Fjölmörg íslensk börn notið góðs af skóstærð og góðmennsku Birkis Bjarna Arnar Björnsson skrifar 11. júní 2018 23:00 „Okkur líður mjög vel. Frábær veður og frábær völlur, hótelið fínt og maturinn frábær. Þetta gæti ekki verið betra.“ Þetta segir Birkir Bjarnason sem tók því rólega á æfingu í gær. Hann meiddist í lærvöðva í leiknum gegn Gana á fimmtudag en segir þau meiðsli ekki alvarleg. Birkir var með á Evrópumótinu fyrir tveimur árum, hvernig er samanburðurinn við Frakkland og Rússland? „Þetta er að mörgu leyti svipað. Við erum ekki einir á hótelinu núna. Kannski er þetta svipað en aðeins stærra.“ Hann segir að leikmennirnir verði ekki fyrir mikilli truflun á hótelinu. Eftir langa og stranga æfingu í gær fengu þeir frí, en í hvað fór frítíminn? „Við reyndum að njóta veðursins, borðuðum vel, horfðum á bíómynd og gerðum ýmislegt.“ Birkir var ekki hrifinn af myndinni, Game night. Vonandi enn skemmtilegra en EM Eftir æfinguna í dag fór Birkir í meðferð hjá sjúkraþjálfara og ætlaði síðan að njóta þess að vera hérna.Ertu orðinn spenntur?„Já mjög og er búinn að vera spenntur nokkuð lengi. Núna er þetta alveg að detta inn og maður er orðinn verulega spenntur.“ Er þetta svipuð tilfinning og í Frakklandi?„Kannski aðeins öðruvísi. Þetta var auðvitað í fyrsta skipti sem við fórum á stórmóti í Frakklandi. Þá vissi maður kannski ekki alveg hvað maður var að fara út í. Núna er þetta öðruvísi, maður hefur verið í þessum sporum áður en þetta er svolítið stærra og vonandi skemmtilegra þannig að það verður vonandi fjör.“Gott að aðrir geti notið Birkir hefur í mörg ár gefið unglingum hafa ekki mikil fjárráð fótboltaskó sína og þau eru orðin ansi mörg skópörin sem hann hefur skilið eftir á góðum stað. Birkir er með frekar litla fætur, notar skó númer 39 eða 40. „Ég fæ mörg skópör hjá Adidas og oft fæ ég senda vitlausa skóstærð og það er gott að geta gefið strákum og stelpum skó sem hafa kannski minni möguleika á að kaupa þá. Það er bara gott að geta gert það. Hefurðu einhverja hugmynd hvað þú ert búinn að gefa mörg pör?„Nei, ég veit það ekki. Ég kem yfirleitt með marga skó fyrir hvern leik og ég hef bara ekki töluna á því. Ég er búinn að gera þetta í nokkur ár og vonandi held ég því bara áfram.“ Þannig að þú átt marga vini sem eru í skóm sem þú hefur fært þeim? „Það er gott að aðrir geti notið þeirra ef ég get það ekki. Það er bara gaman að því.“ HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Fleiri fréttir Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Sjá meira
„Okkur líður mjög vel. Frábær veður og frábær völlur, hótelið fínt og maturinn frábær. Þetta gæti ekki verið betra.“ Þetta segir Birkir Bjarnason sem tók því rólega á æfingu í gær. Hann meiddist í lærvöðva í leiknum gegn Gana á fimmtudag en segir þau meiðsli ekki alvarleg. Birkir var með á Evrópumótinu fyrir tveimur árum, hvernig er samanburðurinn við Frakkland og Rússland? „Þetta er að mörgu leyti svipað. Við erum ekki einir á hótelinu núna. Kannski er þetta svipað en aðeins stærra.“ Hann segir að leikmennirnir verði ekki fyrir mikilli truflun á hótelinu. Eftir langa og stranga æfingu í gær fengu þeir frí, en í hvað fór frítíminn? „Við reyndum að njóta veðursins, borðuðum vel, horfðum á bíómynd og gerðum ýmislegt.“ Birkir var ekki hrifinn af myndinni, Game night. Vonandi enn skemmtilegra en EM Eftir æfinguna í dag fór Birkir í meðferð hjá sjúkraþjálfara og ætlaði síðan að njóta þess að vera hérna.Ertu orðinn spenntur?„Já mjög og er búinn að vera spenntur nokkuð lengi. Núna er þetta alveg að detta inn og maður er orðinn verulega spenntur.“ Er þetta svipuð tilfinning og í Frakklandi?„Kannski aðeins öðruvísi. Þetta var auðvitað í fyrsta skipti sem við fórum á stórmóti í Frakklandi. Þá vissi maður kannski ekki alveg hvað maður var að fara út í. Núna er þetta öðruvísi, maður hefur verið í þessum sporum áður en þetta er svolítið stærra og vonandi skemmtilegra þannig að það verður vonandi fjör.“Gott að aðrir geti notið Birkir hefur í mörg ár gefið unglingum hafa ekki mikil fjárráð fótboltaskó sína og þau eru orðin ansi mörg skópörin sem hann hefur skilið eftir á góðum stað. Birkir er með frekar litla fætur, notar skó númer 39 eða 40. „Ég fæ mörg skópör hjá Adidas og oft fæ ég senda vitlausa skóstærð og það er gott að geta gefið strákum og stelpum skó sem hafa kannski minni möguleika á að kaupa þá. Það er bara gott að geta gert það. Hefurðu einhverja hugmynd hvað þú ert búinn að gefa mörg pör?„Nei, ég veit það ekki. Ég kem yfirleitt með marga skó fyrir hvern leik og ég hef bara ekki töluna á því. Ég er búinn að gera þetta í nokkur ár og vonandi held ég því bara áfram.“ Þannig að þú átt marga vini sem eru í skóm sem þú hefur fært þeim? „Það er gott að aðrir geti notið þeirra ef ég get það ekki. Það er bara gaman að því.“
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Fleiri fréttir Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Sjá meira