Meirihlutasáttmálinn fráleit niðurstaða Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. júní 2018 10:50 "Sáttmálinn afhjúpar að meirihlutaflokkarnir lifa í annarri Reykjavík en við sósíalistar.“ Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalistaflokks Íslands í Reykjavík, segir að málefnasamningur nýs meirihluta í borginni sé fráleit niðurstaða í ljósi þess sem flokksmenn hefðu haldið fram í aðdraganda kosninga. Í kosningabaráttunni hefðu ákveðin mál verið fyrirferðamikil á borð við húsnæðiskreppuna, láglaunastefnu og hagsmunamál hinna verst settu en í sáttmálanum séu engar aðgerðir boðaðar „sem máli skipta“ til að bæta lífskjör láglaunafólks. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sósíalistaflokki Íslands. „Þeir brauðmolar sem þau fá eru bæði fáir og smáir,“ segir Sanna og bætir við að meirihlutinn ætli sér að reka nánast óbreytta húsnæðisstefnu – stefnu sem miði að því að láglaunafólk beri allan kostnað af kreppunni. „Hin verr stæðu í Reykjavík hafa tekið á sig gríðarlegar hækkanir húsaleigu vegna húsnæðiskreppunnar og þær hækkanir hafa étið upp ráðstöfunarfé þeirra fjölskyldna sem síst mátti við auknum byrðum. Þetta er miskunnarlaus stefna gagnvart fátæku fólki, að varpa öllum kostnaði af vandanum yfir á þau sem síst geta staðið undir því“Sósíalistar eru ekki ánægðir með nýjan málefnasamning meirihlutans í Reykjavík.Vísir/eyþórSegja strætóúrræðið ekki gagnast fátækumÞá þykir Daníel Erni Arnarssyni, varaborgarfulltrúa Sósíalistaflokksins, og Sönnu það gagnrýnisvert að meirihlutinn hafi ákveðið að fella niður fargjöld í strætó fyrir börn 12 ára og yngri sem ferðast í fylgd með fullorðnum. „Hvernig eiga fátækar fjölskyldur að nýta sér þetta? Á einstæða móðirin í láglaunastarfinu að taka sér frí til að geta ferðast með barninu sínu eftir skóla í tómstundir eða í pössun til afa og ömmu? Og til hvers? Svo strætó fái fullt fargjald frá henni frekar en hálft frá barninu?“ Spyr Daníel.Vilja gjaldfrjálsa skóla„Gjaldfrjáls skóli er ein af stoðum velferðarkerfisins og forsenda góðs samfélags. Þótt þessar tillögur lækki gjaldtökuna hjá barnmörgum fjölskyldum þá eru þetta aðeins hænuskref sem gagnast fáum. Við Daníel erum bæði uppkomin fátæk börn. Þessar tillögur hefðu engu breytt fyrir okkur eða fátækar mæður okkar. Í dag er hellingur af börnum sem búa við sömu aðstæður og við bjuggum við. Það er ekkert í þessum sáttmála sem mun gagnast þeim börnum. Og það er sorglegt,“ segir Sanna um menntamálin. „Sáttmálinn afhjúpar að meirihlutaflokkarnir lifa í annarri Reykjavík en við sósíalistar. Ef fólk ber saman okkar tillögur og meirihlutasáttmálann þá sést hversu mikill sannleikur lá í kosningabaráttu sósíalista, sem að hluta var háð undir yfirskriftinni Hin Reykjavík. Stór hluti borgarbúa býr við raunveruleika sem stjórnmálin í Ráðhúsinu ná ekki að snerta, vilja ekki sjá og ætla sér ekki að bregðast við,“ segir Daníel að lokum. Kosningar 2018 Tengdar fréttir Pawel hoppar hæð sína vegna yfirlýsingar Sósíalista Pawel Bartoszek, nýkjörinn borgarfulltrúi Viðreisnar í Reykjavík, er ánægður með ákvörðun Sósíalistaflokksins en hann tilkynnti í gærkvöldi að hann hygðist ekki taka þátt í meirihlutasamstarfi á kjörtímabilinu. 30. maí 2018 11:16 Ætla sér að styðja tiltekin mál án tillits til meirihlutasamstarfs Sósíalistaflokkur Íslands ætlar að styðja við þau mál sem flokkurinn setti á oddinn í aðdraganda borgarstjórnarkosninga án tillits til þess hvaða flokkar það verða sem mynda nýjan meirihluta. 5. júní 2018 15:41 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Sjá meira
Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalistaflokks Íslands í Reykjavík, segir að málefnasamningur nýs meirihluta í borginni sé fráleit niðurstaða í ljósi þess sem flokksmenn hefðu haldið fram í aðdraganda kosninga. Í kosningabaráttunni hefðu ákveðin mál verið fyrirferðamikil á borð við húsnæðiskreppuna, láglaunastefnu og hagsmunamál hinna verst settu en í sáttmálanum séu engar aðgerðir boðaðar „sem máli skipta“ til að bæta lífskjör láglaunafólks. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sósíalistaflokki Íslands. „Þeir brauðmolar sem þau fá eru bæði fáir og smáir,“ segir Sanna og bætir við að meirihlutinn ætli sér að reka nánast óbreytta húsnæðisstefnu – stefnu sem miði að því að láglaunafólk beri allan kostnað af kreppunni. „Hin verr stæðu í Reykjavík hafa tekið á sig gríðarlegar hækkanir húsaleigu vegna húsnæðiskreppunnar og þær hækkanir hafa étið upp ráðstöfunarfé þeirra fjölskyldna sem síst mátti við auknum byrðum. Þetta er miskunnarlaus stefna gagnvart fátæku fólki, að varpa öllum kostnaði af vandanum yfir á þau sem síst geta staðið undir því“Sósíalistar eru ekki ánægðir með nýjan málefnasamning meirihlutans í Reykjavík.Vísir/eyþórSegja strætóúrræðið ekki gagnast fátækumÞá þykir Daníel Erni Arnarssyni, varaborgarfulltrúa Sósíalistaflokksins, og Sönnu það gagnrýnisvert að meirihlutinn hafi ákveðið að fella niður fargjöld í strætó fyrir börn 12 ára og yngri sem ferðast í fylgd með fullorðnum. „Hvernig eiga fátækar fjölskyldur að nýta sér þetta? Á einstæða móðirin í láglaunastarfinu að taka sér frí til að geta ferðast með barninu sínu eftir skóla í tómstundir eða í pössun til afa og ömmu? Og til hvers? Svo strætó fái fullt fargjald frá henni frekar en hálft frá barninu?“ Spyr Daníel.Vilja gjaldfrjálsa skóla„Gjaldfrjáls skóli er ein af stoðum velferðarkerfisins og forsenda góðs samfélags. Þótt þessar tillögur lækki gjaldtökuna hjá barnmörgum fjölskyldum þá eru þetta aðeins hænuskref sem gagnast fáum. Við Daníel erum bæði uppkomin fátæk börn. Þessar tillögur hefðu engu breytt fyrir okkur eða fátækar mæður okkar. Í dag er hellingur af börnum sem búa við sömu aðstæður og við bjuggum við. Það er ekkert í þessum sáttmála sem mun gagnast þeim börnum. Og það er sorglegt,“ segir Sanna um menntamálin. „Sáttmálinn afhjúpar að meirihlutaflokkarnir lifa í annarri Reykjavík en við sósíalistar. Ef fólk ber saman okkar tillögur og meirihlutasáttmálann þá sést hversu mikill sannleikur lá í kosningabaráttu sósíalista, sem að hluta var háð undir yfirskriftinni Hin Reykjavík. Stór hluti borgarbúa býr við raunveruleika sem stjórnmálin í Ráðhúsinu ná ekki að snerta, vilja ekki sjá og ætla sér ekki að bregðast við,“ segir Daníel að lokum.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Pawel hoppar hæð sína vegna yfirlýsingar Sósíalista Pawel Bartoszek, nýkjörinn borgarfulltrúi Viðreisnar í Reykjavík, er ánægður með ákvörðun Sósíalistaflokksins en hann tilkynnti í gærkvöldi að hann hygðist ekki taka þátt í meirihlutasamstarfi á kjörtímabilinu. 30. maí 2018 11:16 Ætla sér að styðja tiltekin mál án tillits til meirihlutasamstarfs Sósíalistaflokkur Íslands ætlar að styðja við þau mál sem flokkurinn setti á oddinn í aðdraganda borgarstjórnarkosninga án tillits til þess hvaða flokkar það verða sem mynda nýjan meirihluta. 5. júní 2018 15:41 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Sjá meira
Pawel hoppar hæð sína vegna yfirlýsingar Sósíalista Pawel Bartoszek, nýkjörinn borgarfulltrúi Viðreisnar í Reykjavík, er ánægður með ákvörðun Sósíalistaflokksins en hann tilkynnti í gærkvöldi að hann hygðist ekki taka þátt í meirihlutasamstarfi á kjörtímabilinu. 30. maí 2018 11:16
Ætla sér að styðja tiltekin mál án tillits til meirihlutasamstarfs Sósíalistaflokkur Íslands ætlar að styðja við þau mál sem flokkurinn setti á oddinn í aðdraganda borgarstjórnarkosninga án tillits til þess hvaða flokkar það verða sem mynda nýjan meirihluta. 5. júní 2018 15:41