Ingi Þór orðinn þjálfari KR-inga á ný: Fjögurra ára samningur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. júní 2018 12:00 Ingi Þór Steinþórsson. vísir/eyþór Ingi Þór Steinþórsson var í hádeginu kynntur sem nýr þjálfari Íslandsmeistara KR í körfubolta en hann tekur við KR-liðinu af Finn Frey Stefánssyni sem hefur gert KR að Íslandsmeisturum undanfarin fimm ár. KR-ingar héldu blaðamannafundinn sinn í húsakynnum Alvogen í Vatnsmýrinni. Ingi Þór skrifaði þar undir fjögurra ára samning. KR-ingar ráða því uppalinn í KR-ing í starfið enn á ný en það hafa þeir gert í síðustu fimm ráðningum sínum og allir þjálfarar KR á þessari öld nema einn, Herbert Arnarson (2004-2006), hafa verið uppaldir hjá KR. Þetta eru líka fyrstu jákvæðu fréttirnar af fimmföldum meisturum KR í sumar en liðið hefur misst tvo lykilmenn (Brynjar Þór Björnsson og Darri Hilmarsson) og þjálfara (Finnur Freyr Stefánsson) eftir að fimmti titilinn í röð var í höfn. Ingi Þór Steinþórsson þjálfari karlalið KR á árunum 1999 til 2004 en hefur þjálfað lið Snæfells í Stykkishólmi frá árinu 2009. Ingi Þór er uppalinn KR-ingur og hefur starfað mikið fyrir félagið í gegnum tíðina. Hann mun einnig taka við sem yfirþjálfari yngri flokka félagsins en því starfi gengdi hann einnig á sínum tíma. Ingi Þór gerði karlalið KR að Íslandsmeisturum vorið 2000 og Vesturbæjarliðið komst tvisvar í bikarúrslitaleikinn undir hans stjórn eða árin 2000 og 2002. Ingi Þór var einnig aðstoðarþjálfari Benedikts Guðmundssonar þegar KR vann Íslandsmeistaratitilinn vorið 2009. Snæfelli missir þarna bæði þjálfara karla- og kvennaliðs félagsins á einu bretti en Snæfell varð fjórum sinnum Íslandsmeistari undir stjórn Inga, kvennaliðið vann þrjú ár í röð frá 2014 til 2016 og karlaliðið strax á hans fyrsta ári. KR-liðið vann 72 af 110 deildarleikjum sínum undir stjórn Inga Þórs frá 1999 til 2004 og 14 af 28 leikjum sínum í úrslitakeppninni. Liðið fór í úrslitakeppnina öll fimm tímabilin, vann titilinn einu sinni, komst tvisvar í undanúrslit en datt síðustu tvö tímabilin út í átta liða úrslitunum. Finnur Freyr Stefánsson (91 sigur) er eini þjálfari KR sem hefur unnið fleiri deildarleiki í sögu úrvalsdeildar karla (1978-2018) sem þjálfari KR en Ingi Þór er þar jafn Benedikti Guðmundssyni með 72 sigra. Inga Þór vantar fjórtán sigra til að vinna 100 leiki á Íslandsmóti sem þjálfari KR. Dominos-deild karla Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Fótbolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Anton Sveinn er hættur Sport Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Fótbolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Galdraskot Óðins vekur athygli Handbolti Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti Fleiri fréttir Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Sjá meira
Ingi Þór Steinþórsson var í hádeginu kynntur sem nýr þjálfari Íslandsmeistara KR í körfubolta en hann tekur við KR-liðinu af Finn Frey Stefánssyni sem hefur gert KR að Íslandsmeisturum undanfarin fimm ár. KR-ingar héldu blaðamannafundinn sinn í húsakynnum Alvogen í Vatnsmýrinni. Ingi Þór skrifaði þar undir fjögurra ára samning. KR-ingar ráða því uppalinn í KR-ing í starfið enn á ný en það hafa þeir gert í síðustu fimm ráðningum sínum og allir þjálfarar KR á þessari öld nema einn, Herbert Arnarson (2004-2006), hafa verið uppaldir hjá KR. Þetta eru líka fyrstu jákvæðu fréttirnar af fimmföldum meisturum KR í sumar en liðið hefur misst tvo lykilmenn (Brynjar Þór Björnsson og Darri Hilmarsson) og þjálfara (Finnur Freyr Stefánsson) eftir að fimmti titilinn í röð var í höfn. Ingi Þór Steinþórsson þjálfari karlalið KR á árunum 1999 til 2004 en hefur þjálfað lið Snæfells í Stykkishólmi frá árinu 2009. Ingi Þór er uppalinn KR-ingur og hefur starfað mikið fyrir félagið í gegnum tíðina. Hann mun einnig taka við sem yfirþjálfari yngri flokka félagsins en því starfi gengdi hann einnig á sínum tíma. Ingi Þór gerði karlalið KR að Íslandsmeisturum vorið 2000 og Vesturbæjarliðið komst tvisvar í bikarúrslitaleikinn undir hans stjórn eða árin 2000 og 2002. Ingi Þór var einnig aðstoðarþjálfari Benedikts Guðmundssonar þegar KR vann Íslandsmeistaratitilinn vorið 2009. Snæfelli missir þarna bæði þjálfara karla- og kvennaliðs félagsins á einu bretti en Snæfell varð fjórum sinnum Íslandsmeistari undir stjórn Inga, kvennaliðið vann þrjú ár í röð frá 2014 til 2016 og karlaliðið strax á hans fyrsta ári. KR-liðið vann 72 af 110 deildarleikjum sínum undir stjórn Inga Þórs frá 1999 til 2004 og 14 af 28 leikjum sínum í úrslitakeppninni. Liðið fór í úrslitakeppnina öll fimm tímabilin, vann titilinn einu sinni, komst tvisvar í undanúrslit en datt síðustu tvö tímabilin út í átta liða úrslitunum. Finnur Freyr Stefánsson (91 sigur) er eini þjálfari KR sem hefur unnið fleiri deildarleiki í sögu úrvalsdeildar karla (1978-2018) sem þjálfari KR en Ingi Þór er þar jafn Benedikti Guðmundssyni með 72 sigra. Inga Þór vantar fjórtán sigra til að vinna 100 leiki á Íslandsmóti sem þjálfari KR.
Dominos-deild karla Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Fótbolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Anton Sveinn er hættur Sport Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Fótbolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Galdraskot Óðins vekur athygli Handbolti Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti Fleiri fréttir Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum