Íslensku strákarnir fara til Moskvu í dag Kristinn Páll Teitsson skrifar 14. júní 2018 06:00 Nú þegar aðeins tveir dagar eru í fyrsta leik íslenska landsliðsins á HM í Rússlandi eru landsmenn orðnir spenntir fyrir viðureigninni við Messi og félaga í argentínska landsliðinu. Strákarnir okkar eru öllu rólegri, til allrar hamingju, og fóru nokkrir saman í hjólatúr til þess að taka út rússneska menningu í gær. Fréttablaðið/Eyþór Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er á faraldsfæti í dag. Liðið fer til Moskvu, höfuðborgar Rússlands, þar sem fyrsti leikur þess á heimsmeistaramótinu gegn Argentínu fer fram um helgina. Strákarnir okkar hafa eytt undanförnum dögum í æfingabúðum í bænum Kabardinka við Svartahaf en þangað komu strákarnir að kvöldi til á laugardaginn var. Fyrsta æfingin var opin og mættu um 2.000 Rússar á öllum aldri á hana en svo tóku við tveir æfingadagar þar sem strákarnir tóku vel á því. Landsliðsmennirnir fengu svo frí frá æfingum í gær þar sem sumir leikmenn nýttu tímann til að skoða bæinn. Skelltu nokkrir leikmenn sér í hjólareiðatúr um bæinn með ís í hendi eins og sést á myndinni sem fylgir fréttinni. Munu þeir snúa aftur á æfingasvæðið í Kabardinka í dag og taka æfingu fyrir luktum dyrum áður en þeir halda til Moskvu síðdegis að rússneskum tíma. Sjá einnig: Víða hægt að horfa á frumraun Íslands á HM á risaskjám Er flogið með beinu flugi og áætlað að þeir lendi rétt fyrir kvöldmatarleytið í Moskvu eða um það bil þegar verið er að flauta upphafsleikinn á, milli gestgjafanna, Rússa, og Sádi-Arabíu, á þjóðarleikvangi Rússa, Luzhniki-vellinum. Strákarnir okkar fá eina æfingu á leikvellinum þar sem leikurinn fer fram um helgina, Spartak Stadium sem rúmar 45.000 manns, á morgun og hýsir Spartak Moskvu í rússnesku deildinni. Að æfingunni lokinni mæta þjálfarinn, Heimir Hallgrímsson, og fyrirliðinn, Aron Einar Gunnarsson, á blaðamannafund. Laugardagur er svo leikdagur en þá mætir Ísland Lionel Messi, Sergio Agüero og hinum stórstjörnunum í argentínska liðinu. Argentínumenn, sem eru silfurverðlaunahafar frá síðasta HM, þurfa ekki að fara langt frá æfingabúðum sínum fyrir leikinn en þeir eru með aðsetur í Bronnisty í úthverfi Moskvu. Íslensku landsliðsmennirnir fá lítinn tíma til að spóka sig um í Moskvu og skoða merkilega staði en þeir fljúga aftur í æfingabúðirnar strax að leik loknum og hefja undirbúning fyrir leikinn gegn Nígeríu í Volgograd á föstudaginn eftir rúma viku.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. Birtist í Fréttablaðinu HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Maggi Gylfa fór fyrir rándýrum sextett í hjólatúr Landsliðsmennirnir fengu frí frá æfingum í dag. 13. júní 2018 17:30 Gylfi Þór: Hefur tekið á en konan fær að sjá mig eftir HM Gylfi Þór Sigurðsson hefur lagt ótrúlega mikið á sig í endurhæfingunni fyrir HM 2018 eftir meiðslin. 13. júní 2018 08:00 HM-torg á Oxford Street Vesturbæjar Melavelli, túninu við Vesturbæjarlaug, er verið að umturna í HM-torg. Þar er kominn risaskjár og geta nágrannar og aðrir þar horft á leiki Íslands á HM í góðu stuði. 