Marcus Rashford, framherji enska landsliðsins í knattspyrnu, meiddist á síðustu æfingu liðsins fyrir HM. Meiðslin eru þó ekki talin alvarleg.
Þessu greinir Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins frá, en enska liðið hélt til Rússlands í gær. Rashford meiddist á æfingu á mánudag og fékk þungt högg.
Meiðslin eru þó ekki sögð alvarleg en Rashford skoraði frábært mark og var valinn maður leiksins er England vann 2-0 sigur á Kosta-Ríka í síðasta leik liðsins fyrir HM.
England spilar gegn Túnis í fyrsta leiknum á HM þann átjánda júní en einnig eru Englendingar í riðli með Panama og Belgum sem er spáð góðu gengi.

