Björgvin Páll: Með þennan stuðning á enginn séns í okkur Ástrós Ýr Eggertsdóttir í Laugardalshöll skrifar 13. júní 2018 22:52 Björgvin Páll Gústavsson. vísir/anton Björgvin Páll Gústavsson átti nokkrar mikilvægar vörslur í þriggja marka sigri Íslands á Litháum í seinni umspilsleiknum um laust sæti á HM í Laugardalshöll í kvöld. Honum leið að vonum vel í leikslok. „Ég gæti ekki verið glaðari. Þetta er það besta sem maður gerir á hverju ári, að koma liðinu á stórmót. Fyrir framan fulla stúku á svona mómenti þar sem allt snýst um fótbolta er náttúrulega sturlað,“ sagði Björgvin í leikslok. „Maður fattaði það ekki í janúar hvað það var geggjað að komast á svona mót. Við mætum virkilega góðum andstæðing sem að var mjög erfitt.“ Leikurinn í dag var erfiður og fékk liðið á sig óþarflega mörg auðveld mörk, þó það skrifist kannski ekki bara á markmanninn. „Jújú, þú mátt alveg kenna mér um. En það er hárrétt, þeir eru með virkilega hæfileikaríka menn fyrir utan. Miðjumaðurinn þeirra var okkur mjög erfiður. Hann er í heimsklassa, skemmtilegur handboltamaður sem henntar okkur mjög illa. Við erum á síðustu dropunum undir restina, þetta er orðið langt verkefni og erfitt á móti andstæðing sem menn keppast um að vanmeta í fjölmiðlum.“ „Við mætum þeim á mikilvægum mómentum fyrir þá, þeir voru niðurbrotnir því þeir ætluðu sér á HM. En það er virkilega erfitt að tapa fyrir okkur í Höllinni, ég held ég hafi aldrei tapað mótsleik hér og við byrjum ekki á því í dag.“ „Með þennan stuðning og svo hitnar Guðjón Valur, þá á ekkert lið séns í okkur.“ Íslenska liðið er orðinn fastagestur á stórmótum í handbolta en strákarnir þreytast aldrei á að fara þangað. „Það er heiður að fá að vera með á stórmótum. Alls ekki sjálfgefið. Við erum þakklátir fyrir það. Nú getum við farið að bóka flug til Rússlands og svo mæta allir í janúar með okkur til Þýskalands og Danmerkur.“ Talandi um Rússland, ætlar Bjöggi að eyða sumarfríinu þar? „Nei, ekki hjá mér. Nú er búinn að vera handbolti á heilanum í ár og loks komið að fótbolta. Tek einn dag í að hugsa um ekki neitt og svo kemur fótbolti frá og með næsta degi og ég fylgist með strákunum okkar í fótboltalandsliðinu,“ sagði Björgvin Páll Gústavsson. HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Fleiri fréttir Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Sjá meira
Björgvin Páll Gústavsson átti nokkrar mikilvægar vörslur í þriggja marka sigri Íslands á Litháum í seinni umspilsleiknum um laust sæti á HM í Laugardalshöll í kvöld. Honum leið að vonum vel í leikslok. „Ég gæti ekki verið glaðari. Þetta er það besta sem maður gerir á hverju ári, að koma liðinu á stórmót. Fyrir framan fulla stúku á svona mómenti þar sem allt snýst um fótbolta er náttúrulega sturlað,“ sagði Björgvin í leikslok. „Maður fattaði það ekki í janúar hvað það var geggjað að komast á svona mót. Við mætum virkilega góðum andstæðing sem að var mjög erfitt.“ Leikurinn í dag var erfiður og fékk liðið á sig óþarflega mörg auðveld mörk, þó það skrifist kannski ekki bara á markmanninn. „Jújú, þú mátt alveg kenna mér um. En það er hárrétt, þeir eru með virkilega hæfileikaríka menn fyrir utan. Miðjumaðurinn þeirra var okkur mjög erfiður. Hann er í heimsklassa, skemmtilegur handboltamaður sem henntar okkur mjög illa. Við erum á síðustu dropunum undir restina, þetta er orðið langt verkefni og erfitt á móti andstæðing sem menn keppast um að vanmeta í fjölmiðlum.“ „Við mætum þeim á mikilvægum mómentum fyrir þá, þeir voru niðurbrotnir því þeir ætluðu sér á HM. En það er virkilega erfitt að tapa fyrir okkur í Höllinni, ég held ég hafi aldrei tapað mótsleik hér og við byrjum ekki á því í dag.“ „Með þennan stuðning og svo hitnar Guðjón Valur, þá á ekkert lið séns í okkur.“ Íslenska liðið er orðinn fastagestur á stórmótum í handbolta en strákarnir þreytast aldrei á að fara þangað. „Það er heiður að fá að vera með á stórmótum. Alls ekki sjálfgefið. Við erum þakklátir fyrir það. Nú getum við farið að bóka flug til Rússlands og svo mæta allir í janúar með okkur til Þýskalands og Danmerkur.“ Talandi um Rússland, ætlar Bjöggi að eyða sumarfríinu þar? „Nei, ekki hjá mér. Nú er búinn að vera handbolti á heilanum í ár og loks komið að fótbolta. Tek einn dag í að hugsa um ekki neitt og svo kemur fótbolti frá og með næsta degi og ég fylgist með strákunum okkar í fótboltalandsliðinu,“ sagði Björgvin Páll Gústavsson.
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Fleiri fréttir Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Sjá meira