14. júní 2018 06:00 Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er á faraldsfæti í dag. Liðið fer til Moskvu, höfuðborgar Rússlands, þar sem fyrsti leikur þess á heimsmeistaramótinu gegn Argentínu fer fram um helgina. Strákarnir okkar hafa eytt undanförnum dögum í æfingabúðum í bænum Kabardinka við Svartahaf en þangað komu strákarnir að kvöldi til á laugardaginn var. Fyrsta æfingin var opin og mættu um 2.000 Rússar á öllum aldri á hana en svo tóku við tveir æfingadagar þar sem strákarnir tóku vel á því. Landsliðsmennirnir fengu svo frí frá æfingum í gær þar sem sumir leikmenn nýttu tímann til að skoða bæinn. Skelltu nokkrir leikmenn sér í hjólareiðatúr um bæinn með ís í hendi eins og sést á myndinni sem fylgir fréttinni. Munu þeir snúa aftur á æfingasvæðið í Kabardinka í dag og taka æfingu fyrir luktum dyrum áður en þeir halda til Moskvu síðdegis að rússneskum tíma. Sjá einnig: Víða hægt að horfa á frumraun Íslands á HM á risaskjám Er flogið með beinu flugi og áætlað að þeir lendi rétt fyrir kvöldmatarleytið í Moskvu eða um það bil þegar verið er að flauta upphafsleikinn á, milli gestgjafanna, Rússa, og Sádi-Arabíu, á þjóðarleikvangi Rússa, Luzhniki-vellinum. Strákarnir okkar fá eina æfingu á leikvellinum þar sem leikurinn fer fram um helgina, Spartak Stadium sem rúmar 45.000 manns, á morgun og hýsir Spartak Moskvu í rússnesku deildinni. Að æfingunni lokinni mæta þjálfarinn, Heimir Hallgrímsson, og fyrirliðinn, Aron Einar Gunnarsson, á blaðamannafund. Laugardagur er svo leikdagur en þá mætir Ísland Lionel Messi, Sergio Agüero og hinum stórstjörnunum í argentínska liðinu. Argentínumenn, sem eru silfurverðlaunahafar frá síðasta HM, þurfa ekki að fara langt frá æfingabúðum sínum fyrir leikinn en þeir eru með aðsetur í Bronnisty í úthverfi Moskvu. Íslensku landsliðsmennirnir fá lítinn tíma til að spóka sig um í Moskvu og skoða merkilega staði en þeir fljúga aftur í æfingabúðirnar strax að leik loknum og hefja undirbúning fyrir leikinn gegn Nígeríu í Volgograd á föstudaginn eftir rúma viku.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
Birtist í Fréttablaðinu HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Maggi Gylfa fór fyrir rándýrum sextett í hjólatúr Landsliðsmennirnir fengu frí frá æfingum í dag. 13. júní 2018 17:30 Gylfi Þór: Hefur tekið á en konan fær að sjá mig eftir HM Gylfi Þór Sigurðsson hefur lagt ótrúlega mikið á sig í endurhæfingunni fyrir HM 2018 eftir meiðslin. 13. júní 2018 08:00 HM-torg á Oxford Street Vesturbæjar Melavelli, túninu við Vesturbæjarlaug, er verið að umturna í HM-torg. Þar er kominn risaskjár og geta nágrannar og aðrir þar horft á leiki Íslands á HM í góðu stuði. 14. júní 2018 06:00 Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Sjá meira
Maggi Gylfa fór fyrir rándýrum sextett í hjólatúr Landsliðsmennirnir fengu frí frá æfingum í dag. 13. júní 2018 17:30
Gylfi Þór: Hefur tekið á en konan fær að sjá mig eftir HM Gylfi Þór Sigurðsson hefur lagt ótrúlega mikið á sig í endurhæfingunni fyrir HM 2018 eftir meiðslin. 13. júní 2018 08:00
HM-torg á Oxford Street Vesturbæjar Melavelli, túninu við Vesturbæjarlaug, er verið að umturna í HM-torg. Þar er kominn risaskjár og geta nágrannar og aðrir þar horft á leiki Íslands á HM í góðu stuði. 14. júní 2018 06:00