afstöðu til þess hvað verður um þau eða afgreiða þau áður en ráðið verður lagt niður,“ segir Gissur í samtali við Vísi.Ekkert stjórnvald geti hent erindum í ruslið Störf kjararáðs hafa verið afar umdeild undanfarin misseri og telur Gissur líklegt að þingmenn vilji kaupa sér velvild almennings með því að leggja ráðið niður. „Alþingismenn fengu náttúrulega mjög ríflega hækkun nú á síðasta vetri. Þar sem var bæði verið að svara launarýrnum með tilliti til verðlags og hækka laun þeirra. Það er kannski í sjálfu sér enginn vilji til að halda áfram eftir að þessi afgreiðsla liggur fyrir en það eru þarna tugir einstaklingar sem sitja undir með sín óafgreiddu erindi,“ segir hann. „Þeir eru náttúrulega að reyna að skapa sér einhverja pólitíska stöðu með því að leggja þetta ráð niður en eftir situr að það hefur haft einhver verkefni og það verður að ljúka þeim áður en annað tekur við. Ég get ekki séð hvernig það er hægt að setja öll erindi sem hjá Kjararáði liggja í ruslafötuna og yppta öxlum. Þannig getur ekkert stjórnvald hagað sér.“Önnur bið framundan Verði kjararáð lagt af munu kjör þeirra sem falla undir ráðið sett undir kjara- og mannauðssýslu ríkisins, en Gissur segir fyrirhugað verklega ekki vera nógu skýrt. „Nei það er ekki búið að hugsa það til enda og ljóst að það tekur við önnur óþolandi bið við að fá þessi erindi afgreidd ef það er ætlun manna að láta sem ekkert sé og leyfa þessu stjórnvaldi bara að leggja niður lappirnar án þess að klára sín mál.“
Alþingi Kjaramál Kjararáð Tengdar fréttir Vilja að kjararáð verði lagt niður Kjararáð verður lagt niður nái frumvarp meirihluta efnahags- og viðskiptanefndar Alþingi fram að ganga. 31. maí 2018 10:32 Forstjóri Hörpu fékk 20 prósenta launahækkun Stjórnin veitti nýráðnum forstjóra Hörpu launahækkun upp á rúm 20 pró- sent síðasta sumar. Stjórnin var nýkomin með ákvörðunarvald yfir launum forstjórans sem áður heyrði undir kjararáð. Ráðið hafði ákvarðað forstjóranum 1,3 milljónir í mánaðarlaun nokkrum mánuðum fyrr, í febrúar 2017. 2. maí 2018 07:00 Gagnrýna laun bæjarstjóra í jafn litlum bæ og Seltjarnarnesi Bæjarstjóri Seltjarnarnesbæjar fær rúmlega 1,9 milljónir króna í mánaðarlaun. Bæjarfulltrúar minnihlutans gagnrýndu nýverið launin sem væru allt of há fyrir svo lítið bæjarfélag, sem telur rúmlega 4.500 íbúa. 31. maí 2018 06:00 Katrín ætlar að breyta kjörum æðstu embættismanna Katrín sagðist vonast til að þingheimur nái saman um breytingar á kjörum æðstu embættismanna ríkisins. 26. apríl 2018 13:20 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Sjá meira
Vilja að kjararáð verði lagt niður Kjararáð verður lagt niður nái frumvarp meirihluta efnahags- og viðskiptanefndar Alþingi fram að ganga. 31. maí 2018 10:32
Forstjóri Hörpu fékk 20 prósenta launahækkun Stjórnin veitti nýráðnum forstjóra Hörpu launahækkun upp á rúm 20 pró- sent síðasta sumar. Stjórnin var nýkomin með ákvörðunarvald yfir launum forstjórans sem áður heyrði undir kjararáð. Ráðið hafði ákvarðað forstjóranum 1,3 milljónir í mánaðarlaun nokkrum mánuðum fyrr, í febrúar 2017. 2. maí 2018 07:00
Gagnrýna laun bæjarstjóra í jafn litlum bæ og Seltjarnarnesi Bæjarstjóri Seltjarnarnesbæjar fær rúmlega 1,9 milljónir króna í mánaðarlaun. Bæjarfulltrúar minnihlutans gagnrýndu nýverið launin sem væru allt of há fyrir svo lítið bæjarfélag, sem telur rúmlega 4.500 íbúa. 31. maí 2018 06:00
Katrín ætlar að breyta kjörum æðstu embættismanna Katrín sagðist vonast til að þingheimur nái saman um breytingar á kjörum æðstu embættismanna ríkisins. 26. apríl 2018 13:20