Bíræfinn þjófur sólginn í lúxusvörur fær átta mánaða dóm Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. júní 2018 10:50 Héraðsdómur Reykjavíkur við Lækjartorg. Vísir/Stefán Lithái á þrítugsaldri hefur verið dæmdur í átta mánaða fangelsi fyrir margvíslegan þjófnað og innbrot í heimili á höfuðborgarsvæðinu. Svo virðist sem að hann hafi verið sérstaklega sólginn í ýmiss konar lúxusvarning. Maðurinn var handtekinn í febrúar er hann, í félagi við annnan mann, reyndi að brjótast inn í íbúðarhúsnæði í Garðabæ. Svo virðist sem að maðurinn hafi verið stórtækur í innbrotum. Ákæra yfir manninum var í tólf liðum þar sem sundurliðað var hvað manninum var gefið að sök að hafa stolið. Meðal þess voru ilmvatnsglös frá Chanel og Boss, úr frá Gucci, armband frá Michael Kors, sérsmíðaðir skartgripir og úr eftir íslenska hönnuði og svo mætti lengi áfram telja. Þá fannst einnig á dvalarstað mannsins, þar sem flestir munirnir úr innbrotunum voru geymdir, myntsafn þar sem meðal annars mátti finna íslenska seðla og myntir frá árinu 1928. Flest innbrotin áttu sér stað í Garðabæ, Kópavogi en nokkur í Reykjavík um það leyti sem innbrotahrina átti sér stað á höfuðborgarsvæðinu. Við þingfestingu málsins játaði maðurinn skýlaust sök og var hann dæmdur í átta mánaða fangelsi, en frá því dregst sá tími sem hann sat í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Þá voru peningaseðlar, skartgripir og aðrir munir gerðir upptækir.Dóm Héraðsdóms Reykjavíkur má lesa hér. Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Tveir í gæsluvarðhaldi vegna gruns um innbrot í Garðabæ Mennirnir voru handteknir í gærmorgun, grunaðir um innbrot í heimahús í Garðabæ. 28. febrúar 2018 11:17 Öryggismál stórefld í Garðabæ: „Heimurinn er orðinn þannig að menn þurfa að verja sig“ Bæjarstjóri Garðabæjar fór yfir málið en öryggismyndavélum verður komið fyrir í sveitarfélaginu til að berjast gegn glæpum. 14. febrúar 2018 22:45 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin hljóti að spyrja sig hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira
Lithái á þrítugsaldri hefur verið dæmdur í átta mánaða fangelsi fyrir margvíslegan þjófnað og innbrot í heimili á höfuðborgarsvæðinu. Svo virðist sem að hann hafi verið sérstaklega sólginn í ýmiss konar lúxusvarning. Maðurinn var handtekinn í febrúar er hann, í félagi við annnan mann, reyndi að brjótast inn í íbúðarhúsnæði í Garðabæ. Svo virðist sem að maðurinn hafi verið stórtækur í innbrotum. Ákæra yfir manninum var í tólf liðum þar sem sundurliðað var hvað manninum var gefið að sök að hafa stolið. Meðal þess voru ilmvatnsglös frá Chanel og Boss, úr frá Gucci, armband frá Michael Kors, sérsmíðaðir skartgripir og úr eftir íslenska hönnuði og svo mætti lengi áfram telja. Þá fannst einnig á dvalarstað mannsins, þar sem flestir munirnir úr innbrotunum voru geymdir, myntsafn þar sem meðal annars mátti finna íslenska seðla og myntir frá árinu 1928. Flest innbrotin áttu sér stað í Garðabæ, Kópavogi en nokkur í Reykjavík um það leyti sem innbrotahrina átti sér stað á höfuðborgarsvæðinu. Við þingfestingu málsins játaði maðurinn skýlaust sök og var hann dæmdur í átta mánaða fangelsi, en frá því dregst sá tími sem hann sat í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Þá voru peningaseðlar, skartgripir og aðrir munir gerðir upptækir.Dóm Héraðsdóms Reykjavíkur má lesa hér.
Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Tveir í gæsluvarðhaldi vegna gruns um innbrot í Garðabæ Mennirnir voru handteknir í gærmorgun, grunaðir um innbrot í heimahús í Garðabæ. 28. febrúar 2018 11:17 Öryggismál stórefld í Garðabæ: „Heimurinn er orðinn þannig að menn þurfa að verja sig“ Bæjarstjóri Garðabæjar fór yfir málið en öryggismyndavélum verður komið fyrir í sveitarfélaginu til að berjast gegn glæpum. 14. febrúar 2018 22:45 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin hljóti að spyrja sig hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira
Tveir í gæsluvarðhaldi vegna gruns um innbrot í Garðabæ Mennirnir voru handteknir í gærmorgun, grunaðir um innbrot í heimahús í Garðabæ. 28. febrúar 2018 11:17
Öryggismál stórefld í Garðabæ: „Heimurinn er orðinn þannig að menn þurfa að verja sig“ Bæjarstjóri Garðabæjar fór yfir málið en öryggismyndavélum verður komið fyrir í sveitarfélaginu til að berjast gegn glæpum. 14. febrúar 2018 22:45