Kjararáð telur ekki tilefni til að afhenda úrskurðarnefnd um upplýsingamál (ÚNU) afrit af fundargerðum sínum í trúnaði. Ráðið telur sig ekki falla undir upplýsingalög og þar með ekki undir valdsvið nefndarinnar.
Þetta kemur fram í athugasemdum kjararáðs vegna kæru Fréttablaðsins til ÚNU. Í athugasemdunum er hamrað á því að ráðið sé ekki stjórnvald heldur starfi fyrir alla þrjá arma ríkisvaldsins.
Sjá einnig: Kjararáð vill ekki Fréttablaðinu fundargerðir sínar
Í kjölfar kæru Fréttablaðsins var ráðinu gefinn kostur á að koma með röksemdir fyrir synjuninni og beðið um að ÚNU yrði veittur aðgangur að gögnunum í trúnaði.
„Kjararáð telur því ekki tilefni til að senda gögnin til [ÚNU] fyrr en fyrir liggur hver niðurstaða nefndarinnar verður um hvort kjararáð falli undir upplýsingalög,“ segir í athugasemdunum.
ÚNU fær ekki gögn kjararáðs

Tengdar fréttir

Segir ekki hægt að setja erindi kjararáðs í ruslið og yppta öxlum
Formaður félags forstöðumanna ríkisstofnana segir að þingmenn séu að reyna að skapa sér pólitíska stöðu með því að leggja niður Kjararáð og að tugir erinda sitji enn eftir hjá ráðinu.

Vilja að kjararáð verði lagt niður
Kjararáð verður lagt niður nái frumvarp meirihluta efnahags- og viðskiptanefndar Alþingi fram að ganga.

Kjararáð vill ekki afhenda Fréttablaðinu fundargerðir sínar
Að mati kjararáðs var ráðið ekki stjórnvald í tíð eldri laga sem um það giltu.