Ísland verði leiðandi í jafnrétti Guðrún Ragnarsdóttir skrifar 13. júní 2018 07:00 Við Íslendingar erum af flestum talin leiðandi í heiminum í jafnrétti kynjanna en við eigum samt ennþá langt í land til þess að ná fullkomnu jafnrétti. Hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja stendur í stað á milli ára. Lög um kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja sem ná til fyrirtækja með 50 starfsmenn eða fleiri hafa ekki veitt konum aukin völd innan stjórna og framkvæmdastjórna. Vonir stóðu til þess að um leið og konum fjölgaði í stjórnum myndi þeim einnig fjölga í framkvæmdastjórnum og öðrum stjórnendastöðum. Það hefur ekki gengið eftir. Til þess að takast á við þetta flókna verkefni hefur FKA, ásamt velferðarráðuneytinu, Sjóvá, Deloitte, Pipar/TWBA og Morgunblaðinu, hleypt af stokkunum hreyfiaflsverkefninu Jafnvægisvoginni. Markmiðið með verkefninu er að kynjahlutfall í framkvæmdastjórnum fyrirtækja verði 40/?60 árið 2027. Það er metnaðarfullt, en raunhæft. Jafnrétti gerist ekki af sjálfu sér, það þarf að hafa fyrir því. Fyrirtæki þurfa að vera virkilega tilbúin í þessa vegferð til að ná þessu markmiði. Tilgangur verkefnisins er að auka á jafnvægi kynja í efsta lagi stjórnunar fyrirtækja í íslensku viðskiptalífi. Þessu viljum við ná fram með því að virkja íslenskt viðskiptalíf til að verða að fyrirmynd jafnréttis fyrir aðrar þjóðir. Meðal þess sem við notum til að hvetja fyrirtækin til dáða er að veita viðurkenningar og draga fram í sviðsljósið fyrirtæki sem hafa náð markmiðum Jafnvægisvogarinnar. Við munum í framtíðinni standa fyrir viðburðum og fræðslu og vekja samfélagið til umhugsunar um virði fjölbreytileika og jafnvægis. Fyrsta verkefni Jafnvægisvogarinnar er að taka saman heildræna stöðu stjórnenda í íslensku atvinnulífi og birta niðurstöðurnar. Að því búnu er mögulegt að kortleggja aðgerðir. Við viljum hvetja stjórnendur fyrirtækja á Íslandi til þess að skrifa undir viljayfirlýsingu um að hefja þessa vegferð með okkur og vinna að jöfnum tækifærum kynjanna. Takið frá 31. október því þá verður ráðstefna þar sem niðurstöður verða kynntar og fyrirmyndarfyrirtæki kynna aðgerðir.Höfundur er talskona Jafnvægisvogarinnar og FKA-félagskona Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Við Íslendingar erum af flestum talin leiðandi í heiminum í jafnrétti kynjanna en við eigum samt ennþá langt í land til þess að ná fullkomnu jafnrétti. Hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja stendur í stað á milli ára. Lög um kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja sem ná til fyrirtækja með 50 starfsmenn eða fleiri hafa ekki veitt konum aukin völd innan stjórna og framkvæmdastjórna. Vonir stóðu til þess að um leið og konum fjölgaði í stjórnum myndi þeim einnig fjölga í framkvæmdastjórnum og öðrum stjórnendastöðum. Það hefur ekki gengið eftir. Til þess að takast á við þetta flókna verkefni hefur FKA, ásamt velferðarráðuneytinu, Sjóvá, Deloitte, Pipar/TWBA og Morgunblaðinu, hleypt af stokkunum hreyfiaflsverkefninu Jafnvægisvoginni. Markmiðið með verkefninu er að kynjahlutfall í framkvæmdastjórnum fyrirtækja verði 40/?60 árið 2027. Það er metnaðarfullt, en raunhæft. Jafnrétti gerist ekki af sjálfu sér, það þarf að hafa fyrir því. Fyrirtæki þurfa að vera virkilega tilbúin í þessa vegferð til að ná þessu markmiði. Tilgangur verkefnisins er að auka á jafnvægi kynja í efsta lagi stjórnunar fyrirtækja í íslensku viðskiptalífi. Þessu viljum við ná fram með því að virkja íslenskt viðskiptalíf til að verða að fyrirmynd jafnréttis fyrir aðrar þjóðir. Meðal þess sem við notum til að hvetja fyrirtækin til dáða er að veita viðurkenningar og draga fram í sviðsljósið fyrirtæki sem hafa náð markmiðum Jafnvægisvogarinnar. Við munum í framtíðinni standa fyrir viðburðum og fræðslu og vekja samfélagið til umhugsunar um virði fjölbreytileika og jafnvægis. Fyrsta verkefni Jafnvægisvogarinnar er að taka saman heildræna stöðu stjórnenda í íslensku atvinnulífi og birta niðurstöðurnar. Að því búnu er mögulegt að kortleggja aðgerðir. Við viljum hvetja stjórnendur fyrirtækja á Íslandi til þess að skrifa undir viljayfirlýsingu um að hefja þessa vegferð með okkur og vinna að jöfnum tækifærum kynjanna. Takið frá 31. október því þá verður ráðstefna þar sem niðurstöður verða kynntar og fyrirmyndarfyrirtæki kynna aðgerðir.Höfundur er talskona Jafnvægisvogarinnar og FKA-félagskona
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar