Cantona vildi vita meira um litla ísmolann sem rústaði Englandi Tómas Þór Þórðarson í Kabardinka skrifar 12. júní 2018 19:30 Áhugi erlendra fjölmiðlamanna á íslenska liðinu hefur verið gríðarlegur undanfarin ár og hann hefur ekki minnkað í aðdraganda HM. Einn þeirra sem leitaði að svörum við íslenska fótboltakraftaverkinu var sjálfur Eric Cantona. Hann kom hingað til lands í apríl að taka upp myndina The Kings Road sem fjallar meðal annars um íslenska landsliðið. Cantona var ekki bara heillaður af árangri strákanna okkar og almennt af uppbyggingu íslenska fótboltans. Hann hafði einnig mikinn áhuga á land og þjóð, sögu okkar, sigrum og sorgum. Allt þetta telur hann að sé þáttur í íslenska fótboltaævintýrinu. „Alveg síðan að ég varð vitni að því þegar að þessi litli ísmoli sem telur 350.000 íbúa rústaði Englandi á EM 2016 hef ég vijað komast að ástæðum þessarar íslensku uppsveiflu í fótboltanum. Sérstaklega núna þegar að liðið er komið á HM í Rússlandi. Cantona vildi kynnast íslensku þjóðinni frá hinum ýmsu vinklum og talaði því við Arnór Guðjohnsen, Heimi Hallgrímsson, meðlimi Tólfunnar, kraftajötuninn Hafþór Júlíus Björnsson, Jón Gnarr og á endanum forseta lýðveldisins, Guðna Th. Jóhannesson.Eric Cantona á spjalli við Jón Gnarr.„Við spiluðum á móti hvor öðrum á tíunda áratugnum,“ segir Canton við Arnór Guðjohnsen en þeir mættust í landsleik Íslands og Frakklands á Laugardalsvellinum í undankeppni EM 1992 „Það var fyrir 28 árum. Það virðist vera heil eilíf síðan. Ég man samt aðeins eftir leiknum. Þú skoraðir ef ég man rétt,“ segir Arnór. „Já, ég skoraði. Ég held að það hafi verið þarna,“ segir hann og bendir á markið nær Laugardalslauginni. Cantona hitti Jón Gnarr í Borgarleikhúsinu og fór reyndar um kvöldið á sýninguna Með allt á hreinu. Jón sagði honum frá upplifun sinni af leiknum á móti Englandi. „Það var algjörlega ótrúlegt þegar að við unnum England. Ég held að hver einasti landsmaður hafi verið að horfa á leikinn. Fólk sem lá á dánarbeðinu frestaði dauðanum í smástund til þess að geta séð leikinn,“ segir Jón Gnarr. Í byrjun myndarinnar segir Cantona að skiljanlegt sé að Íslendingar geti búið til svona ævintýri eins og afrek fótboltalandsliðsins. Hann spyr Guðna Th. Jóhannesson hvað sé málið með þessa álfatrú. „Ímyndaðu þér þessa eyju í gegnum aldirnar. Veturnir eru kaldir og dimmir og fólk bjó í litlum torfkofum. Þú heyrir hljóð og býrð til sögur og annan heim. Ég er ekki að segja að álfar eru til en ég vil passa mig þannig að ég segi ekki heldur að álfar séu ekki til,“ segir Guðni. Vísir fjallar frekar um myndina The Kings Road á morgun.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Frederik Schram: Ef þú ræður ekki við ábyrgðina hefurðu ekkert að gera sem markvörður Danski Íslendingurinn í marki landsliðsins segist koma sterkari til baka eftir mistökin á móti Noregi. 12. júní 2018 14:00 Víkingaklappið gert ódauðlegt sem „emoji“ Íslenska landsliðið er liðið sem flestir hlutlausir halda með á HM og hefur sagan um hið ótrúlega afrek Íslands að komast á HM orðið heimsfræg. Eitt það helsta sem hinn almenni fótboltaáhugamaður tengir við Ísland er víkingaklappið. 12. júní 2018 13:02 Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Í beinni: KR - Stjarnan | Stimpla Stjörnumenn sig inn í toppbaráttuna? Íslenski boltinn Í beinni: Newcastle - Liverpool | Isak-málið á allra vörum Enski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Fleiri fréttir Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Í beinni: Newcastle - Liverpool | Isak-málið á allra vörum Í beinni: KR - Stjarnan | Stimpla Stjörnumenn sig inn í toppbaráttuna? Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Sjá meira
Áhugi erlendra fjölmiðlamanna á íslenska liðinu hefur verið gríðarlegur undanfarin ár og hann hefur ekki minnkað í aðdraganda HM. Einn þeirra sem leitaði að svörum við íslenska fótboltakraftaverkinu var sjálfur Eric Cantona. Hann kom hingað til lands í apríl að taka upp myndina The Kings Road sem fjallar meðal annars um íslenska landsliðið. Cantona var ekki bara heillaður af árangri strákanna okkar og almennt af uppbyggingu íslenska fótboltans. Hann hafði einnig mikinn áhuga á land og þjóð, sögu okkar, sigrum og sorgum. Allt þetta telur hann að sé þáttur í íslenska fótboltaævintýrinu. „Alveg síðan að ég varð vitni að því þegar að þessi litli ísmoli sem telur 350.000 íbúa rústaði Englandi á EM 2016 hef ég vijað komast að ástæðum þessarar íslensku uppsveiflu í fótboltanum. Sérstaklega núna þegar að liðið er komið á HM í Rússlandi. Cantona vildi kynnast íslensku þjóðinni frá hinum ýmsu vinklum og talaði því við Arnór Guðjohnsen, Heimi Hallgrímsson, meðlimi Tólfunnar, kraftajötuninn Hafþór Júlíus Björnsson, Jón Gnarr og á endanum forseta lýðveldisins, Guðna Th. Jóhannesson.Eric Cantona á spjalli við Jón Gnarr.„Við spiluðum á móti hvor öðrum á tíunda áratugnum,“ segir Canton við Arnór Guðjohnsen en þeir mættust í landsleik Íslands og Frakklands á Laugardalsvellinum í undankeppni EM 1992 „Það var fyrir 28 árum. Það virðist vera heil eilíf síðan. Ég man samt aðeins eftir leiknum. Þú skoraðir ef ég man rétt,“ segir Arnór. „Já, ég skoraði. Ég held að það hafi verið þarna,“ segir hann og bendir á markið nær Laugardalslauginni. Cantona hitti Jón Gnarr í Borgarleikhúsinu og fór reyndar um kvöldið á sýninguna Með allt á hreinu. Jón sagði honum frá upplifun sinni af leiknum á móti Englandi. „Það var algjörlega ótrúlegt þegar að við unnum England. Ég held að hver einasti landsmaður hafi verið að horfa á leikinn. Fólk sem lá á dánarbeðinu frestaði dauðanum í smástund til þess að geta séð leikinn,“ segir Jón Gnarr. Í byrjun myndarinnar segir Cantona að skiljanlegt sé að Íslendingar geti búið til svona ævintýri eins og afrek fótboltalandsliðsins. Hann spyr Guðna Th. Jóhannesson hvað sé málið með þessa álfatrú. „Ímyndaðu þér þessa eyju í gegnum aldirnar. Veturnir eru kaldir og dimmir og fólk bjó í litlum torfkofum. Þú heyrir hljóð og býrð til sögur og annan heim. Ég er ekki að segja að álfar eru til en ég vil passa mig þannig að ég segi ekki heldur að álfar séu ekki til,“ segir Guðni. Vísir fjallar frekar um myndina The Kings Road á morgun.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Frederik Schram: Ef þú ræður ekki við ábyrgðina hefurðu ekkert að gera sem markvörður Danski Íslendingurinn í marki landsliðsins segist koma sterkari til baka eftir mistökin á móti Noregi. 12. júní 2018 14:00 Víkingaklappið gert ódauðlegt sem „emoji“ Íslenska landsliðið er liðið sem flestir hlutlausir halda með á HM og hefur sagan um hið ótrúlega afrek Íslands að komast á HM orðið heimsfræg. Eitt það helsta sem hinn almenni fótboltaáhugamaður tengir við Ísland er víkingaklappið. 12. júní 2018 13:02 Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Í beinni: KR - Stjarnan | Stimpla Stjörnumenn sig inn í toppbaráttuna? Íslenski boltinn Í beinni: Newcastle - Liverpool | Isak-málið á allra vörum Enski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Fleiri fréttir Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Í beinni: Newcastle - Liverpool | Isak-málið á allra vörum Í beinni: KR - Stjarnan | Stimpla Stjörnumenn sig inn í toppbaráttuna? Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Sjá meira
Frederik Schram: Ef þú ræður ekki við ábyrgðina hefurðu ekkert að gera sem markvörður Danski Íslendingurinn í marki landsliðsins segist koma sterkari til baka eftir mistökin á móti Noregi. 12. júní 2018 14:00
Víkingaklappið gert ódauðlegt sem „emoji“ Íslenska landsliðið er liðið sem flestir hlutlausir halda með á HM og hefur sagan um hið ótrúlega afrek Íslands að komast á HM orðið heimsfræg. Eitt það helsta sem hinn almenni fótboltaáhugamaður tengir við Ísland er víkingaklappið. 12. júní 2018 13:02