Rúnar Alex: Vonandi skilar pressan frá okkur á Hannes sér inn á völlinn Tómas Þór Þórðarson í Kabardinka skrifar 13. júní 2018 16:00 Hannes Þór Halldórsson heldur strákunum ungu fyrir aftan sig. vísir/vilhelm Rúnar Alex Rúnarsson, einn af markvörðum íslenska landsliðsins á HM, er í bullandi samkeppni um varamarkvarðarstöðu liðsins við Frederik Schram en hvorugur þeirra veit í raun og veru hver er annar í röðinni á eftir Hannesi Þór Halldórssyni. Rúnar er alls ekki óvanur samkeppni en hún hefur verið mikil hjá honum í danska úrvalsdeildarliðinu Nordsjælland þar sem að hann stendur á milli stanganna í hverjum leik. „Þetta snýst bara um að æfa vel og segja sem minnst. Maður getur alveg talað þegar að það á við en í flestum tilvikum er best að þegja og sýna sig inni á vellinum,“ segir Rúnar um samkeppnina í Danmörku. Nordsjælland hefur fengið nokkra gæða markverði til liðs við sig í baráttuna við Rúnar. Þeir fengu undrabarn frá Ajax og einn af landsliðsmarkvörðum Svía en engum tókst að slá Rúnar út úr liðinu.Rúnar Alex Rúnarsson spilar í góðu liði í Danmörku.vísri/vilhelmVeit hvernig þetta er „Þeir voru samt alltaf mjög sanngjarnir. Þeir tilkynntu mér alltaf ef þeir voru að fara að fá einhvern nýjan. Þeir eru mjög sanngjarnir með það, að sá sem er bestur spilar sama hvað hann heitir. Þrátt fyrir að menn með svaka ferilskrár voru keyptir upplifði ég aldrei eins og að þeir voru fengnir til þess að henda mér á bekkinn,“ segir Rúnar. „Þetta hjálpar mér klárlega í þessari stöðu því ég er orðinn vanur þessu. Því verður það auðveldara fyrir mig að tækla hverja stund fyrir sig.“ Markvörðurinn 21 árs gamli veit því vel hvernig Hannesi Þór líður í landsliðinu. Hannes er með tvo unga og spólgraða markverði fyrir aftan sig sem báðir eru atvinnumenn og bíða eftir tækifærinu að slá aðalmannin nút. „Ég veit alveg hvernig þetta er. Ég held líka og vona það fyrir Íslands hönd að það muni skila sér inn á völlinn að Hannes viti af pressunni frá okkur tveimur ungum og góðum markvörðum fyrir aftan sig,“ segir Rúnar Alex Rúnarsson.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Heimsókn Cantona til Íslands: Í landi álfa geta ævintýrin orðið að veruleika Fótboltagoðsögnin Eric Cantona kom til Íslands til að reyna að skilja íslenska kraftaverkið. 13. júní 2018 10:00 Gylfi Þór: Hefur tekið á en konan fær að sjá mig eftir HM Gylfi Þór Sigurðsson hefur lagt ótrúlega mikið á sig í endurhæfingunni fyrir HM 2018 eftir meiðslin. 13. júní 2018 08:00 „Þeir hefðu allir viljað vera í þessum hópi“ Albert Guðmundsson sefur eins og barnið sem hann er. 13. júní 2018 11:30 Frederik með kennslubók í íslensku og Ragga á kantinum Ég tala reglulega við afa minn í síma. Hann talar gamaldags íslensku sem er auðveldara að skilja en strákarnir sem eiga það til að tala svolítið hratt og nota slangur. 13. júní 2018 14:15 Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Brazell ráðinn til Vals Íslenski boltinn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Sjá meira
Rúnar Alex Rúnarsson, einn af markvörðum íslenska landsliðsins á HM, er í bullandi samkeppni um varamarkvarðarstöðu liðsins við Frederik Schram en hvorugur þeirra veit í raun og veru hver er annar í röðinni á eftir Hannesi Þór Halldórssyni. Rúnar er alls ekki óvanur samkeppni en hún hefur verið mikil hjá honum í danska úrvalsdeildarliðinu Nordsjælland þar sem að hann stendur á milli stanganna í hverjum leik. „Þetta snýst bara um að æfa vel og segja sem minnst. Maður getur alveg talað þegar að það á við en í flestum tilvikum er best að þegja og sýna sig inni á vellinum,“ segir Rúnar um samkeppnina í Danmörku. Nordsjælland hefur fengið nokkra gæða markverði til liðs við sig í baráttuna við Rúnar. Þeir fengu undrabarn frá Ajax og einn af landsliðsmarkvörðum Svía en engum tókst að slá Rúnar út úr liðinu.Rúnar Alex Rúnarsson spilar í góðu liði í Danmörku.vísri/vilhelmVeit hvernig þetta er „Þeir voru samt alltaf mjög sanngjarnir. Þeir tilkynntu mér alltaf ef þeir voru að fara að fá einhvern nýjan. Þeir eru mjög sanngjarnir með það, að sá sem er bestur spilar sama hvað hann heitir. Þrátt fyrir að menn með svaka ferilskrár voru keyptir upplifði ég aldrei eins og að þeir voru fengnir til þess að henda mér á bekkinn,“ segir Rúnar. „Þetta hjálpar mér klárlega í þessari stöðu því ég er orðinn vanur þessu. Því verður það auðveldara fyrir mig að tækla hverja stund fyrir sig.“ Markvörðurinn 21 árs gamli veit því vel hvernig Hannesi Þór líður í landsliðinu. Hannes er með tvo unga og spólgraða markverði fyrir aftan sig sem báðir eru atvinnumenn og bíða eftir tækifærinu að slá aðalmannin nút. „Ég veit alveg hvernig þetta er. Ég held líka og vona það fyrir Íslands hönd að það muni skila sér inn á völlinn að Hannes viti af pressunni frá okkur tveimur ungum og góðum markvörðum fyrir aftan sig,“ segir Rúnar Alex Rúnarsson.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Heimsókn Cantona til Íslands: Í landi álfa geta ævintýrin orðið að veruleika Fótboltagoðsögnin Eric Cantona kom til Íslands til að reyna að skilja íslenska kraftaverkið. 13. júní 2018 10:00 Gylfi Þór: Hefur tekið á en konan fær að sjá mig eftir HM Gylfi Þór Sigurðsson hefur lagt ótrúlega mikið á sig í endurhæfingunni fyrir HM 2018 eftir meiðslin. 13. júní 2018 08:00 „Þeir hefðu allir viljað vera í þessum hópi“ Albert Guðmundsson sefur eins og barnið sem hann er. 13. júní 2018 11:30 Frederik með kennslubók í íslensku og Ragga á kantinum Ég tala reglulega við afa minn í síma. Hann talar gamaldags íslensku sem er auðveldara að skilja en strákarnir sem eiga það til að tala svolítið hratt og nota slangur. 13. júní 2018 14:15 Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Brazell ráðinn til Vals Íslenski boltinn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Sjá meira
Heimsókn Cantona til Íslands: Í landi álfa geta ævintýrin orðið að veruleika Fótboltagoðsögnin Eric Cantona kom til Íslands til að reyna að skilja íslenska kraftaverkið. 13. júní 2018 10:00
Gylfi Þór: Hefur tekið á en konan fær að sjá mig eftir HM Gylfi Þór Sigurðsson hefur lagt ótrúlega mikið á sig í endurhæfingunni fyrir HM 2018 eftir meiðslin. 13. júní 2018 08:00
„Þeir hefðu allir viljað vera í þessum hópi“ Albert Guðmundsson sefur eins og barnið sem hann er. 13. júní 2018 11:30
Frederik með kennslubók í íslensku og Ragga á kantinum Ég tala reglulega við afa minn í síma. Hann talar gamaldags íslensku sem er auðveldara að skilja en strákarnir sem eiga það til að tala svolítið hratt og nota slangur. 13. júní 2018 14:15