Ísland rekur sem dæmi lestina í spá íþróttatölfræðiþjónustunnar Opta um lokastöðuna í D-riðli HM í fótbolta í Rússlandi en íslensku strákarnir eru samt ekki langt frá öðru sætinu sem myndi gefa sæti í sextán liða úrslitunum.
Argentínumenn eiga að vinna yfirburðarsigur í D-riðlinum en það eru 75,7 prósent líkur á því að þeir komist áfram í útsláttarkeppnina.
Öll hin þrjú liðin í riðlinum eru með minna en 50 prósent líkur á því að enda í öðru af tveimur efstu sætum riðilsins.
Króatar eru með 45,2 prósent líkur á því að komast áfram, líkur nígeríska landsliðsins eru 40,6 prósent og íslensku strákarnir eru að lokum með 38,5 prósent líkur á sæti í sextán liða úrslitunum.
Þetta þýðir um leið að strákarnir eru innan við sjö prósentum frá öðru sæti riðilsins samkvæmt útreikningum Opta.
Samkvæmt þessu má búast við mjög spennandi keppni í D-riðlinum sem margir fjölmiðlar hafa litið á sem einn þann jafnasta í heimsmeistarakeppninni í ár.
Spá Opta í D-riðli má sjá hér fyrir neðan.
D - Based on our World Cup predictor, Opta give Argentina (75.7%) the best chance of progressing from Group D at the 2018 @FIFAWorldCup. Wisdom.
For more info on the how the Opta Predictor is calculated, click here: https://t.co/O5yVz0Y0Zl#ARG#CRO#NGA#ISLpic.twitter.com/lh5MHw9Ksa
— OptaJoe (@OptaJoe) June 12, 2018
Það eru síðan aðeins 1,3 prósent líkur á því að strákarnir okkar verði heimsmeistarar í ár en brasilíska landsliðið er sigurstranglegast eins og sjá má hér fyrir neðan. 13.2% - Based on our World Cup predictor, Opta give Brazil the highest chance of winning the 2018 World Cup (13.2%), followed by Germany (10.7%) & Argentina (10.1%). Probability.
For more info on the how the Opta Predictor is calculated, click here: https://t.co/O5yVz0Y0Zlpic.twitter.com/MOjnESld6Z
— OptaJoe (@OptaJoe) June 12, 2018