Spánverjar ráku þjálfara sinn aðeins tveimur dögum fyrir fyrsta leik á HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. júní 2018 10:14 Julen Lopetegui. Vísir/EPA Formaður spænska knattspyrnusambandsins tilkynnti það á blaðamannafundi í dag að sambandið hafi rekið landsliðsþjálfarann Julen Lopetegui aðeins tveimur dögum fyrir fyrsta leik á HM í fótbolta í Rússlandi. Leikmenn spænska fótboltalandsliðsins reyndu að koma þjálfara sínum til bjargar í dag þegar fréttist af því að formaður spænska knattspyrnusambandsins væri að fara að reka hann. Það tókst ekki. Luis Rubiales, formaður spænska sambandins, var mjög reiður yfir þeirri ákvörðun Julen Lopetegui að tilkynna það rétt fyrir HM að hann væri að fara að taka við stórliði Real Madrid eftir heimsmeistaramótið. Rubiales vissi af viðræðum Lopetegui og Real Madrid en þótti tímasetning tilkynningarinnar algjörlega út í hött nú þegar spænska landsliðið er aðeins nokkrum dögum frá því að fara spila sinn fyrsta leik á heimsmeistaramóti þar sem Spánverjar eiga góða möguleika á því að verða heimsmeistarar. Rubiales frétti það aðeins nokkrum mínútum fyrir fréttatilkynninguna frá Real Madrid að Julen Lopetegui ætlaði að gera það opinbert að hann væri að fara að taka við liði Real Madrid eftir HM. „Þú gerir ekki svona tveimur eða þremur dögum fyrir HM“ sagði Luis Rubiales. Luis Rubiales hitti blaðamenn og greindi frá ákvörðun sinni um leið og hann þakkaði Julen Lopetegui fyrir sín störf. „Hann er ein af ástæðunum fyrir að við erum hér í Rússlandi en við erum tilneyddir að segja honum upp,“ sagði Rubiales. „Við verðum að senda skýr skilaboð til allra starfsmanna spænska knattspyrnusambandsins að svona vinnubrögð ganga ekki. Það er mikilvægt fyrir okkur að vinna en enn mikilvægara að stunda rétt vinnubrögð,“ sagði Rubiales.Luis Rubiales: "Nos hemos visto obligados a prescindir del seleccionador nacional" https://t.co/7YEGJwxUOWpic.twitter.com/FUbfezUeuh — MARCA (@marca) June 13, 2018 Marca hafði heimildir fyrir því að leikmenn hafi mótmælt í herbúðum spænska liðsins þegar fréttist af ákvörðun formannsins. Leikmönnum spænska liðsins, með Sergio Ramos í fararbroddi, tókst hinsvegar ekki að sannfæra Luis Rubiales formann um að reka ekki þjálfarann og leyfa Julen Lopetegui að stýra liðinu í komandi heimsmeistarakeppni. „Það eru allir særðir í þessari stöðu. Ég hef útskýrt mína hlið fyrir leikmönnum liðsins og þeir skilja hana. Þeir sögðu mér að þeir ætli að gefa allt sitt í leikina,“ sagði Luis Rubiales. En hvað með næsta þjálfara? „Við vitum ekki enn hver tekur við liðinu. Það eina sem ég get sagt um það er að við ætlum að reyna að breyta eins litlu og mögulegt er,“ sagði Rubiales. „Ég bið alla um stuðning af því að við erum að tala um spænska landsliðið. Við þurfum að standa saman,“ sagði Rubiales. Fyrsti leikur spænska landsliðsins er á móti Portúgal strax á föstudaginn. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ Enski boltinn „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Körfubolti „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Körfubolti Fleiri fréttir Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Damir ekki lengi að opna markareikninginn í Asíu Orri áfram í bikarnum en af velli í hálfleik Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Skrípamark en Mikael og félagar fengu bara stig „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Olmo og Victor í algjörri óvissu eftir að beiðni Barcelona var hafnað Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til KA fær lykilmann úr Eyjum Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Sjá meira
