Ítarlegri sáttmáli en gerður var eftir kosningarnar árið 2014 TG skrifar 14. júní 2018 06:00 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri smellti mynd af Líf Magneudóttur, fráfarandi forseta borgarstjórnar, og Dóru Björt Guðjónsdóttur, verðandi forseta borgarstjórnar, þegar nýi meirihlutinn var kynntur Fréttablaðið/Anton Brink Samstarfssáttmáli Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og VG sem undirritaðar var við Breiðholtslaug á þriðjudaginn er mun lengri og ítarlegri en sá sem meirihlutinn sem tók við 2014 gerði með sér. Umhverfismál, jafnréttismál, lýðræði, þjónusta borgarinnar, húsnæðismál og Borgarlína verða meginatriði hjá nýjum meirihluta. Fulltrúar minnihlutans telja sáttmálann óskýran og loðinn. Pawel Bartoszek, nýkjörinn borgarfulltrúi Viðreisnar, segist mjög sáttur við þær auknu áherslur á atvinnumálin sem birtast í þessum sáttmála. „Sérstakur kafli er um atvinnumál, við lögðum áherslu á lækkun fasteignaskatts fyrir kosningar, sem nú verður að veruleika á kjörtímabilinu. Við viljum gera borgina samkeppnishæfari.“ Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna, segir að þegar fjórir flokkar koma saman séu allir með sínar áherslur og enginn fái allt. Vinstri græn lögðu mikla áherslu á velferðarmálin, menntaog umhverfismálin sem nú verði gert hærra undir höfði en áður.Sjá einnig: Borgarlína, húsnæðismál og leikskólamál í aðalhlutverkum sáttmála nýs meirihluta „Ég er gríðarlega sátt við að áherslur Vinstri grænna um að hækka laun kvennastétta, eyða sárri fátækt og móta kjarastefnu náðu fram að ganga. Þá erum við líka að létta fjárhagslegar byrðar á fjölskyldum barna.“ Eyþór Arnalds, borgarfulltrúi og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir sáttamálann vera um óbreytt ástand og boðar öflugt aðhald í minnihluta. „Ég er búinn að renna í gegnum samninginn. Þar er ekki mikið af skýrum markmiðum, þetta er frekar loðið og virðist eiga að gerast á næsta kjörtímabili frekar en þessu. Það er ýmislegt sem á að taka gildi annaðhvort í lok kjörtímabils eða samhliða einhverju sem ekki er í hendi.“ Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalistaflokks Íslands í Reykjavík, telur samninginn mikil vonbrigði og finnst þetta ekki einu sinni vera brauðmolar til hinna verst settu. „Við sjáum að það er ekkert í þessum sáttmála í líkingu við það sem kosningabaráttan snerist um, 500 félagslegar íbúðir eru allt of lítið þegar nánast helmingi fleiri eru á biðlista. Það er allt of mikið talað um að stefna að einhverju, allt of fá atriði sem hægt er að leggja almennilega mat á.“ Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Tengdar fréttir Dagur áfram borgarstjóri í Reykjavík Dagur segir að þrátt fyrir að ákveðnir fulltrúar veljist til forystu þá sé markmiðið að vinna sem ein heild. 12. júní 2018 10:45 Vonast eftir góðu samstarfi við minnihlutann í Reykjavík Mikil bjartsýni er meðal stjórnarliða meirihlutans í borginni fyrir komandi kjörtímabil. Segja mikinn samhljóm milli flokkanna. Meirihlutinn er myndaður um jákvæða borgarþróun, húsnæðismál, borgarlínu og skipulags- og samgöngumál. 13. júní 2018 06:00 Borgarlína, húsnæðismál og leikskólamál í aðalhlutverkum sáttmála nýs meirihluta Skrifað var undir meirihlutasáttmála nýs meirihluta í dag. 12. júní 2018 12:00 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Furðulostin yfir óábyrgum ummælum netöryggissveitarinnar „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira
Samstarfssáttmáli Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og VG sem undirritaðar var við Breiðholtslaug á þriðjudaginn er mun lengri og ítarlegri en sá sem meirihlutinn sem tók við 2014 gerði með sér. Umhverfismál, jafnréttismál, lýðræði, þjónusta borgarinnar, húsnæðismál og Borgarlína verða meginatriði hjá nýjum meirihluta. Fulltrúar minnihlutans telja sáttmálann óskýran og loðinn. Pawel Bartoszek, nýkjörinn borgarfulltrúi Viðreisnar, segist mjög sáttur við þær auknu áherslur á atvinnumálin sem birtast í þessum sáttmála. „Sérstakur kafli er um atvinnumál, við lögðum áherslu á lækkun fasteignaskatts fyrir kosningar, sem nú verður að veruleika á kjörtímabilinu. Við viljum gera borgina samkeppnishæfari.“ Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna, segir að þegar fjórir flokkar koma saman séu allir með sínar áherslur og enginn fái allt. Vinstri græn lögðu mikla áherslu á velferðarmálin, menntaog umhverfismálin sem nú verði gert hærra undir höfði en áður.Sjá einnig: Borgarlína, húsnæðismál og leikskólamál í aðalhlutverkum sáttmála nýs meirihluta „Ég er gríðarlega sátt við að áherslur Vinstri grænna um að hækka laun kvennastétta, eyða sárri fátækt og móta kjarastefnu náðu fram að ganga. Þá erum við líka að létta fjárhagslegar byrðar á fjölskyldum barna.“ Eyþór Arnalds, borgarfulltrúi og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir sáttamálann vera um óbreytt ástand og boðar öflugt aðhald í minnihluta. „Ég er búinn að renna í gegnum samninginn. Þar er ekki mikið af skýrum markmiðum, þetta er frekar loðið og virðist eiga að gerast á næsta kjörtímabili frekar en þessu. Það er ýmislegt sem á að taka gildi annaðhvort í lok kjörtímabils eða samhliða einhverju sem ekki er í hendi.“ Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalistaflokks Íslands í Reykjavík, telur samninginn mikil vonbrigði og finnst þetta ekki einu sinni vera brauðmolar til hinna verst settu. „Við sjáum að það er ekkert í þessum sáttmála í líkingu við það sem kosningabaráttan snerist um, 500 félagslegar íbúðir eru allt of lítið þegar nánast helmingi fleiri eru á biðlista. Það er allt of mikið talað um að stefna að einhverju, allt of fá atriði sem hægt er að leggja almennilega mat á.“
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Tengdar fréttir Dagur áfram borgarstjóri í Reykjavík Dagur segir að þrátt fyrir að ákveðnir fulltrúar veljist til forystu þá sé markmiðið að vinna sem ein heild. 12. júní 2018 10:45 Vonast eftir góðu samstarfi við minnihlutann í Reykjavík Mikil bjartsýni er meðal stjórnarliða meirihlutans í borginni fyrir komandi kjörtímabil. Segja mikinn samhljóm milli flokkanna. Meirihlutinn er myndaður um jákvæða borgarþróun, húsnæðismál, borgarlínu og skipulags- og samgöngumál. 13. júní 2018 06:00 Borgarlína, húsnæðismál og leikskólamál í aðalhlutverkum sáttmála nýs meirihluta Skrifað var undir meirihlutasáttmála nýs meirihluta í dag. 12. júní 2018 12:00 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Furðulostin yfir óábyrgum ummælum netöryggissveitarinnar „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira
Dagur áfram borgarstjóri í Reykjavík Dagur segir að þrátt fyrir að ákveðnir fulltrúar veljist til forystu þá sé markmiðið að vinna sem ein heild. 12. júní 2018 10:45
Vonast eftir góðu samstarfi við minnihlutann í Reykjavík Mikil bjartsýni er meðal stjórnarliða meirihlutans í borginni fyrir komandi kjörtímabil. Segja mikinn samhljóm milli flokkanna. Meirihlutinn er myndaður um jákvæða borgarþróun, húsnæðismál, borgarlínu og skipulags- og samgöngumál. 13. júní 2018 06:00
Borgarlína, húsnæðismál og leikskólamál í aðalhlutverkum sáttmála nýs meirihluta Skrifað var undir meirihlutasáttmála nýs meirihluta í dag. 12. júní 2018 12:00