Spánverjar ráku þjálfara sinn aðeins tveimur dögum fyrir fyrsta leik á HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. júní 2018 10:14 Julen Lopetegui. Vísir/EPA Formaður spænska knattspyrnusambandsins tilkynnti það á blaðamannafundi í dag að sambandið hafi rekið landsliðsþjálfarann Julen Lopetegui aðeins tveimur dögum fyrir fyrsta leik á HM í fótbolta í Rússlandi. Leikmenn spænska fótboltalandsliðsins reyndu að koma þjálfara sínum til bjargar í dag þegar fréttist af því að formaður spænska knattspyrnusambandsins væri að fara að reka hann. Það tókst ekki. Luis Rubiales, formaður spænska sambandins, var mjög reiður yfir þeirri ákvörðun Julen Lopetegui að tilkynna það rétt fyrir HM að hann væri að fara að taka við stórliði Real Madrid eftir heimsmeistaramótið. Rubiales vissi af viðræðum Lopetegui og Real Madrid en þótti tímasetning tilkynningarinnar algjörlega út í hött nú þegar spænska landsliðið er aðeins nokkrum dögum frá því að fara spila sinn fyrsta leik á heimsmeistaramóti þar sem Spánverjar eiga góða möguleika á því að verða heimsmeistarar. Rubiales frétti það aðeins nokkrum mínútum fyrir fréttatilkynninguna frá Real Madrid að Julen Lopetegui ætlaði að gera það opinbert að hann væri að fara að taka við liði Real Madrid eftir HM. „Þú gerir ekki svona tveimur eða þremur dögum fyrir HM“ sagði Luis Rubiales. Luis Rubiales hitti blaðamenn og greindi frá ákvörðun sinni um leið og hann þakkaði Julen Lopetegui fyrir sín störf. „Hann er ein af ástæðunum fyrir að við erum hér í Rússlandi en við erum tilneyddir að segja honum upp,“ sagði Rubiales. „Við verðum að senda skýr skilaboð til allra starfsmanna spænska knattspyrnusambandsins að svona vinnubrögð ganga ekki. Það er mikilvægt fyrir okkur að vinna en enn mikilvægara að stunda rétt vinnubrögð,“ sagði Rubiales.Luis Rubiales: "Nos hemos visto obligados a prescindir del seleccionador nacional" https://t.co/7YEGJwxUOWpic.twitter.com/FUbfezUeuh — MARCA (@marca) June 13, 2018 Marca hafði heimildir fyrir því að leikmenn hafi mótmælt í herbúðum spænska liðsins þegar fréttist af ákvörðun formannsins. Leikmönnum spænska liðsins, með Sergio Ramos í fararbroddi, tókst hinsvegar ekki að sannfæra Luis Rubiales formann um að reka ekki þjálfarann og leyfa Julen Lopetegui að stýra liðinu í komandi heimsmeistarakeppni. „Það eru allir særðir í þessari stöðu. Ég hef útskýrt mína hlið fyrir leikmönnum liðsins og þeir skilja hana. Þeir sögðu mér að þeir ætli að gefa allt sitt í leikina,“ sagði Luis Rubiales. En hvað með næsta þjálfara? „Við vitum ekki enn hver tekur við liðinu. Það eina sem ég get sagt um það er að við ætlum að reyna að breyta eins litlu og mögulegt er,“ sagði Rubiales. „Ég bið alla um stuðning af því að við erum að tala um spænska landsliðið. Við þurfum að standa saman,“ sagði Rubiales. Fyrsti leikur spænska landsliðsins er á móti Portúgal strax á föstudaginn. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Enski boltinn Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Körfubolti Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Handbolti Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Fótbolti Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Fleiri fréttir Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Svona var fundur Blika fyrir slaginn við Loga og félaga Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Sjá meira
Formaður spænska knattspyrnusambandsins tilkynnti það á blaðamannafundi í dag að sambandið hafi rekið landsliðsþjálfarann Julen Lopetegui aðeins tveimur dögum fyrir fyrsta leik á HM í fótbolta í Rússlandi. Leikmenn spænska fótboltalandsliðsins reyndu að koma þjálfara sínum til bjargar í dag þegar fréttist af því að formaður spænska knattspyrnusambandsins væri að fara að reka hann. Það tókst ekki. Luis Rubiales, formaður spænska sambandins, var mjög reiður yfir þeirri ákvörðun Julen Lopetegui að tilkynna það rétt fyrir HM að hann væri að fara að taka við stórliði Real Madrid eftir heimsmeistaramótið. Rubiales vissi af viðræðum Lopetegui og Real Madrid en þótti tímasetning tilkynningarinnar algjörlega út í hött nú þegar spænska landsliðið er aðeins nokkrum dögum frá því að fara spila sinn fyrsta leik á heimsmeistaramóti þar sem Spánverjar eiga góða möguleika á því að verða heimsmeistarar. Rubiales frétti það aðeins nokkrum mínútum fyrir fréttatilkynninguna frá Real Madrid að Julen Lopetegui ætlaði að gera það opinbert að hann væri að fara að taka við liði Real Madrid eftir HM. „Þú gerir ekki svona tveimur eða þremur dögum fyrir HM“ sagði Luis Rubiales. Luis Rubiales hitti blaðamenn og greindi frá ákvörðun sinni um leið og hann þakkaði Julen Lopetegui fyrir sín störf. „Hann er ein af ástæðunum fyrir að við erum hér í Rússlandi en við erum tilneyddir að segja honum upp,“ sagði Rubiales. „Við verðum að senda skýr skilaboð til allra starfsmanna spænska knattspyrnusambandsins að svona vinnubrögð ganga ekki. Það er mikilvægt fyrir okkur að vinna en enn mikilvægara að stunda rétt vinnubrögð,“ sagði Rubiales.Luis Rubiales: "Nos hemos visto obligados a prescindir del seleccionador nacional" https://t.co/7YEGJwxUOWpic.twitter.com/FUbfezUeuh — MARCA (@marca) June 13, 2018 Marca hafði heimildir fyrir því að leikmenn hafi mótmælt í herbúðum spænska liðsins þegar fréttist af ákvörðun formannsins. Leikmönnum spænska liðsins, með Sergio Ramos í fararbroddi, tókst hinsvegar ekki að sannfæra Luis Rubiales formann um að reka ekki þjálfarann og leyfa Julen Lopetegui að stýra liðinu í komandi heimsmeistarakeppni. „Það eru allir særðir í þessari stöðu. Ég hef útskýrt mína hlið fyrir leikmönnum liðsins og þeir skilja hana. Þeir sögðu mér að þeir ætli að gefa allt sitt í leikina,“ sagði Luis Rubiales. En hvað með næsta þjálfara? „Við vitum ekki enn hver tekur við liðinu. Það eina sem ég get sagt um það er að við ætlum að reyna að breyta eins litlu og mögulegt er,“ sagði Rubiales. „Ég bið alla um stuðning af því að við erum að tala um spænska landsliðið. Við þurfum að standa saman,“ sagði Rubiales. Fyrsti leikur spænska landsliðsins er á móti Portúgal strax á föstudaginn.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Enski boltinn Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Körfubolti Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Handbolti Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Fótbolti Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Fleiri fréttir Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Svona var fundur Blika fyrir slaginn við Loga og félaga Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Sjá meira