Formaður spænska knattspyrnusambandsins tilkynnti það á blaðamannafundi í dag að sambandið hafi rekið landsliðsþjálfarann Julen Lopetegui aðeins tveimur dögum fyrir fyrsta leik á HM í fótbolta í Rússlandi. Leikmenn spænska fótboltalandsliðsins reyndu að koma þjálfara sínum til bjargar í dag þegar fréttist af því að formaður spænska knattspyrnusambandsins væri að fara að reka hann. Það tókst ekki. Luis Rubiales, formaður spænska sambandins, var mjög reiður yfir þeirri ákvörðun Julen Lopetegui að tilkynna það rétt fyrir HM að hann væri að fara að taka við stórliði Real Madrid eftir heimsmeistaramótið. Rubiales vissi af viðræðum Lopetegui og Real Madrid en þótti tímasetning tilkynningarinnar algjörlega út í hött nú þegar spænska landsliðið er aðeins nokkrum dögum frá því að fara spila sinn fyrsta leik á heimsmeistaramóti þar sem Spánverjar eiga góða möguleika á því að verða heimsmeistarar. Rubiales frétti það aðeins nokkrum mínútum fyrir fréttatilkynninguna frá Real Madrid að Julen Lopetegui ætlaði að gera það opinbert að hann væri að fara að taka við liði Real Madrid eftir HM. „Þú gerir ekki svona tveimur eða þremur dögum fyrir HM“ sagði Luis Rubiales. Luis Rubiales hitti blaðamenn og greindi frá ákvörðun sinni um leið og hann þakkaði Julen Lopetegui fyrir sín störf. „Hann er ein af ástæðunum fyrir að við erum hér í Rússlandi en við erum tilneyddir að segja honum upp,“ sagði Rubiales. „Við verðum að senda skýr skilaboð til allra starfsmanna spænska knattspyrnusambandsins að svona vinnubrögð ganga ekki. Það er mikilvægt fyrir okkur að vinna en enn mikilvægara að stunda rétt vinnubrögð,“ sagði Rubiales.Luis Rubiales: "Nos hemos visto obligados a prescindir del seleccionador nacional" https://t.co/7YEGJwxUOWpic.twitter.com/FUbfezUeuh — MARCA (@marca) June 13, 2018 Marca hafði heimildir fyrir því að leikmenn hafi mótmælt í herbúðum spænska liðsins þegar fréttist af ákvörðun formannsins. Leikmönnum spænska liðsins, með Sergio Ramos í fararbroddi, tókst hinsvegar ekki að sannfæra Luis Rubiales formann um að reka ekki þjálfarann og leyfa Julen Lopetegui að stýra liðinu í komandi heimsmeistarakeppni. „Það eru allir særðir í þessari stöðu. Ég hef útskýrt mína hlið fyrir leikmönnum liðsins og þeir skilja hana. Þeir sögðu mér að þeir ætli að gefa allt sitt í leikina,“ sagði Luis Rubiales. En hvað með næsta þjálfara? „Við vitum ekki enn hver tekur við liðinu. Það eina sem ég get sagt um það er að við ætlum að reyna að breyta eins litlu og mögulegt er,“ sagði Rubiales. „Ég bið alla um stuðning af því að við erum að tala um spænska landsliðið. Við þurfum að standa saman,“ sagði Rubiales. Fyrsti leikur spænska landsliðsins er á móti Portúgal strax á föstudaginn.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ Enski boltinn „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Körfubolti „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Körfubolti Fleiri fréttir Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Damir ekki lengi að opna markareikninginn í Asíu Orri áfram í bikarnum en af velli í hálfleik Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Skrípamark en Mikael og félagar fengu bara stig „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Olmo og Victor í algjörri óvissu eftir að beiðni Barcelona var hafnað Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til KA fær lykilmann úr Eyjum Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti